Ráðherra sem fer ekki eftir samþykktum Alþignis verður að víkja.

Sem þingmaður sækir Jón umboð sitt til kjósenda og þarf að virða trúnað sinn við þá. Hann þarf reyndar líka að taka tillit til stórnarsáttmála sem hann sjálfur samþykkti þegar ríkisstjórnin var mynduð. Það dettur engum kjósanda í huga að stjórnmálaflokkur sem ekki nær meirihluta á þingi geti staðið við öll sín kosningaloforð og því gera allir sér grein fyrir því að það þarf að fórna eihverjum þeirra í stjórnarmyndunarviðræðum til að ná öðrum málum í gegn. Það eru svik við kjósendur að nýta ekki tækifæri til þess þó vissulega sé ekki í lagi að fórna hverju sem er við stjórnarmyndun. Átökin og ákvarðanirnar um það hvaða málum skal fórna og hverjum skal haldið til streytu fara fram þegar ákvörðun er tekin um það hvort menn samþykki stjórnarsáttmála við annan eða aðra flokka eða ekki. Þegar niðurstaða liggur fyrir í því efni virða allir stjórnmálamenn með viti sem vilja láta taka sig alvarlega þann stjórnarsáttmála sem gerður er og þá sérstaklega þeir sem taka að sér ráðherraembætti.

Í okkar stjórnkerfi eru ráðherrar valdir formlega á Alþingi og því er trúnaður þeirra fyrst og fremst við Alþingi þó sömu menn hafi trúnað sem þingmenn við kjósendur. Það er því eðlilegt að ráðherra sem stendur ekki undir trúnaði sínum við Alþingi og fer ekki eftir svo ekki sé talað um þvælist fyrir ákvörðunum þess sé látin víkja.

Það er einnig rangt í yfirlýsingu Jóns að verið sé að víkja honum burt vegna ESB afstöðu sinnar. Vissulega hefur það sitt að segja þegar ráðherra þvælist fyrir ákvörðunum Alþingis í jafn veigamiklu máli og ESB aðildarumsókn er en Jón hefur líka klúðrað áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu svo illa að það er orðin mikil hætta á því að ekki takist að gera nauðsynlegar breytingar á fiskveiðistórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili og þar sem það er veruleg hætta á að eftir næstu kosningar komist til valda aðilar sem ekki vilja breyta þessu kerfi þá er hætta á að Jón sé þarna búin að klúðra sögulegu tækifæri til að færa arðin af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar.

Svo bullar Jón út í eitt um að hann sé að standa vörð um fullveldi Íslands. Þarna er hann að vísa í það dómsdagsbull sem ESB andstæðingar eru alltaf að fara með um að fullveldi Íslands stafi einhver ógn af ESB aðild.

Þessi yfirlýsing Jóns er því ekkert annað en grátur manns sem var settur af vegna þess að hann stóð ekki undir væntingum í sínu starfi og þvældist fyrir þeim verkefnum sem honum var falið að vinna að þegar honum var treyst fyrir embættinu. Hann er að reyna að láta líta svo út að ástæða brottvikningar hans sé af einhverju öðru en þeirri vanhæfni sem hann sýndi í sínu embætti.


mbl.is Látinn víkja vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú þarna viðskiptafræðingur og samfylkingarmaður, Þessi ríkisstjórn talaði um gagnsæi og hvar er það? Stóru bankarnir reistir upp sem fjárfestingarbankar með áhættugrunninn Tier 1 innan Basel 2 og sá grunnur tekur mið að hlutafé og yfirverði þess í félögum sem banki á á opnum markaði og ég spyr hvar er þessi opni markaður, svo eru þessir  bankar að fá víkjandi lán sem þeir meiga ekki sem fjárfestingar bankar, Svo er ekki skilið á milli nýju og gömlu bankanna fyrr en í júní 2012 og skuldabréfin eru ennþá stíluð á gömlu bankanna svo að það þýðir að það er ekkert að marka hagnað nýju bankanna sem er tæknilega falskur.

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 23:08

2 identicon

Þetta svar frá þér Valgeir er eitt það magnaðasta svar sem ég hef nokkurntíma lesið. Náði á 8 línum að hitta ekki á eitt orð sem hefur eitthvað með málið að gera. Vel gert!!!

Símon (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 23:15

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er líka einstaklega mikil áhersla á að þingmenn fari eftir sinni sannfæringu.

Jón Bjarnason gerir það sem þingmaður og ráðherra.

Allt hitt PAKKIÐ, fer eftir einræðisherrum flokkanna sem gera ekkert annað en níðast á heimilunum í landinu.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.12.2011 kl. 23:51

4 Smámynd: Sólbjörg

Vá, hvað þú ert fróður Sigurður, það mætti halda að þú sæktir heilaþvotta- bullu fundi hjá ESB í hverri viku.

Sólbjörg, 31.12.2011 kl. 00:43

5 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

LÍÚ hljóta að vera mjög sorgmæddir yfir því að missa sinn mann úr  ríkisstjórninni.

Jón er búinn að fá allt of lengi að þvælast fyrir nauðsynlegum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Finnur Hrafn Jónsson, 31.12.2011 kl. 00:46

6 Smámynd: Sólbjörg

Meinar þú kvótaeigandinn Steingrímur J sé sorgmæddur að missa Jón? jú það er rétt hjá þér, Steingrímur sagði það sjálfur í fréttum.

Sólbjörg, 31.12.2011 kl. 00:51

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það þætti mér skrýtið ef BARA Jón Bjarnason hafi verið í vegi fyrir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég skal lofa þér því Finnur Hrafn Jónsson, að allir þingmenn og ráðherrar skríði fyrir fótum LÍÚ og sleiki á þeim rassgatið þegar upp er staðið. Mafían er of stór fyrir þingið.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 31.12.2011 kl. 02:56

8 Smámynd: Sólbjörg

Rétt Ólafur, enda ræður Steingrímur J og hefur töglin og haldirnar til að gæta sinna eigin hagsmuna sem fara saman með LÍÚ. Alveg eins og Halldór Ásgríms á sínum tíma.

Sólbjörg, 31.12.2011 kl. 08:46

9 identicon

Þetta er alrangt hjá þér Sigurður.

Jón Bjarnason fór alveg eftir stjórnarsátttmálanum, þó svo að hann væri ekki sáttur við að sótt skildi um ESB aðild.

Enda var í stjórnarsáttmálanum sem þér er svo tíðrætt um ákvæði um að sérhverjum í báðum stjórnarflokkunum væri algerlega heimillt að hafa sýnar sérskoðanir á þessum málum.

Það var hinns vegar ekki virrt og litið mjög illu auga af Samfylkingunni þegar VG ráðherrar eða aðrir þingmenn sýndu opinberlega andúð sína á ESB.

Jón Bjarnason fór algerlega eftir samþykktum Alþingis um þá fyrirvara sem landbúnaðar- og sjávarútvegs nefnd Alþingis settu fyrir stuðningi sínum við ESB aðild og var mjög nákvæmur í því að fylgja þar samþykktum Alþingis.

Það gat hinns vegar Samfylkingin og ESB samninganefnd þeirra alls ekki þolað því að það stefndi ESB viðræðunum í stórhættu að þeirra mati Á engan hátt mátti styggja hina háheilögu samninganefnd ESB sem hefur stjórnað öllu fiðræðu og aðlögunar ferlinu frá upphafi til enda.

Íslenska viðræðunefndin með Össur utanríkis í broddi fylkingar vildu aldrei hafa nein greinileg samningsmarkmmið heldur ætíð geta togað og teigt og farið á svig við vilja Alþingis þegar það hentaði og breytt reglum og viðmiðunum í takt við þær kröfur sem ESB vildi hverju sinni.

Það sætti Jón Bjarnason sig ekki við og þess vegna var hann rekinn úr Ríkisstjórninni með svívirðingum og skömmum !

En það mun styttast í það að þjóðin sjálf mun loks fá tækifæri til þess að hafna þessu ESB rugli öllu saman með miklum mun og þá mun Jón Bjarnason fá uppreisn æru, fyrir það eitt að standa með samþykktum Alþingis, þjóð sinni og þess fólks sem kaus hann !

Þá munt þú og reyndar margir fleiri úr ESB trúboðinu á Íslandi þurfa að biðja þjóð ykkar opinberlega auðmjúklega afsökunar Sigurður M. Grétarsson !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 18:02

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Valgeir Einar Ásbjörnsson. Það er reyndar rétt sem Símon segir að það sem þú skrifar kemur því máli ekkert við sem er hér til umræðu. Þó vil ég benda á að þú ferð með rangt mál varðandi stofdagsetningu bankanna. Þeir verða ekki stofnaðir í júní 2012 því það var gert árið 2010. Það sem gerist á þessu ári er að endanlegt verðmat á lánasöfnum gömlu bankanna við sölu þeirra til nýju bankanna á sér stað. Þegar nýju bankarnir voru stofnaðir var það gert með lágmarks eigin fé og því var ekki hægt að taka mikla áhættu með þeim því tap hefði strax leitt til að það hefði þurft að leggja þeim til aukið eigin fé og það hafði ríkissóður ekki mikð bolmagn til að gera. Því var ákveðið að áhættan varðandi mögulegar innheimtur skuldabérasafnanna færi á þrotabú gömlu bankanna og því ákveðið að það skuldabréf sem nýju bankarnir gáfu út við kaupin á skuldabréfasöfnum nýju bankanna væri ekki með fastri tölu heldur breytilegri tölu eftir því hvaða verðmat lagt væri á lánasöfnin árið 2012 þegar minni óvissa væri um verðmæti þeirra.

Nýju bankarnir halda því þeim hagnaði sem verið hefur á þeim hingað til.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2012 kl. 00:07

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ólafur Björn Ólafsson. Það er alveg rétt hjá þér að þingmenn eru einungsi bundnir af sannfæringu sinni. Það á hins vegar allt annað við um ráðherra. Þeir eru einingis embættismenn sem ber að framkvæma vilja Alþingis. Það hefur Jón Bjarnason ekkki gert og því hlaut hann að víkja. Ráðerra sem ekki ver eftir ákvörðunum Alþingis er eins og forstjóri í hlutafélagi sem fer ekki eftir ákvörðunum aðalfundar. Hann er að bregðast í starfi og þarf því að víkja.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2012 kl. 00:10

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sóilbjörg. Þú þarft að útskýra þetta betur með "heilaþvottadeildina". Ég er hér einubgis að nefna staðreyndir um það hvernig íslenskt stjórnkerfi virkar og einnig varðandi mýtuna um að ESB aðild ógni fullveldi okkar.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2012 kl. 00:12

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðlaugur Ingvarsson. Alþingi samþykkti að sækja um ESB aðild og því fylgir að vinna þá vinnu sem þarf til að hægt sé að ljúka samningum. Það felst í rýnivinnu til að sjá í hverju munurinn á íslenskum relgum og ESB reglum liggur í hverjum málaflokki fyrir sig. Það felst einnig í því að gera íslenskar sjórnsýslustofnanir færar um að gera þær breytingar sem þarf á íslensku stjórnkerfi verði ESB aðild samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu á þeim tíma sem líður milli samþykktar og formlegrar aðildar.

Hvað varðar þá samþykkt að hverjum þingmanna stjórnarflokkana væri heimilt að hafa sínar skoðanir á ESB aðild í stjórnarsáttmálanum þá snýst hún um að þeim er hverjum og einum heimilt að berjast með eða móti samþykkt aðildarsamnings í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðs.lunnar en ekki um að þeim sé heimilt að leggja stein í götu þess að klára aðildarviðræðurnar.

Eins gi ég benti á í svari til Ólafs Björns Ólafssonar þá hefur hvaða þingmaður sem er heimild til að hafa sínar skoðanir en ráðherra ber að framkvæma vilja Alþingis óháð sínum skoðunum. Hann er einfaldlega embættismaður sem hefur það hlutverk að framkvæma vilja Alþingis og geri hann það ekki er hann að bregðast skyldum sínum.

Samningsmarkmiðum okkar hefur ekki verið breytt meðan á aðlidarviðræðum stendur. Ástæða þess að samningsmarkmið eru ekki gefin upp er einfaldlega sú að það gengur ekki upp í samningum almennt að mótaðilar viti samningsmarkmið hvors annars. Báðir aðilar gera sér grein fyrir því að aðildarsamningur þarf að vera þannig að bæði íslenska þjóðin samþykki hann í þjóðaratkvæðagreiðslu og að öll hin 27 eða væntanlega 28 aðildarríkin samþykki hann líka. Einungis þannig getur Ísland orðið aðili að ESB.

Það er erfitt að spá og þá sérstaklega um framtíðina og því er það enn alveg óljóst hvort aðildarsamningur verður samþykktur eða ekki. Þó stuðningur við ESB aðild sé ekki mikil í dag samkvæmt skoðanakönnunum þá er það einfaldlega þannig að meðan aðildarsamningur liggur ekki fyrir þá móta menn sér skoðanir út frá því sem menn telja að hann muni innihalda og hvaða afleiðingar ESB aðild hefur fyrir Ísland. Því miður eru nú í gangi ýmsar mýtur og hræðsluráróður sem á sér enga stoð í raunveruleikanumn og stór hluti þjóðarinnar trúir. Þar má meðal annars nefna mýttuna um að líklegt sé að við töpum einhverjum auðlindum við það að ganga í ESB, að ESB aðild muni rústa íslenskum landbúnaði eða að við missum sjálfstæði okkar og fullveldi við að ganga í ESB. Allar þessar fullyrðingar eru bull en stór hluti þjóðarinnar trúir þessu samt. Væntanlega munu margir þeirra sem nú trúa þessum rangfærslum átta sig á því að um rangfærslur er að ræða þegar aðildarsamningur liggur fyrir.

Þegar niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðildarsamning að ESB liggur fyrir vinnum við bara úr málinu út frá niðurstjöðu hennar hver sem hún er en það gefur engum uppreist æru eða kallar á afsökunarbeiðni eins né neins. Jón Bjarnason brást einfaldlega skyldum sínum með því að fara ekki eftir samþykktum Alþingis og niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning að ESB breytir engu um það hver sem hún verður.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2012 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband