Fyrst og fremst afleiðing af ótraustum gjaldmiðli.

Þessi mikla aukning barnafátæktar er first og fremst afleiðing af krónunni. Hún fell um 50% við bankahrunið og leiddi það til mikillar verðbólgu. Mikil skuldaaukning í erlendum skuldum, ríkis, sveitafélaga og fyritækja olli miklum samdrætti í þjóðarframleiðslu sem olli því að ekki var hægt að bæta launþegum verðbólguna, Vissulega fóru lönd eins og Grikkland, Spánn og Írland illa út úr þessu en þau lentu ekki í hruni gjaldmiðils, hárri verðbólgu vegna þess að þau voru með traustan gjaldmiðil. Þess vegna lentu þau ekki í sambærilegu hruni á kaupmætti launa eins og Ísland né heldur gríðerlegri hækkun erlendra skulda í eigin gjaldmiðli hjá bæði ríki og fyrirtækjum. Þess vegna hefur aukning á fátækt barna í þessum löndum fyrst og fremst einskorðast við þá sem misstu vinnuna en ekki líka þá sem eru í láglaunahópum og lægri hluta miðtekjuhópa eins og gerðist hér.

Ef ekki hefðu komið til þær aðgerðir sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fóru út í til að dreifa þeim byrðum sem hrun krónunnar olli að stærstum hluta til á þá sem betur höfðu það þannig að þeir tekjulgæstu urðu fyrir 9% kjaraskerðingu meðan þeir tekjuhæstu urðu fyrir 30% kjaraskerðingu hefði þessi aukning á fáætkt barna orðið enn meiri. Það er því alveg á tæru að ef núverandi ríkisstjórnarflokkar hefðu verið við völd seinasta kjörtímabil hefði þessi aukning á fátækt barna orðið enn meiri ef marka má áherslur þeirra það sem af er þessu kjörtímabili og þeim 12 árum sem þeir voru í ríkisstórn fyrir árið 2007.

En þeir sem eiga mestu sökina á þessari aukningu fátæktar meðal barna eru þeir sem stóðu í vegi þess að Ísland væri orðið aðili að ESB og búið að taka upp Evru fyrir árið 2008. Vissulega er líklegt að atvinnuleysi hefði orðið tímabundi meira en það varð hér en það hefði ekki orðið sama hrun í kaupmætti launa og til lengri tíma væri atvinnuleysi síst meira en með krónunni.


mbl.is Fátækt íslenskra barna jókst mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikil fátækt barna í Grikklandi, Írlandi, Spáni, Lúxemborg, Ítalíu og Portúgal, er þá væntanlega líka vegna gjaldmiðils viðkomandi ríkja. Varla hefur íslenska krónan svo mikil áhrif að hægt sé að rekja fátækt barna um allann heim vegna hennar.

Gunnar Heiðarsson, 29.10.2014 kl. 01:56

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þrátt fyrir mun verri skell ríkissjóðs og mun meira atvinnuleysi í þessum ríkjum þá jókst barnafátækt mun minna í þessum ríkjum heldur en hér á landi. Það er vegna þess að þau lönd lentu ekki í verðbólguskoti sem rýrði kaupmátt launa eins og við. Þeir lentu heldur ekki í því að lán þeirra hækkuðu gríðarlega ens og hér. Þetta gerðist þrátt fyrir að ríkissjóðir þessara landa hafi nánast ofðið gjaldþrota vegna áratuga óráðsíu í fjármálum ríkisins sem þó var ekki staðan hér.

Skellur almennings vegna bankahrunsins margfaldaðist vegna ónýts gjaldmiðils.

Lúxemburg lenti reyndar ekki í neinni sérstakri kreppu eins og þú ert að halda fram þarna. Ert þú kanski að rugla því landi saman við Portúgal sem ég sé að þú nefnir ekki.

En þessi suður Evrópulönd grófu sína eigin gröf í fjármálum með mikilli óráðsíu í rekstri ríkisins og hefði skellur þeirra orðið mun meiri en hann þó varð hefðu þau ekki verið með traustan gjaldmiðil og aðilar að ESB.

Sigurður M Grétarsson, 29.10.2014 kl. 08:12

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eftir að lesa þennan pistil þinn stór efast ég um andlegt heilbrigði þitt Sigurður.................

Jóhann Elíasson, 29.10.2014 kl. 12:20

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er sammála þér með krónuna - bara ein leið úr þessari vitleysu og hún er ESB.

Rafn Guðmundsson, 29.10.2014 kl. 19:22

5 identicon

Hvað var það annað sem olli hruninu hér, en óráðsía í lánastarfsemi.

Ég hef farið til Spánar í fjöldamörg ár. Alla tíð síðan Spánn gekk í ESB hefur leiðin legið niður á við og er orðið sorglegt að horfa upp á ástandið þar.

Benni (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband