Þvílíkt kjaftæði og útúrsnúningur biskups.

Þetta er þvílíkt kjaftæði og útúrsnúningur hjá Agnesi að það hálfa væri nóg. Það hefur engin verið að ætlast til þess að dyrum kirkjunnar sé lokað fyrir börnum. Því hefur einungis verið mótmælt að grunnskólar og léikskólar séu að smala börnum í kirkju. Þetta er það mikill megin munur að menneskaj með þá menntun sem Agnes hefur veit þetta. Hún er því með vísvitandi blekkingar í jólamessu í Dómkirkjunni.

Það er vel hægt að sinna menningararfi okkar án þess að grunnskólar og leiksólar smali börnum i kirkju enda var það gert vel áður en þessar heimsóknir hófust sem eru nýlegur siður sem ekki er fyrir vikið ekki komin nein löng hefð á. 

Hðfum ennigi á hreinu að þessar heimsóknir eru til þess að fá fleiri börn í kirkjkuna en ekki til að sinna neinum þörfum skólanna eða barnanna. Skólarnir geta vel sinnt sinni trúarbragðakennslu iog rækt við menningararf okkar án þessara heimsókkna og börnin hafa enga þörf fyrir þessar heimsókmnir þó sumum þeirra geti þótt þær skemmtilegar en öðrum drepleðinlegar.


mbl.is Enginn Ágústínus sem stjórnar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Ég vil láta banna alla trúarbragðakennslu, t.d. tel ég það alveg forkastanlegt að vera að trana fram kvæðum eins og Völuspá og Hávamálum við kennslu í skólum landsins, það er hreint trúboð fyrir Ásartrú.yell

Hörður Þormar, 25.12.2016 kl. 22:29

2 identicon

Heyr, heyr!

Sammala sidasta raedumanni, Og baeti eg thvi vid ad banna aetti einnig ithrottir i skolum, thar sem verid er ad gera ut a boltadyrkun og yta undir annarlegar ofhreysti ymiskonar.

Vel eg tha frekar ad "dyrka" sofann og kartofluflogurnar.

Fridbert Geir (IP-tala skráð) 25.12.2016 kl. 22:51

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað eiga skólarnir að fara með börnin í kirkjur og halda littlu jólin í skólunum í desember mánuði, kemur ekki til með að skaða börnin.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 26.12.2016 kl. 04:47

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jóhann, eru það einu rökin - að það komi ekki til með að skaða börnin?

Ég get nú sagt þér það að dóttur minni leið verulega illa yfir þessum heimsóknum - hún vildi alls ekki fara í kirkju en þrýstingurinn var mikill og kvíðinn yfir því að þurfa að velja að láta neyða sig til kirkjuferðar eða lýsa yfir andófi og sitja eftir var mikill fyrir hver jól.

Ofstækisfullur trúboðunarskólastjóri olli dóttur minni óhamingju, og eftir að ég kvartaði gerðist tvennt: Einn kennarinn þakkaði mér fyrir að standa upp í hárinu á skólastjóranum, en sjálfur hundsaði hann börnin mín eftir það og bauð okkur foreldrunum t.d. ekki í útskriftina þegar hún útskrifaðist einu og hálfu ári á undan sínum jafnöldrum ásamt nokkrum öðrum börnum. Ég frétti af útskriftinni fyrir tilviljun hálftíma áður en hún átti sér stað!

Þarna olli þessi nýja og algjörlega siðlausa áróðursherferð kirkjunnar dóttur minni svo vissulega skaða, þótt ekki hafi hann verið varanlegur - nema hvað andstaða hennar við kristni og trúarbrgð er kannski þeim mun sterkari.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.12.2016 kl. 09:45

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir með Jóhanni Kristinssyni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.12.2016 kl. 10:57

6 identicon

Það að kenna unglingum um trúarbrögð en ekki að reyna að gera þau trúuð, þetta er tvennt ólíkt. Það á að kenna þetta sem hluta af mannkynssögu. 

Það á að kenna þeim hvernig öll trúarbrögð  byrjuðu sem leikmannsútskýring á því óþekkta en enduðu sem þrælkunar-og sjálfsauðgunarkerfi ósvífinnar klerkastéttar í samkrulli við veraldleg yfirvöld.Trúarbrögð hafa ætiíð verið til óþurftar,notuð sem tilefni til að drepa annað fólk og stela eignum þess. Hitler notaði sér illar kenningar Marteins Lúters til að ofsækja og drepa gyðinga.

Það á að kenna börnum að deila gæðum með þeim, sem minna eða ekkert hafa og taka tillit til annarra, ekki af hræðslu við einhverja himindrauga heldur vegna þess að þá líður okkur öllum betur.

geirmagnusson (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 12:08

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eg ætla hins vegar að taka undir með Brynjólfi og Geir. Ég hef nokkuð keimlíka sögu að segja og Brynjólfur þó ekki sé það um kirjuferð um jólin. Þannig var að við bjuggum á Selfossi og yngri sonur okkar var kominn á fermingaraldurinn. hann kemur til mín síðla hausts og segir: Pabbi, þarf ég endilega að fara í kirkju í skólanum. Ég varð svolítið hissa og þá sagði hann að skólastjórinn færi með allann bekkinn í fermingarfræðslu á skólatímanum. Ég hringdi fyrst í skólastjórann og spurði hann út í þetta og varð frekar lítið um svör nema að þetta væri í samráði við prestinn. Þegar ég hringdi síðan í hann og kvartaði yfir þessu fauk illilega í hann og hann jós yfir mig fúkyrðum og taldi mig hafa " annarlegar" skoðanir á þessum málum. En það varð úr að hann var tekinn úr þessari fræðslu. En það sem ég skynjaði gegnum öll þessi samskipti og það sem skiptir kannski öllu máli var það að vilji og líðan drengsins míns var aukaatriði hjá þessum mönnum heldur áttu fullorðna fólkið að ráða ferðinni með góðu eða illu. Þessi prestur hrökklaðist seinna úr starfi vegna kynferðisbrota gegn fermingabörnum , en það er nú önnur saga.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.12.2016 kl. 13:17

8 Smámynd: Elle_

Persónulega ber ég litla virðingu fyrir núverandi biskupi eftir vitleysisganginn með síðasta presti í Laugarneskirkju.  Og börnin ráði sjálf hvort þau fari með skólanum í kirkju eða ekki.  Foreldrar sem vilja fara með þau, geta það líka. 

Það vakti óhug sem Jósef sagði þarna um prestinn.

Elle_, 26.12.2016 kl. 15:22

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi pistill SMG er jafn-óvandaður að efni eins og frágangurinn á honum er. Svo sannarlega er verið að sinna þörfum barnanna með því að leyfa þeim að skreppa eina kennslustund á ári í kirkjuna sem er þá væntanlega í hátíðarbúningi. En þetta hræðast vantrúarmenn mjög!

Fara þarf hér þó að öllu me'ð gát og virða andmæli bæði foreldra, ef einhverjir eru, sem vilja ekki að börnin fari í þessa ferð, og eins barnanna sjálfra, ef þau vilja eyða tímanum í annað á meðan. Ungu börnin eru spennt fyrir þessum ferðum, enda alltaf gaman að fara á stjá að gera eitthvað nýtt til tilbreytingar, en ef sum börn eru orðin það langreynd í þessu, að þeim finnist slíkar heimsóknir "drepleiðinlegar", þá er líka allt í lagi að virða það og gefa þeim færi á einhverju öðru vel skipulögðu viðfangsefni á meðan. Þetta dregur vitaskuld ekki úr fítonsanda trúlauss manns af calíber SMG, en þetta er bara eitt af því sem hann verður að una við.

Jón Valur Jensson, 26.12.2016 kl. 15:30

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það getur verið rétt að það sé verið að sinna þörfum barnanna, að minnsta kosti einhverra en þetta er samt svolítið vandmeðfarið þegar skólinn á í hlut. Þó það sé boðið upp á " eitthvað annað" fyrir þá sem vilja ekki fara í kirkjuheimsókn þá er alltaf mikill þrystingur, börn vilja falla í fjöldann og áreiti og stríðni geta komið í kjölfarið. Mér finnst vera eðlilegast að þessar kirkjuferðir séu alfarið á vegum foreldra eða foreldrafélaga skólans. Og mér finnst sjálfsagt að foreldrar ræði við sín börn um hvort þau hafi áhuga eða ekki en láti ekki eiginn áhuga stjórna gerðum, á hvorn veginn sem er. Ég held það sé bæði til að foreldrar þvingi börnin til kirkjuferða og svo hitt að þau séu neydd til að sitja heima. Ef við ætlum að virða trúfrelsi þá verðum við að hafa þetta í huga.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.12.2016 kl. 15:47

11 Smámynd: Elle_

Ekki vildu allir krakkar og unglingar að maður úti í bæ kæmi og fullyrti að svo sannarlega væri verið að sinna þörfum þeirra með kirkjuferðum.  Og hvort sem þeim líkaði betur eða verr og liði illa eða ekki. 

Elle_, 26.12.2016 kl. 16:30

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Spurningin hvort það skaði börnin að fara í kirkju eða hvort það verði þeim til ógangs í lífinu er ekki það sem skitpir máli í þessu samgandi. Svarið við þeirri spurningu er væntanlega að það geri það í fæstum tilfellum en þó hugsanlega í einhverjum tilfellum. Ef spurningunni er snúið á hvolf og spurt hvort það geri börnunum eitthvað gagn að fara í kirkju og hvoft það bæti líf þeirra þá er sama svarið. Þaðe r í fæstum tilfellum en þó hugsanlega í eihhverjum tilfellum. 

En það sem skiptir máli er skaðinn sem hlýst af því að stulla börnum og foreldrum þeirra upp við vegg eins og gert er í skipulagi þessara heimsókna. Og ef menn efast um að það valdi kergju milli foreldra og barna eða að að valsi stríðni og jafnvel einelti þá er hér tveggja ára gömul grein eftir Jónönnu Harðardóttur djákna hjá Asatrúarfélaginu.

http://www.visir.is/synid-miskunn,-rettlaeti-er-fyrir-alla/article/2014712199945

Ef ástandið er svona slæmt meðal félaga í Ásatrúarfélaginu þá geta menn rétt ýmnindað sér það hvernig það er hjá þeim sem játa trúarbrögð sem eru okkur meira framandi en Ásatrú.

Að mínu mati er besta lausnin sú að hætta þessum kirkjuheimsóknum og að foreldrar sen vilji að börnin þeirra fari í kirkju í desember fari sjálfir með þeim þangað. En ef menn eru ekki tilbúnir í það þá þurfum við að finna lausn sem í það minnsta gefur þeim sem ekki vilja fara í kirkju færi á að sleppa því þannig að það veki sem minnsta athygli annarra skóalfélaga eða að þurfa að sitja sem hornrekur á bókasafninju á meðan. Sú leusn sem ét tel besta í því efni er að láta þessar kirkjuheimfóknir fara fram í seinasta tíma eða eftir skóla. Þá geta þau börn sem ekki vilja fara einfalega farið heim og gefið þeim tækifæri til að láta lítið á því bera ef þau kjósa það.

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvoert það se´einhver ókostur fyrir skólana eða börnin við að fara þessa leið en hef ekki fundi neinn. Vissulega mæta færri börn í kirkjuna en þá eru það börn sem ekki vilja fara eða foreldrar þeirra vilja ekki að þau fara. Ég sé engan ókist við það að börn sem ekki vilja fara í kirkju fari ekki í kirkju enda sé ég engan kost svið það að börn sem ekki hafi áhuga á að fara í kirkju séu hálfpartin þvinguð til þess til að forðast stríðni eða jafnvel einelti eða að þurfa í staðinn að vera hornrekur í bókasafninu. Ég sé ekkert að því að þau9 hafi valið milli þess að fara í kirkju eða fara heim. Þá fáu við bara þau börn í kirkjuna sem hafa áhuga á að fara í messuna eða eiga foreldra sem vilja að þau fari þangað.

Sigurður M Grétarsson, 26.12.2016 kl. 16:47

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur Jensson sparar ekki skítkastið í minn garð fremur en venjulega sem segir nú reyndar meira um hann en mig. Hann rökstyður heflur ekki þá fullyrðingu sína að það sé verið að sinna þörfum barnnan með þessum heimsóknum og nefnir ekki einu sinni hvaða þörfu barnanna er verið að sinna með því. 

En Jón Valur Jensson er einn þeirra bloggara sem fara mikinn á bloggsíðum annarra en loka á sinni síðu á fólk fyrir það eitt að vera þeim ósammála. Það hef ég sjálfur fengið að reyna en Jón hefur lokaðo á mig án eþss að ég hafiu á nokkurn hátt verið dónalegur eða viðhaft nokkur þau ummæli sem gæfi ástæðu til þess eins og á við um fjölda annarra bloggaara. Og aftur segi ég. Þetta segir meira um Jón en þá bloggara sem  hann hefur útilokað frá sinni bloggsíðu.

Sigurður M Grétarsson, 26.12.2016 kl. 16:51

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að börnin hafi ekkert á móti því að fara í kirkju, en afvegaleiddir foreldrar sem ekki vilja að börnin fari í kirkju með skólafélögunum er hávaða mikill og frekur minnihluta hópur.

Það sem verra er, sumir í þessum hávaðasama og freka minnihluta hóp eiga engin börn, en skipta sér að uppeldi annara manna börnum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 26.12.2016 kl. 17:14

15 identicon

eg get samsinnt hvert einast orð með geirmagnusson skrifað og bætt við ...við erum þvilikur skrælingjalyður ef ekki eru kennd truarbrögð her i skolum sem annarsstaðar i lyðræðislöndum ..Ekki til að trioða neinu uppa neinn ,.heldur til að kynnast og geta mótað eigin skoðanir ungu manneskjunnar þegar úti lifið kemur  ...Þett er ekki það eina sem skolarnir her scikjast um .þvi miður i kennslu þeirra ungu  ...En svo er Biskupinn ruglukolla það er önnur saga og ætti ekki að koma nálægt kirjku eða truarbrögðum !

rhansen (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 17:26

16 Smámynd: Elle_

Svo það komi fram var ég ekki að meina að ekki mætti gefa börnum Biblíu eða kenna Kristin fræði eða fræða þau um trú í skólum.

Það eina sem ég var að segja var að ókunnugir menn úti í bæ geti ekki vitað hvað kann að valda að barni eða unglingi gæti liðið illa í kirkju.  Það gæti alveg verið vegna andstöðu foreldra eins og Sigurður lýsti.

Elle_, 26.12.2016 kl. 17:38

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann Kristinsson. Ég held að það séu ekki síður þeir sem heimta að þessum nýlega sið í grunnskólum verði haldið áfram sem eigi ekki börn í grunnskólum. Sjálfur á ég 4 börn þar af 3 í grunnskóla. Ég hef látið mín börn ráða því alfarið sjálf hvort þau mæti í þessar kirkjuheimsóknir og nú síðast völdu 2 þeirra að gera það ekki og eina barnið mitt sem fór með er í 2 bekk en þau eldri kusu að faa ekki með enda hefur þeim fundist þessar heimsóknir drepleiðinlegar. Það sem ég er óánægður með er að skólinn  hefur ekki orðið við þeirri ósk minni að leyfa þeim eldri að fara heim ef þau kjósa að fara ekki í kirkjuheimsóknina heldur hafa þau þurft að hanga í skóalnum á meðan.

Sigurður M Grétarsson, 26.12.2016 kl. 18:42

18 Smámynd: Óli Jón

Í dag er engin eftirspurn eftir kirkjunni og tilboði hennar á meðal lítilla barna og því þarf að leiða þau undir handleiðslu ríkisins þangað. Börn samtímans vita hvað þau vilja og bera sig eftir því. Þess vegna þarf að smala þeim í kirkju og ýta Nýja testamentinu að þeim á skólatíma.

Hliðstæðu við þetta má sjá þegar kemur að félagsgjöldum Ríkiskirkjunnar. Ríkið þarf að leggja út fyrir þeim því reynslan síðustu 130 ár sýnir að ekki er hægt að treysta á greiðsluvilja sauða kirkjunnar ef þeir hafa frjálst val.

Óli Jón, 26.12.2016 kl. 19:52

19 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eru þessar kirkjuferðir nýlegur siður? 

Ég er að verða 66 ára gamall en man vel eftir kirkjuferð á vegum skólans, þegar ég var krakki. 

Ég trúi hvorki á stokka eða steina, guði eða hvað öll þessi trúarbrögð predika, en að trúa á mammon eins og svo margir sem eru á móti kirkjunni er ekki, my cup of tea, so to speak.

En eitt var athugavert við að læra um kristna trú, ég gat séð  hvaðan flest okkar lög koma frá og hafa gert okkur margt gott. En þarf ég að trúa á einhvern guð þó ég sjái að lög og siðferðisreglur komi frá kristinni trú, það held ég ekki.

þarf ég að umturnast þó að krakkarnir mínir og barnabörn fari í kirkju? Nei það held ég ekki.

Hvernig væri að fólk umturnist út af einhverju meira aðkallandi í okkar samfélagi en að ofsækja kirkjuna með áróðri og ofstæki.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 27.12.2016 kl. 00:53

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það má vel taka undir þessi orð Jóhanns, sem hittir hér eins og oftar naglann á höfuðið.

Óli Jón er enginn talsmaður lítilla barna hér og hefur sennilega ekki fylgzt með áhuga þeirra í söng um Jesúbarnið sem á stundum fær að heyrast á skjánum.

SMG upplýsir hér í síðasta innleggi sínu hvað einkum veldur óánægju hans: "Það sem ég er óánægður með er að skólinn  hefur ekki orðið við þeirri ósk minni að leyfa þeim eldri að fara heim ef þau kjósa að fara ekki í kirkjuheimsóknina heldur hafa þau þurft að hanga í skólanum á meðan."

En þetta er í mesta lagi einnar kennslustundar tími og alvanalegt í skólum, að slík "göt" komi í kennsluna, m.a. vegna óvæntra forfalla kennara, án þess að börnunum sé leyft að fara heim á meðan.  Fái þeu, sem sleppa kirkjuferðini, ekki eitthvert annað sameiginlegt viðfangsefni í staðinn, er vel hægt að nota þennan stutta tíma, sem óðara er liðinn, til að ganga á þau verkefni, sem gera átti í heimavinnu, eða til leikja. Engin þörf hér fyrir fullharðnaða feður til að vera með neinn uppgerðar-vælugang.

Athyglisvert innleggið frá Elle kl. 17:38!

Og gott þetta frá Jóhanni Kristinssyni kl. 17:14!

Ekkio var ég með neitt "skítkast" á persónu SMG í fyrra innleggi mínu, sagði aðeins að pistill hans væri "jafn-óvandaður að efni eins og frágangurinn á honum" væri (ekki færri en 11 ásláttarvillur), auk þess sem ég minntist á fítonsanda hans sem trúleysingja (hann játar sig örugglega slíkan), og varla kallast það "skítkast".

Svo kemur hann enn einu sinni með sögu sína um að ég hafi útiloka hann frá bloggi mínu að ósekju, en ég set vissa skilmála (kannski stranga að hans mati) fyrir innleggjum, en það var hans að ákveða hvort henn færi þar yfir strikið eður ei.

Jón Valur Jensson, 27.12.2016 kl. 03:16

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Var orðinn syfjaður hér, en rétt skal það vera:

... um að ég hafi útilokað hann frá bloggi mínu að ósekju, en ég set vissa skilmála (kannski stranga að hans mati) fyrir innleggjum, en það var hans að ákveða hvort hann færi þar yfir strikið eður ei.

Jón Valur Jensson, 27.12.2016 kl. 03:21

22 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Ef göt koma í kennslu í grunnskólum vegna forfalla er börnunun frjálst að fara heimn til ´sin á meðan. Af hverjfu ekki meðan kirkjuferðin er farinn? Þetta er ekkert annað en leið til að fá börnin frekar til að kjósa kirkjuferðina sem þau rayndar í mörgu skólum hafa ekki val  um ef foreldrar þeira hafa ekki sent skólanum fyrirmæli um að þeu eigi ekki að fara í kirkjuferðina.

Það hafa mafgir verið útilokaðir frá þínu bloggi án þess nokkurn tíman að brjóta nokkur þeirra skilyrða sem þú etur upp. Þeir hafa verið útilokaðir fyrri það eitt að vara þér ósammála og á sama tíma málefnanlegir þannig að rök þeirra bíta vel. Þeir hafa fyrst og frems leiðrétt bullið í þér með sterkum rökum sem þú nærð ekki að hrakja og þá lokar þú bara á þá á blogginu þínu. Það á meðal annars við mig.

Sigurður M Grétarsson, 27.12.2016 kl. 09:39

23 identicon

Einhversstaðar las ég að það ætti að heita að það væri trúfrelsi í landinu. Það væri því öllum frjálst að iðka eða iðka ekki þessa eða hina trúna.

Eftir því sem ég kemst næst er hver tiltekin kirkja miðstöð trúariðkunar þess safnaðar sem hana á.

Að almennur skóli sem foreldrum er skylt að senda börn sín í sé að standa fyrir heimsókn í miðstöð trúariðkunar eins trúfélags (sérstaklega á þeim tíma sem það sama trúfélag heldur eina af sínum stærstu trúarhátíðum) finnst mér illa samrýmast trúfrelsi. 

ls (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 10:09

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, SMG, ég þekki vef minn og vinnubrögð betur en þú, og menn eru þar ekki "útilokaðir fyrir það eitt að vera [m]ér ósammála" og sízt fyrir að vera málefnanlegir. En þú heldur eflaust áfram þessu jarmi þínu til að gera hlut þinn skárri.

Jón Valur Jensson, 27.12.2016 kl. 11:37

25 identicon

Sæll Sigurður.

Þekki þetta ekki sem vandamál nema á bloggsíðum.

Þau börn fara sem vilja fara en skylda skólans
er að sinna þeim sem ekki fara.

Að senda börn heim á miðjum skólatíma ætti
öllum að vera ljóst að er lögbrot og annað ekki.

Ætla mætti af því sem hér er ritað að mikil
upplausn tengist þessu.

Svo er ekki og fer þetta fram sem hvert annað
skólastarf, snurðulaust með öllu.

Húsari. (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 21:26

26 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Húsari

Það er bull hjá þér að það sé lögbrot að heimila börnum að fara heim á miðjum skóladegi. Ef það fellur niður kennsla í einn tíma til dæmis ef það eru forföll kennara þá er börnunum heimilt að fara þangað sem þau vilja þangað til í næsta tíma.

Það er víst vandamál að foreldru og börnum sé stillt upp með þessum hætti. Hér er grein aftir Jóhönnu Harðardóttur djákna hjá Ásatrúarfélaginu um það mál.

http://www.visir.is/synid-miskunn,-rettlaeti-er-fyrir-alla/article/2014712199945

Ef ástandið er svona slæmt meðal félaga í Ásatrúarfélaginu þá geta menn rétt ýmnindað sér það hvernig það er hjá þeim sem játa trúarbrögð sem eru okkur meira framandi en Ásatrú.

Sigurður M Grétarsson, 28.12.2016 kl. 13:48

27 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þú reynir enn að þræta fyrir þetta Jón Valur. Þú ert búinn að loka á fjölda manna sem eru bæði málefnanlegir og kurteisir í sínum skrifum en hafa verið þér ósammála og deilt hart en þó málefnenlega á þín skrif svo þú verður rökþrota. Á sama tíma geta þeir sem eru þér sammála vaðið uppi mðe skítkast og persónuníð á þá sem eru þér á móti skap án þess að þú lokir á þá.

Sigurður M Grétarsson, 28.12.2016 kl. 13:50

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hættu að skrökva, Sigurður. Ég loka EKKI á þá, sem eru bæði málefnalegir og kurteisir í sínum skrifum þótt þeir séu mér ósammála. En vissulega hef ég (einkum framan af) þurft að loka á fleiri en ég hefði kært mig um, enda varð ég fljótt skotspónn æstra vinstri og vantrúarmanna þegar ég byrjaði að blogga hér fyrir um níu og hálfu ári. Það á enginn bloggari að þurfa að sæta slíkum aurburði sem ég var þar fyrir. Ástandið lagaðist þó helzt við það, þegar ég breytti stillingum í stjórnborðinu, þannig að einungis innskráðir Moggabloggarar fengju að setja inn aths. Á öðrum bloggum mínum mega fleiri skrifa, en þó þannig, að ég þurfi fyrst að samþykkja innleggið (sama hátt hafa ýmsir aðrir á).

Jón Valur Jensson, 28.12.2016 kl. 19:00

29 identicon

Ágæti Sigurður.

Sérðu ekki sjálfur hvílík rökleysa þetta er hjá þér.

Á skólatíma ber börnum að sinna sínu námi og vera innan skólalóðar í frímínútum og sérstakar ferðir eru einungis
heimilaðar af skólanum og undir eftirliti skólans.

Slysatryggingar gilda innan skólalóðar með þeim
undantekningum sem ég hef nefnt annars ekki.

Það er varlegt að álykta út frá þessu máli einu og sér.

Húsari. (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband