Væri þá ekki ráð að stytta vinnuvikuna í 4 daga.

Ef á annað borð er farin sú leið að stytta vinnuvikuna í 35 stundir þá tel ég mun skynsamlegra að stytta vinnuvikuna í 4 daga heldur en að stytta vinudaginn í 7 tíma. Þá væri vinnudagurin 8 tímar og 45 mínútur. Þá væri sem sagt verið að lengja vinnudaginn um 45 mínútur en fækka vinnudögunum um einn. 

Þetta myndi bæta enn meira í frítíma almennings því ferðum til og frá vinnu fækkar þá um eina. Þetta kæmi einnig betur út í mörgum starfsgreinum því það fer oft talsverður tími í að komast af stað því það þarf oft ákveðin undirbúning og einnig fer oft talsverður tími í frágang eftir vinnudag.

Ef þetta væri gert með þeim hætti að enn væri 5 virkir dagar og það væri síðan mismunandi hvaða dagur væri frídagur sem gæti jafnvel verið flótandi gagnvart einstaka starfsmönnum þá væri þetta líka til þess að minnka álagstoppa í umferðinni því á hverjum virkum degi væru 20% vinnandi manna í fríi.

Þetta gæti líka nýtt betur húsnæði tæki og aðra aðstöðu af sömu ástæðu það er að á hverjum virkum degi væru 20$% starfsmannanna í fríi. Ef sama kerfi væri síðan í grunnskólum og leikskólum þannig að börnin væru í fríi á sama tíma og foreldrarnir þá væri líka betri nýting á húsnæði og aðstöðu þar. Það gengi hins vegar illa upp í fámennum skólum og kallar á að lengra sé gengið í einstaklingsmiðuðu námi en er í dag.

Það sem einnig gæti bætt framleiðnina við að nota þessa aðferð er að þá væru launþegar í fríi einn virkan dag í viku og þá væri hægt að ætlast til þess að öll skreppin þeirra sem í dag þurfaað vera á vinnutíma vegna þess að það þarf að sækjat til aðila eða stofnana með venjulegan vinnutíma væri sinnt á virka frídeginum og þar með myndi skrepp úr vinnu minnka verulega.

Af öllu ofantöldu tel ég betra að fækka vinnudögum en að stytta vinnudaginn ef menn ætla sér í alvöru að stytta vinnuvikuna.


mbl.is Vinnuvikan verði 35 stundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tilgangurinn er ekki að fjölga frídögum heldur að ná sömu afköstum með færri vinnustundum. Fjölgun frídaga og lenging vinnudags skila ekki sömu afköstum og styttri vinnudagur og því væri ekki hægt að borga sömu laun fyrir þá vinnu. Þetta byggir á rannsóknum og tilraunum, starfsmenn draga úr afköstum þegar líða fer á daginn, en ekki því hvað þú heldur að kæmi best út fyrir þig, einstaka vinnustaði eða umferð.

Vagn (IP-tala skráð) 21.10.2015 kl. 03:19

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er ljótt ef allir þurfa að fara að hanga kauplauasir á facebook heima sér. Mér líst ekkert á þetta. Verð baraata að segja það.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.10.2015 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband