Hvað ætli þeir Sjálfstæðismenn sem heimtuðu afsögn Jóhönnu á sínum tíma segi núna.

Fyrir nokkrum árum úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið jafnréttislög með ráðningu sinni. Þá heimtuðu margir að hún segði af sér þess vegna þar á meðal margir stuðningmenn Sjálfstæisflokksins. Hvað ætli þeir segi núna? Það væri hræsni ef þeir hinir sömu gerðu ekki kröfu um afsögn Bjarna Benediktssonar núna. 

Ég er ekki einn þeirra sem heimtar blóð. Meðan ekkert liggur fyrir um að Bjarni hafi þarna vísvitandi brotið lögin þá tel ég ekki neina ástæðu til afsagnar hans. Þá er satðan einfaldlega sú að kærunefnd jafnréttismála komst að annarri niðurstöðu en Bjarni og hans sérfræðingar rétt eins og var með Jóhönnu. Það er hins vegar annað mál ef í ljós kemur að Bjarni hafi vitað betur en ég hef ekki séð neitt enn sem komið er að minnsta kosti sen bendir til þess.


mbl.is Bjarni braut jafnréttislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband