Lægra útsvar er ávísun á lakari þjónustu borgarinnar.

Það hljómara vel að segjast ætla að lækka skatta en menn verða að horfa á báðar hliðar peningsins því lægri skattar eru ávísun á lakari þjónustu við almenning. Þessi lækkun útsvars sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar þarna er ávísun á bæði lakari þjónustu og hærri gjöld fyrir þjónustu borgarinnar. Hærri leiskólagjöld, hærri gjöld fyrir gæslu eftir skóla hjá yngstu grunnskólabörnum, hærra verð fyrir mat bæði í grunnskólum og fyrir eldrei borgara og að sjálfsögðu lélegra leikskóla- og grunnskólakerfi. Það er ekki hægt að bjóða upp á góða þjónustu á góðu verði nema með því að afla þeirra tekna sem þerf til að standa undir því.

Þessi skattalækkun mun því fyrst og fremst vera kjarabót fyrir tekjuhæstu borgarbúanna en vegna óhjákvæmilegs sparnaðar á móti tekjutapinu mun lakari þjónusta og hærra verð fyrir þjónustu borgarinnar leiða til kjaraskerðingar fyrir þá sem lökust hafa launin.

Á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka skatta á borgarbúa boðar hann að ætla að fara í umfangsmiklar gatnafremkvæmdir og þenja út byggðina sem kallar á miklar framkvæmdir í innviðum sem allt mun kosta borgina margfald meira en borgarlínan sem er sú leið sem núverandi borgarstjórnarmeirihluti vill fara í samgöngumálum. Með því er verið að henda hundruðum milljarða út um gluggan.

Það að boða stórfelldar skattalækkaniar samhliða mikillli aukningu í útgjöldum hefur nafn sem heitir "LÝÐSKRUM".

 


mbl.is Vilja lágmarksútsvar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þjónusta borgarinnar við íbúa getur ekki versnað frá því sem er í dag, svo er mjög lítil fylgni í því hversu hátt eða lágt útsvarið er og svo þjónustustigs sveitarfélaga.

Jóhann Elíasson, 22.5.2017 kl. 09:21

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þjónusta borgarinnar við íbúana er í flestum tilfellum betri og verðin lægri en hjá hinum sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem í öllum tilfellum Sjálfstæðisflokkurinn fer með bæjarstjóratöðuna. Þetta er því feilskot út í myrkrið hjá þér eins og flest sem frá þér kemur.

Það er mjög mikil fylgni milli skattheimtu og opinberrar þjónustu. Það er því  hreint og klárt lýðskrum að lofa bæði lækkuðum sköttum og bættri þjónustu. Menn verða þá að færa fyrir því rök hvernig það er gert og það gerir Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn ekki.

Sigurður M Grétarsson, 22.5.2017 kl. 11:05

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nokkuð ljóst að þú ert staddur í öðru sólkerfi hvað þetta varðar og ert í eigin hugarheimi og menn fá bara mikið meira útúr því að tala við sjálfa sig en að reyna að eiga orðastað við þig.......

Jóhann Elíasson, 22.5.2017 kl. 13:00

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þegar þú ásakar aðra um að vera úr tengslum við raunveruleikann þá ert þú svo sannarlega að kasta steinumn úr glerhúsi. Það að halda að það séu engin tengsl milli tekna sveitafélaga og gæði þjónustu þeirra segir þó nokkuð um það í hversu miklum tengslum við raunveruleikann þú ert.

Sigurður M Grétarsson, 22.5.2017 kl. 13:48

5 identicon

 Flottur pistill hjá þér Sigurður eins og allt sem frá þér kemur. Þegar Sjálfshælisflokkurinn boðar skattalækkanir fær maður hroll því yfirleitt í kjölfarið fylgja gjaldahækkanir og einkavæðingar og upp í huga mér kemur hugmynd sem kom frá SjálfstæðisFLokknum um að einkavæða strætó og gekk hugmyndin út á það að vera bara með þær leiðir í gangi sem voru arðbærar þ.e leið 11 og 12..annað átti að leggja niður. Svo má alls ekki hleypa sjálfstæðismönnum aftur að Orkuveitunni því þeir verða fljótir að eyðileggja það góða starf sem vinstri menn hafa gert fyrir Orkuveituna.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 22.5.2017 kl. 14:23

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er nú ekki úr húm söðli að detta Sigurður. Hversu lengi getur vont versnað????

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.5.2017 kl. 16:28

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hahahahaha!

Besta lína:

"Þessi skattalækkun mun því fyrst og fremst vera kjarabót fyrir tekjuhæstu borgarbúanna"

Þurfa tekjulægri ekki að borga þetta líka?  Mega þeir eitthvað frekar missa spón úr aski sínum?

Ja hérna.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.5.2017 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband