Það er mikilvægast af öllu að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verði utan starfsstjórnar.

Það er spilling og yfirhgylming með meðmælanda barnanýðings sem felldi þessa stjórn. Það er trúnaðarbrestur Sjálfstæðisflokksins sem er vandamálið. Það hefur berlega komið í ljós að þeim er ekki treystandi til heiðarlegs samstarfs.

Það er þess vegna sem mikilvægast er af öllu að ef það verður mynduð starfsstjórn þá verði ráðherrar Sjálfstæðisflokksins utan hennar eða að minnsta kosti að hvorki Bjarni né Sigríður komi þar mærri. Stjórn með Bjarna og Sigríði innanborðs mun einfaldlega ekki njóta trausts þjóðarinnar nér annarra stjórnmálaflokka. 


mbl.is Björt framtíð verði ekki í starfsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lög um uppreista æru eru ævagömul. Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka áfram um að breyta lögunum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.9.2017 kl. 11:42

2 identicon

Nú er bara að sjá til.

En samkv. skoðanakönnun DV þá gætu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins og Framsóknarflokkur myndað stjórn eftir næstu kosningar. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.9.2017 kl. 19:56

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

XD heldur sínu - en Flokkur fólksins stelur senunni vinstra megin.  :)

Kolbrún Hilmars, 16.9.2017 kl. 20:41

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta snýst ekki um hin gömlu lög um uppreist æru. Þetta snýst um það að þarna var pólistísku valdi misbeitt til að freista þess að upplýst yrði að Benedikt Sveinsson hafa stutt það að barnaníðingur sem ekki hefur iðrast og hefur meira að segja sett sig í samband við dóttur fórnarlambs síns fengi uppreist æru. Það ar allt notað. Ráðuneytið gerði allt sem það gat til að koma í veg fyrir að þessar upplýsingar færu út og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd gengu út af fundi þegar nöfn þeirra sem studdu annan barnaníðing voru birt á nefndarfundi með áherslu á að nöfn stuðningsmannanna skiptu engu máli og því ætti ekki að dreifa þeim. Það er þessi misbeiting á pólitísku valdi auk þess að leyna samstarfsflokkana þessum upplýsingum sem olli stjórnarslitunum.

Sigurður M Grétarsson, 18.9.2017 kl. 11:01

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Var atvinnuveitandi að skrifa upp á að aðili hefði stundað vinnu sína af kostgæfni.

Nú gerum við ráð fyrir að atvinnuveitandinn sé nánast skildugur að gefa sönn mæli,um hvernig aðili kom fram í vinnunni.

Um aðra hegðun og hugsun, verða sálfræðingar að fjalla um.

Það að koma aðilum aftur út í þjóðfélagið, og gera þá að nýtum þjóðfélags þegnum, virðist vera gáfulegt.

Að aðili fari að starfa við það sem hann kann, sýnist skinsamlegt.

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 15.10.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 15.10.2017 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband