Bann við Airbnb kallar bara á fleiri hótelbyggingar

Bann við Airbnb kallar bara á fleiri hótelbyggingar og þá verða færri iðnaðarmenn á lausu til að byggja íbúðarhús. Fólk sem þrengir að sér á sumrin meðan ferðamannastraumurinn er mestur er að minnka vandann bæði hvað varðar íbúðahúsnæði og herbergi fyrir ferðamenn og er því hluti af lausninni en ekki vandanum. Þar að auki skapar þetta miklum fjölda venjulegra heimila tekjur sem þau annars hefðu ekki.

Lausninn felst í því að sveitafélög og ríkið standi fyrir stofnun óhagnaðardrifinna (non profit) leigufélaga og að meirihluti leigumarkaðarins verði á hendi slíkra félaga. En á það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki viljað heyra minnst enda eru eigandur leigurisanna meðal áhrifamanna í þeim flokki.


mbl.is Bann við Airbnb lausn á vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband