Allt of miklar takmarkanir á notkun þessara hjóla.

Það er þarft mál að þrengja skilgreininguna á reiðhjóli þannig að hún nái aðeins til hjóla sem hafa þann eiginleika reiðhjóla að menn snúa sveif til að komast áfram þó menn geti líka notið aðstoðar hjálparvélar. Hitt er annað mál að það er allt of stíf skilgreining að gera rafskutlu sem aðeins nær 25 km. hraða að skránoingarskyldu ökutæki sem þarf skllinöðrupróf og að lágmarki 15 ára aldur til að stjórna. Það hlýtur að vera hægt að skilgreina þessi tæki í sérstakan flokk sem lítur sérstökum reglum.

Hvað varðar það hvar hægt er að nota þessi hjól þá skulum við ekki gleyma því að maður á reiðhjóli nær auðveldlega meiri hraða en 25 km. á klst. Vissulega eru þetta þyngri hjól óg það getur gert hættu fyrir gangandi vegfarendur meiri en reiðhjól en að banna þessi hjól alfarið á göngustígum er full langt gengið. Það hlýtur að vera hægt að flokka þá einhvern veginn í sundur. Að sjálfsögðu ætti að vera heimilt að nota þessi hjól á sérstökum hjólreiðastígum.

Það er þó mest af öllu út í hött að banna notkun þessara hjóla á götum með meira en 50 km. hámarkshraða. Það takmarkar notkun þessara hjóla enda þarf oft að fara miklar krókaleiðir til að komast milli staða á höfuðborgarsvæðinu ef ekki er heimilt að fara um 60 km. göturnar. Sem dæmi mun ekki vera hægt að fara milli Reykjavíkur og Kópavogs á þessum hjólum ef bæði er bannað að nota göngustíga og görur með meira en 50 km. hámarkshraða. Þetta lokar einnig á þann möguleika að ferðast um þjóðvegi landsins á þessum hjólum.

Þetta eru mun meiri takmarkanir en eru á reiðhjólum en það er heimilt að nota þau á öllum vegum og þannig þarf það að vera til að þetta verði raunhæf farartæki. Reiðhjól eru mikið notuð á götum með yfir 50 km. hámarkshraða og hafa ekki hlotist mörg slys af þeim sökum. Það eru því engin rök fyrir því að banna umfeðr rafskutlna á slíkum vegum.

Við skulum heldur ekki gleyma því að þegar snjóar eru það stofnbrautirnar sem flestar eru með 60 km. hámarkshraða sem eru fyrst ruddar og því oft einu færu samgöngumarnnvirkin fyrir hjólreiðamenn og þá sem eru á rafskutlum. Það er því mjög mikilvægur réttur fyrir þá að geta notað þessar götur þegar þannig háttar til.


mbl.is Ákvæði um vespur ekki innleidd 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ef þessi breyting nær fram að ganga, ætli fólk sem þegar hefur keypt þau fái þá endurgreitt, þar sem forsendur fyrir kaupum á þeim verði þá gjörbreyttar ? Verði þetta eins og þú lýsir, þá er erfitt að sjá hvaða gagn eigendur hjólanna muni hafa af þeim. Þau verða þar með verðlaus. Eða svo gott sem amk. Það er merkilegt að fólki sé í raun bannað að bjarga sér á þægilegan og ódýran hátt. Það er kannski tilgangurinn, því of margir sjá fram á tap ef fleiri og fleiri fá sér svona hjól.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.3.2012 kl. 14:05

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er alveg rétt hjá þér. Þegar svona er gert þá þarf að hafa meiri fhyrirvara á þessu.

Það er ekki nóg að með því að banna notkun rafskutlanna bæði á göngustígum og götum með meira en 50 km. hámarkshraða er ekki bara verið að útiloka að fara á þeim milli Reykjavíkur og Kópavogs heldur líka almennt milli sveitefélaga á höfuðborgarsvæðinu og einnig milli hverfa í Reykjavík nema í undantekningartilfellum. Það verður til dæmis útilokað að fara milli hverfa austan og vestan Elliðaár og bara almennt útilokað að fara milli nýjustu hverfanna í Reykjavík. Það verður einnig í mörgum tilfellum erfitt að fara milli hverfa í eldir hluta borgarinnar.

Með þessu verða rafskutlurnar einugnis nothæfar í stytrri ferðir innan hverfa. Þar með eru þessi ódýru og umhverfisvænu farartæki í raun dæmt úr leik sem samtöngutæki.

Sigurður M Grétarsson, 17.3.2012 kl. 14:47

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

Reiðhjól fara oft hraðar en rafmagnsvespur allaveganna niður brekkur ,það sem mér finnst einkenna rafmagnsvespurnar er jöfn hröðun upp og niður brekkur. Því eru rafmagnsvespurnar jafnvel öruggari en reiðhjól.

Vilja tryggingafélögin og skattmann ekki komast með puttana í rafmagnsvespurnar ?

Hörður Halldórsson, 18.3.2012 kl. 08:01

4 identicon

Já þetta er sko þöf umræða. Fyrir mér er þetta ekkert annað en dulbúningur á nýjum álögum og sköttum fegrað í þann búning að ekki hafi verið fyllt eftir reglugerð frá árinu 2004. Þetta frumvarp sannar enn og aftur hvað þetta fólk í embættismannakerfinu og á þingi er gjörsamlega ú sambandi við raunveruleikann. Enda ekki nema von, með tryggðan lífeyri og biðlaun og dagpeninga og allskonar fríðindi, þannig að svona gjöld fyrir þeim eru smáaurar. En hjá okkur almenning, þar sem hver króna er eins og tíkall, eru þessar skutlur alveg frábær kostur í því að geta ferðast á milli ódýrt og svo ég tali nú ekki um hversu umhverfisvænar þær eru. Var ekki þessi helferðarstjórn með það að markmiði að auka vistvænar samgöngur..?? Það er ekki hægt að sjá á þessu. Samkvæmt þessu frumvarpi, þar sem hraðinn er skilgreindur, er nokkuð ljóst að ansi mörg reiðhjólin eru orðin að bifhjólum og þar af leiðani skráningar og tryggingarskyld og jafnfram skylt að nota bifhjólahjálm, ekki reiðhjólahjálm. Hagsmunir reiðhjólamanna eru einnig undir, þó þeir geri sér ekki grein fyrir því eins og er. Það er vitað að Steingrímur sá ofsjónum yfir þessari glufu fyrir okkur almenning að geta ferðast ódýrt og var sett í nefnd á hans vegum til að finna út úr því hvernig hægt væri að skattleggja þetta. Enda alveg ólíðandi að almennigur geti nýtt sér þennan ódýra kost til að ferðast á milli. Um leið og þetta verður gert skráningarskylt, koma tryggingarnar, en í dag fellur þetta undir heimilstryggingu, og þá verður verðið á þessu svo hátt að engin sér hag sinn í því að nota svona tæki. Hér skal allt gert til að eyðileggja þann litla munað sem hægt er að veita sér í vali á virkilega ódýrum og skemmtilegum ferðamáta. Fari fram sem horfir, verður ekki langt að bíða að prófskylda verður sett á hlaupahjól og þríhjól og þar með er Ísland búiða að setja enn eitt heimsmetið, og þá á ég við  með embættis og þingmanna heimsku.

Kveðja

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 13:15

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir flest af því sem sagt er hér að ofan um þetta mál og bendi á bloggpistil minn um það fyrir tveimur dögum.

Ómar Ragnarsson, 18.3.2012 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband