Umferðastýrð umferðaljós skynja ekki hjólreiðamenn.

Það er sjálfsagt mál að setja reglur um hjólreiðamenn og að sjálfsgðuf eiga hjólreiðamenn að virða umferðaljós. En gallinn er hins vegar sá að mjög víða um allt land eru umferðastýrð unferðaljós það eru ljós þar sem stöðugt logar grænt ljós á aðra götuna en ef ökutæki kemur að ljósunum af hinni götunni þá er skynjari sem nemur það ökutæki og kallar fram grænt ljós fyrir það ökutæki. Gallinn við þetta fyrirkomulega er það að fæst þessara ljósa skynja hjólreiðamenn og því kallast ekki fram grænt ljós þó hjólreiðamaður komi að þessum gatnamótum. Hjólreiðamaðurinn þarf því að velja milli þess að bíða þangað til næsti bíll eða annað ökutæki sem þessi ljós skynja kemur að gatnamótunum og kallar fram grænt ljós eða að fara yfir á rauðu ljósi. Oft getur biðin eftir næsta ökutæki sem ljósin skynja orðið ansi löng.

Landsamtök hjólreiðamanna hafa ítrekað bent löggjafanum á þetta þannig að það er ekki óviljaverk að þessi lög eru sett svona án þess að taka á þessu vandamáli og getur slíkt ekki talist annað en forkastanleg vinnubrög löggjafans.


mbl.is Nýtt sektarákvæði fyrir hjólreiðafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neitunarvaldið er tímaskekkja sem hindrar Öryggisráðið í að sinna hlutverki sínu.

Það er löngu orðið tímabært að afnema allt neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og vil ég skoira á Guðlaug að beita sér fyrir því innan SÞ að það verði gert.

Þetta neitunarvald hefur komið í veg fyrir að Öryggisráðið hafa getað beitt sér sem skyldi gegn ólöglegur hernámi og landráni Ísraela, á ólöglegu hernámi Kínverja á Tíbet og innlimun Rússa á Krímskaga svo dæmi sé tekið en þau dæmi eru mun fleiri.

Ég er sannfærður um að ef Ísland myndi beita sér fyrir því að þetta neitunarvald yrði afnumið myndu mjög margar þjóðir styðja það og margar þeirra stíga á vagninn með Íslandi.

 


mbl.is Aðgerðirnar eru skiljanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snýst um að banna umskurð að viðkomandi einstaklingi forspurðum.

Það er rétt hjá Agnesi að það er mikilvægt að koma í veg fyrir að umskurður sé framvkæmdur bak við luktar dyr af fólki sem ekki kann til verka og jafnvel með ófullnægjandi áhölgum. En það sem Agnes skautar hér framhjá er að það er enn mikilvægara að koma í veg fyrir að það sé verið að fjarlægja heilbrigðan líkamsvef af drengjum að þeim sjálfum forspurðum. Það getur ekki talist vanvirða við nein trúarbrögð að banna slíkt enda er réttur drengsins mikilvægari en trúarsetningar. 

Það er einnig misskilningur að það standi til að banna umskurð með þessu frumvarpi. Það stendur bara til að banna umskurð barna yngri en 18 ára og það að þeim forspurðum. Karlmenn úr hópi gyðinga geta eftir sem áðurð  látið umskera sig þegar þeir eru orðnir 18 ára og hafa náð þroska til að skilja hvað í því felst að gera slíka aðgerð og geta þar með sjálfir tekið um það upplýsta ákvörðun hvort þeir vilji láta gera hana.

Og það er bull að þetta sé ófrávíkjanleg regla hjá gyðingum. Það láta ekki allir gyðingar umskera börn sín og enn stærri hluti foreldra vill helst ekki gera það en lætur undan félaglegum þrýstingi að gera það samt. Meira að segja í Ísrael hafa kannanir sýnt að um þriðjungur foreldra vill helst ekki umskera syni sína en gera það samt annað hvort út af félaglegum þrýstingi eða trúar sinnar á því að í því felist heilsufarslegur ávinningur. Það er ekki hvað síst stuðningur við þennan hóp gyðinga að banna umskurð. Það hjálpar þeim að standast þennan félaglega þrýsting.


mbl.is „Ekki frumvarp um það að banna umskurð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband