Neitunarvaldið er tímaskekkja sem hindrar Öryggisráðið í að sinna hlutverki sínu.

Það er löngu orðið tímabært að afnema allt neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og vil ég skoira á Guðlaug að beita sér fyrir því innan SÞ að það verði gert.

Þetta neitunarvald hefur komið í veg fyrir að Öryggisráðið hafa getað beitt sér sem skyldi gegn ólöglegur hernámi og landráni Ísraela, á ólöglegu hernámi Kínverja á Tíbet og innlimun Rússa á Krímskaga svo dæmi sé tekið en þau dæmi eru mun fleiri.

Ég er sannfærður um að ef Ísland myndi beita sér fyrir því að þetta neitunarvald yrði afnumið myndu mjög margar þjóðir styðja það og margar þeirra stíga á vagninn með Íslandi.

 


mbl.is Aðgerðirnar eru skiljanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband