Skattur á fólk sem býr í blokkum.

Vissulega er aukin skattur á jarðefnaeldsneyti ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að minnka hlug þeirra í samgöngum. En þá þarf helsti valkosturinn á móti þeim að vera aðgengilegur öllum. Helsti valkosturinn gagn bílum sem nota jarðefnaeldsneyti eru bílar knúnir áfaram með rafmagni. Gallinn er hins vegar sá að það eru ekki allir sem geta nýtt sér þann möguleika. Það stafar af því að til þess að geta nýtt sér hann þá þurfa menn að hafa aðstöðu til að hlaða rafbílinn á móttunni nálægt heimili sínu en sá til að geta haft þann möguleika þurfa menn að hafa bílastæði sem þeir geta sett hleðslustöð á. Ef þeir hafa það ekki þá þufa þeir alltaf að nota hraðhleðslustöð sem hugsanlega er langt frá heimili þeirra auk þess sem slík hleðsla slýtur rafgeyminum hratt en hann er dýrasti hluti bílsins.

Fæstir þeirra sem búa í blokkum eiga tiltekið bílastæði heldur hafa þeir aðeins aðgang að stóru bílaplani en eiga þar ekkert tiltekið bílastæði. Þeir hafa því ekki möguleika á að setja hleðslustöð við tiltekið stæði því þeir hafa ekki ráðstufunarrétt yfir neinu tilteknu stæð.

Vissulega er hægt að segja að húsfélög gætu sett upp hleðslustöðvar á tiltekin stæði fyrir rafbíla en til þess að það gangi upp þarf að vera hægt að meina öðrum en þeim sem eru þar að hlaða bíla sína að nota þau stæði því annars væri ekki hægt að treysta því að þau séu laus þegar þarf að hlaða rafbílana. En til að brayta notkunarrétti á stæðum sem nú eru til rástöfunar fyrir alla íbúa blokkanna og veita tilteknum aðilum einkarétt á notkun þeirra þarf 100% samþykki eiganda þeirra íbúða sem mynda nýtingarrétt á bílastæðinu. Það geta verið fleiri en eitt húsfélag. Ef einn af þeimn sem í dag telst til eigenda bílaplansins samþykkir það ekki þá er ekki heimilt að takmarka áframhaldandi rétt allra til notkunar á þeim stæðum.

Það eru þvi nokkrir hlutir sem þarf að gera til að það sé raunhæfur möguleiki fyrir íbúa í blokkumn að fá sér rafbíl. Bæði þarf að breyta lögum um fjöleignahús þannig að hægt sé að taka frá stæði fyrir rafbíla án þess að til þess þurfi 100% samþykki og svo þurfa sveitafélögin að vinna með húsfélögum að finna laustnir á þeim málum og jafnvel skapa lausnir á bílastæðum í eigu sveitafélaganna í nágrenni við bolkkirnar. 

Ef þetta er ekki gert verður aukinn skattur á jarðefnaeldsneyti einfaldlega aukinn skattur á fólk í blokkumn því það hefur ekki aðra möguleika nema þá hugsanlega metanbíl eða að taka upp bíllausan lífstíl. Það er takmörk fyrir því hversu marga metanbíla hægt er að þjónusta þannig að í raun stendur þá eftir bíllaus lífstíll. Aukin skattur á jarðefnaeldsneyti án þess að fundin sé viðunandi lausn til að fólki í blokkum geti nýtt slika bíla er þá einfaldlega aukinn skattur á fólk í blokkum sem hefur ekki annan raunhæfan valkost en að einfaldlega borga hann því þeir geta ekki fengið sér þá tegund bíls sem kemur þeim undan þeim skatti eins og það fólk sem á bílastæði.


mbl.is Nýir skattar á bíla minnki losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband