Skattur á íbúa í gömlum fjölbýlishúsum.

Til að geta notað rafmabnsbíl þarf viðkomandi að geta hlaðið hann einhvers stðaar á nóttunni. Til þess þarf hann að hafa aðgang að bílastæði með hleðslustöð. Það er einfalt fyrir þá sem eiga einkabílastæði að gera það en þeir sem ekki eiga slíkt eiga ekki svo gott með að gera það. Til að þeir geti nýtt sér rafmagnsbíl þarf annað hvort bæjarfélagið að útvega stæði í nágrenni fjölbýlishúsa sem eigendur refbíla geta fengið og mega einir nota eða að tekin séu frá stæði við fjölbýlishúsin sem einungis eru fyrir refbíla í hleðslu. 

Gallinn er hins vegar sá að til að taka slík stæði frá þarf 100% samþykki í fjölbýlishúsinu og ef fleiri en eitt fjölbýlishús eru með sameiginlegt bílastæði þá þarf 100% samþykki eigenda allra bíbúða í öllum fjölbýlishúsunum sem hafa aðgang af þeim bílastæðum. Þetta getur verið raunhæft í litlum fjölbýlum en í stórum blokkum mun alltaf verða einhver sem er á móti og þar sem það nægir að einn sé á móit þá gengur það ekki upp.

Íbúar í slíkum fjölbýlishúsum munu því að óbreyttum lögum um fjöleignarhús ekki geta nýtt sér rafbíla og þar með geta þeir ekki komið sér undan hækkuðum skatti á annað eldslneyti með því að fara yfir á rafbíl. Þessi hækkun skatta verður því bara skattahækkun en ekki hvati til að fara yfir í rafbíl hjá íbúum í stórum og gömlum fjölbýlishúsum vegna þess að þeir hafa ekki þann möguleika að skipta yfir í rafbílinn.

Það er því nauðsynlegt samhliða þessari stefnu stjórnvalda að skattleggja jarðefnaeldsneytið út að tryggja eins og kostur er að allir hafi þann valmöguleika í raun að skipta yfir í rafbíl, þar með talið að breyta lögum eins og lögum um fjöleignahús þannig að það verði raunhæfur kostur fyrir íbúa í þeim húsum að fá sér rafbíl.


mbl.is „Það geta ekki allir keypt Teslur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband