Fáránleg tillaga rannsóknarnefndarinnar.

Þetta er fáránleg tillaga nefndarinnar. Það er fjöldi manna sem hjólar á fjölakreina stofnbrautum á hverjum degi en þetta er eina banaslysið á hjólreiðamanni hér á landi á þessari öld. Það er því alveg ljóst að það er margt sem er heimilt sem er hættulegra en að hjóla á fjölakreina stofnbrautum. 

Það er einnig út í hött og verulega ámælisvert hjá nefndinni að tala um aðgæsluleysi hjá hjólreiðamanninum og þannig kenna honum að hluta til að minnsta kosti um slysið. Það kemur fram í skýrslunni að hann var með rautt blikkljós undir hnakki og þau sjálst vel í mörg hundruð metra fjarlægð í myrkri. Það er því ljóst að það var aðgæeluleysi og hraðakstur ökumannsins sem voru orsakir slyssins en ekki eitthvað sem hjólreiðamaðurinn gerði rangt.

Ef farið verður eftir þessari tillögu þá gerir það mönnum erfiðara fyrir að nota reiðahjól til samgangna. Oft eru ekki neinar aðrar leiðir til staðar sem eru jafn góðar og stofnbrautirnar til að komast milli staða. Aðrar leiðir eru oft mun krókóttari og me meiri hæðabrytingum en stofnbrautirnar og henta því verr fyrir hjólreiðamenn. Einnig eru stofnbrautirnar oftast mun betur ruddar þegar snjóar og eru því bestu samgöngumannvirkin til að nota við hjólreiðar og stundum einu færu leiðirnar fyrir reiðhjól. Vilji menn fá hjólreiðamenn af stofnbrautum þá eru boð og bönn ekki rétta leiðin heldur að búa til aðra valkosti fyrir þá sem eru í það minnsta jafn góðir og stofnbrautirnar og eru jafn vel ruddar þegar snjóar.

Vandamálið er ekki hjólreiðamenn á stofnbrautum heldur ökumenn sem ekki taka tillit til hjólreiðamanna eða eru ekki með athyglina í lagi. Það eru bílarnir sem eru slysavaldarnir og það þarf að taka á þeim þar með talið að takmarka aksturshraða þeirra en ekki skerða ferðafrelsi annarra vegfarenda.


mbl.is Vilja skoða að banna hjólreiðar á fjölakreina vegum í þéttbýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband