Sorglegt hvernig komið er fyrir Tyrklandi.

Það er sorglegt hvernig komið er fyrir Tyrklandi í dag. Það er ekki nóg með að landið sé að fara´út úr hópi rauverulegra lýðræðisríkja og ríkja sem virða málfrelsi heldur stefnir það líka í að fara úr hópi þeirra ríkja sem viðhafa siðað réttarfar yfir í hóp þeirra ríkja sem beita dauðarefsingum.

Þetta sýnir okkur svo ekki verði um villst að ríki eru aldrei nema einum kosningum frá fasisma. Þess vegna verða kjósendur að vera á vaðrbergi gagnvart öflum sem gætu leitt slíkt yfir þá. Þess vegna er uppganga þjóðernispoppúlistaflokka í Evrópu mikið áhyggjuefni.


mbl.is Gerir ráð fyrir dauðarefsingum á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir þetta, Sigurður.  En eru ekki þessir "þjóðernispoppúlistaflokkar" í Evrópu einmitt að verjast ágangi/öflum af þessu tagi?

Kolbrún Hilmars, 18.3.2017 kl. 14:41

2 identicon

Þetta er Bræðralag múslima.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.3.2017 kl. 21:02

3 identicon

http://avpixlat.info/2017/03/16/heligt-krig-borjar-snart-i-europa-enligt-turkisk-minister/

Þetta sem er að gerast í Tyrklandi og framferði þeirra gagnvart Evrópu er löngu, löngu ákveðið af Erdogan.
Við vesturlandabúar erum svo grandalausir gagnvart hugsunarhætti þessa fólks, að þetta kemur okkur í opna skjöldu.
Eina fólkið sem virðist átta sig á því, hvað er að gerast eru þeir sem einmitt styðja þjóðernisflokka. Þessi Tyrkneski minister er ekki að grínast og hefði aldrei sagt þetta nema með leyfi Erdogans. Hafðu það í huga næst þegar þú ferð að kjörkössunum hverjir hafa skapað þetta ófremdarástand sem nú ríkir í Evrópu. Hver er frumkvöðulinn að fjölmenningunni í Evrópu? Spurðu Svía?

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 18.3.2017 kl. 23:19

4 identicon

Við "vesturlandabúar" ... þú meinar, við "norðurlandabúar".

Hér á "norðurlöndum", erum við "ljóshærðir" og "bláeygðir" ... sem þýðir "asni" og "vitlaus" á öllum tungumálum. Meira að segja Íslensku.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 11:00

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Múslimar í Evrópu eru ekki vandamál. Mesta öryggisógninb eru hægri öfgamenn og fasistar. Þeirra markmið er að taka frelsi af fólki og þó þeir setji það upp í flottan búning þá er það samt markmiðið og verður niðurstaðan ef svo illa fer að þeir komist til valda. Þessir flokkar eru keimlíkir Bræðralagi múslima í Tyrklandi hvað þetta varðar.

Við sjáum þetta einnig í Póllandi þar sem slíkur flokkur hefur komist itl vala og hefur þegar að mestu afnumið tjáningafrelsi og sett ríkisfjölmiðlana beint undir stjórnvöld og gera þeir ekkert annað en að dásama stjórnvöld í dag og flytja áróður þeirra. Þeir eru að reyna að koma á trúarlegu alræði í landinu og hafa meðal annars á stefnuskrá sinni að herða enn meira eina hörðustu fóstureyðingalöggjöf í Evrópj. Fólk sem játar aðra trú en kristni á nú undir högg að sækja í Póllandi og það sama á við um samkynhneigða.

Þau mistök Pólverja að kjósa þessa fasista til valda eru skýrt dæmi um þessa viðvörun að við erum aðeins einum kosningun frá faisma. Svipuð örlög geta orðið hlutskipti þeirra þjoða í Evrópu sem gera sömu mistök og Pólverjar í kosningum heima hjá sér.

Vissulega eru ýmis vandamál í Evrópu vegna mikils flóttamannastraums en hann er afleiðing af strísrekstri sem meðal annars vesturlönd hafa átt þátt í en er að öðru leyti ekki stjórnmálamönnum´í Evrópu að kenna. En þó vissulega séu vandamál sem þarf að taka á þá ar það skot langt yfir markið að tala um "ófremdarástand" í Evrópu.

Sigurður M Grétarsson, 19.3.2017 kl. 12:32

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Pólverjar kusu enga fasista yfir sig. Þeir kusu að standa uppi í hárinu á embættismönnum og pólitíkusum sem þráðu það heitast að komast í pakkann.

Múslimar og Erdogan þar fremstur í flokki eru enn með drauma Ottómanna í sínu farteski og það mun aldrei breytast. Það að reyna að koma viti vesturlanda fyrir slíka drauma, mun einfaldlega snúast upp í martröð og lýsir vel einfeldni, eins og sagt var hér að ofan, bláeygðir og ljóshærðir, hvor heldur sem það er ljóski eða ljóska.

Sagan lýgur ekki og það er alveg sama hvað hver heldur, hún endurtekur sig í sífellu.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.3.2017 kl. 15:01

7 identicon

Múslímar í Evrópu eru ekki vandamálið! Ekki veit ég hversu margir múslímar búa í Evrópu fyrir utan Tyrkneska svæðið, en þeir eru ekki undir 20.000.000.
Allir hryðjuverkamenn sem eru gripnir í Evrópu eru múslímar eða tengdir íslam. Það er nánast hvern einasta dag fréttir frá Evrópu um að hryðjuverkamenn hefi veri gripnir, fyrir utan þau hryðjuverk sem þeir ná að fremja.
Gerum ráð fyrir að 0.1/4 % múslima séu hlynntir hryðjuverkum og-eða eru hryðjuverkamenn, þá eru þeir 50.000 bara hér í Evrópu.
Ef Erdogan stendur við sínar hótanir, að hleypa flóttamönnum inn í Evrópu, þá skalt þú ekki ímynda þér annað en að hryðjuverkamenn noti sér ekki aðstæðurnar, eins og þeir hafa gert hingað til. Nei, múslimar eru ekki vandamálið, hvað þá?

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 19:42

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Póloverjar kusu víst yfir sig fasista sem eru nánast búnir að afnema fjölmiðlafrelsi og gera ríkisfjölmiðla af málpípum stjórnvalda í stað þess að stunda hlutlausa fréttamennsku. þar að auki eru þau þegar að sverfa af réttindum kvenna til fóstureyðinga, að réttindum samkynhneigðra og réttindum þeirra sem játa aðra trú en kristni.

Það er fjöldi hryðjuverka framin í Evrópu af öðrum en múslimjum, það vekur einfaldlega ekki eins mikla athygli fjölmiðla. Hægri öfgamenn sem hata múslima og innflytjendur eru miklu meiri öryggisógn í Evrópu heldur en múslimar.

Sigurður M Grétarsson, 22.3.2017 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband