Frábært framtak og svo þarf einnig að setja meiri kraft í að minnka notkun einkabíla.

Það er hið besta mál að auka hlut vistvænna bíla ú umferðinni eins og kostur er. Hins vegar munum við alltaf ná takmörkuðum árangri í að draga úr mengun vegna samgangna án þess að setja of mikið land undir orkuöflun meðan samgöngur eru að jafn stórum hluta í formi aksturs einkabíla eins og nú er. Þetta á bæði við um Ísland og allan heiminn. Það mun alltaf kosta talsverða mengun og/eða notkun lands að framleiða bíla, orku á þá og byggja öll þau samgöngumannvirki, sem mikil notkun einkabíla kallar á.

 

Það er því mikilvægt að leggja mikinn kraft í að minnka hlut einkabíla í samgöngukerfi heimsins og þar með talið Íslands. Það þarf að auka verulega hlut almenningssamgangna og hjólreiða í samgöngum. Einnig þarf að auka samnýtingu einkabíla. Því þarf að beina sjónum meira að þeirri hlið og þar með gera þeirri hlið meira vægi varðandi leiðir til að draga úr mengun.

 

Það er hins vegar staðreynd, sem við komumst ekki framhjá að bílar gegna og munu áfram gegna miklu hlutverki í samgöngum heimsins og því er einnig nauðsynlegt að minnka eins og kostur er mengun frá þeim. Þess vegna er framtak eins og þetta nauðsynlegt.


mbl.is Ráðherra afhenti 10 vetnisrafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband