Það er lygi að fundarmönnum hafi verið varnað inngöngu.

Valdimar lýgur því að gestir samstöðufundarins utan við Grand Hotal hafi vernað fundargestum inngöngu. Þeir stóðu vissulega nálægt þeim stað sem þurfti að fara til að komast inn en engum var varnað inngöngu og það þurfti því aldrei að aðstoða neinn í því enfi. Margir gengu þvert í gegnum samstöðuhópinn og var fikið kurseislega fyrir þeim. Í þeim tilfellum sem til orðaskipta kom þá voru það fundargestir sem áttu upptökin að því.

Valdimar talar um að það þurfi að hafa varan á gegn öfga Isalmistum. Það er rétt hjá honum, það þarf að hafa varan á gegn öllum öfgastefnum þar með talið öfga Islam. Þeir öfgamenn sem þó þarf einna mesta að hafa varan á vegna þess að þeir eru ein mesta öryggisógnin eru öfga þjóðernissinnar og útelndingahatarar og þá sérstaklega mönnum eins og Robert Spencer og Valdimari sjálfum.

Það er alveg ljóst að með vali á frummælendum að það sem vakti fyrri Vaki var ekki upplýst umræða um Islam heldur að dreifa ragngygmundum um Islam og breiða út fordóma og hatur í garð Múslima. Það er því alveg ljóst hvers konar félagsskapur þetta félag Vakur er og það eru þannig öfgamenn sem þörf er að hafa gætur á því með máflutningi sínum er alið á hatri sem mun leiða af sér hatursglæpi. Höfum í huga að Andreas Breivik vitnaði 50 sinnum í Robert Spencer í sínum skrifum fyrir morðin í Ósló og Útey og þó hann hafi vissulega vitnað í marga aðra þá vitnaði henn ekki jafn oft í neinn annan. Það er því alveg ljóst hvaðan Breivik fékk sínar ranghugmyndir um Múslima sem voru orsök þess að hann framkvæmdi voðaverk sín. Vissulega er ljóst að hann gengur ekki heill til skógar en það er einmitt hættan sem er af svona skrifum eins og skrifum Robert Spencers. Það er alltaf hætta á að það séu fólk sem ekki gengur heilt til skógar sem trúir hatursvoðskapnum og telur hættu vera á ferðinni sem þurfi að bregðast við. Það er þannig sem slík skrif leiða til hatursglæpa og því bera höfungar þeirra skrifa ábyrgð þó þeir fremji voðaverkin ekki sjálfir.


mbl.is Um 500 mættu á fund um íslam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiga menn þá ekki að hætta að lesa Kóraninn, sá lestur leiðir jú oft til hatursglæpa og hvar er ábyrgð Spámannsins?

Gísli Magnússon (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 10:34

2 identicon

Það er rökvilla að draga menn til ábirgðar fyrir það sem einhverjir brjálaðir aðdáendur þeirra kunna að gera.

Nasisminn byggði hugmyndafræði sína að hluta til á þróunarkenningunni. Á að kenna Charles Darwin um þau glæpaverk sem Hitler og hans lið framdi?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 12:02

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Almennt er eflaust rétt hjá þér, Sigurður, að fólki hafi ekki verið meinuð innganga, enda hefðu mótmælendur ekki komizt upp með, bæði voru þeir það fámennir (vart fleiri en 30-35 þegar ég mætti kl.8), og þar að auki voru þarna 4-5 lögreglumenn, sem hefðu þá skorizt í leikinn. En tvær persónur nefndu þó við mig eftir fundinn, að reynt hefði verið að tálma þeim aðgang.

Svo er augljóst af skrifum þínum hér, Sigurður, að ekki varstu inni á þessum fundi, þar sem þú heldur því ranglega fram, að frummælendur hafi verið að "dreifa ranghugmyndum um islam og breiða út fordóma og hatur í garð múslima" og "alið á hatri sem mun leiða af sér hatursglæpi." Mikill grillufangari ertu, því að þetta er í engu samræmi við staðreyndir, eins og allir vita, sem sóttu fundinn.

Jón Valur Jensson, 12.5.2017 kl. 12:07

4 identicon

Fyrir Robert Spencer þá er það fyrir löngu orðið atvinna og lifibrauð að ala á hatri, andúð og fordómum fólks og selja þeim eru móttækilegir fyrir slíku bækur. Því miður er fullt af vangefnu, illa gefnu og ótrúlega heimsku fólki á Íslandi sem gleypir við þessum boðskap hans og hikar ekki við að ljúga því að verið sé að banna eða troða á málfrelsi þeirra - sem enginn er að gera. Það kemur ekkert á óvart að Valdimar skuli hiklaust ljúga því að þessu vesalings fólki hafi verið varnað inngöngu á þennan bóksölufund Roberts.

Karen (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 14:59

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er augljóst að "Karen" þessi var ekki á fundinum og er ekki að fara rétt með um viðhorf Spencers. Ætlast hún til, að lesendur taki mark á einhverri persónu sem gefur ekki einu sinni upp nafn sitt með eðlilegum hætti?

Jón Valur Jensson, 12.5.2017 kl. 15:33

6 identicon

Ég þarf ekkert að hafa verið á þessum fundi til að vita að fundir þessa Roberts og lagskonu hans Pamelu Geller (sem kom ekki með hingað sem betur fer) ganga ekki út á neitt annað en að selja bækur sínar og efnast á fábjánunum sem gleypa hatursáróðurinn. Um það bera fundir þeirra sem sjá má á netinu glöggt vitni. Markaður þeirra er allt illa gefið fólk og fábjánar sem finnst gott að lifa í haturs- og fordómapollum þar sem þau geta slett viðbjóðnum á aðra. Þú ert nú einn af þeim Jón sem lifa í þeim forarpytt ásamt félögum þínum í ÍÞ-nasistum þannig að á þér er nákvæmlega ekkert mark takandi í þessari umræðu. Þú munt alltaf kóa með viðbjóðnum sem þú ert hluti af.

Karen (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 16:30

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna fekk Karen loks almennilega útrás og getur þá hætt að berja í sinn kústaskáp. Nú er hún snyrtilega búin að lýsa alla fundarmenn "illa gefið fólk og fábjána".

En ef tilgangur Spencers var sá einn að selja bækur sínar og "efnast á fábjánum", hvernig stendur á því, að hvergi varð vart við neina bóksölu á staðnum né auglýsingar um bækur hans?

Karnm er örugglega hvorki "illa gefin" né "fábjáni", enda mikill stílisti, eins og sjá mátti á texta hennar, en alls ófróð er hún um fundinn sjálfan, sem hún sá sig þó tilknúna að skrifa um. Hvað knúði hana til þess, verður hún sjálf að upplýsa um.

Jón Valur Jensson, 12.5.2017 kl. 18:17

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Gamla testamentið liggur undir grun um að vera uppspretta haturs jafn á við kóraninn. Kannski ættum við að hætta að lesa þessi rit. Annars held ég að mannshugurinn sé allt eins hættulegur og hið ritaða orð. Á meðan það er til fólk sem nærist á illskunni þá getur fólk eins og Róbert Spencer selt sig og grætt á tá og fingri.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.5.2017 kl. 18:25

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta níð, sem þú ferð hér með um Robert Spencer, sýnir vel, að þú ómakaðir þig ekki að mæta á fund hans í gær.

Heyrt hef ég, að þú sért laumumúslimi, Jósef, og ýmis skrif þín sýnast mér styrkja þann grun minn.

Gamla tesdtamentið geymir fegurri hluti en við hvor um sig og samanlagðir getum rúmað í okkar takmörkuðu sálum.

Jón Valur Jensson, 12.5.2017 kl. 22:27

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Maður heyrir nú ýmislegt Jón Valur. Ég hef líka heyrt því fleygt að þú sért laumuhommi vegna haturs þíns á samkynhneigðum. En ég hlusta ekki á kjaftasögur og nota ekki þá aðferð í samskiptum við þá sem hafa andstæðar skoðanir að hlaða á þá níði. Annars er það svo að þegar einhver brigslar einhverjum um að vera t.d. þroskaheftur, eins og svo oft kemur fyrir á bloggsíðum, þá upplýsir það fólk um fordóma viðkomandi. Því það er jú ekkert að því að vera þroskaheftur, er það? Las það á öðru bloggi í gær að kristnir menn hötuðu ekki múslima og það væri bannað að hata nokkra mannveru.Getur verið að þrátt fyrir að þú sért vel kristinn að þínu mati, þá örli samt á örlitla fordóma hjá þér í garð múslima?

Jósef Smári Ásmundsson, 13.5.2017 kl. 09:48

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er engin lygi að mönnum hafi verið meinað að komast að anddyri til að komast inn í fundarsalinn. Ég hef áreiðanlegar heimildir frá fjölskildu meðlim. Ég meira segja talaði við Valdimar Jóhannesson þar sem þessir aðilar kæmu aðeins seint. Þeir komust inn við illan leik og gáðu sig ekki þrátt fyrir frekju Erlu semu og hennar fólks. 

Valdimar Samúelsson, 14.5.2017 kl. 11:57

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Valdimar.

En innlegg Jósefs (sem illa stendur undir nafni) er ég fyrst að sjá nú. Þvælugangshugsun hans og annarra, sem í vanmegna bræði sinni hafa notað um mig sama áburð, er nú bara mælikvarði á þeirra eigin takmörkuðu vitsmuni og yfirburði sjúklegra ímyndana þeirra fram yfir alla rökhugsun í þeirra kolli. En Jósef fær kannski einhverja tilfinningalega fullnægju út úr þessu vegna særðs stolts, hver veit?

Ég hef einmitt sjálfur ítrekað sagt, að kristnir menn hati ekki múslima og að það sé kristnum mönnum bannað að hata nokkra mannveru. Samt spyrðu: "Getur verið að þrátt fyrir að þú sért vel kristinn að þínu mati, þá örli samt á örlitl[um] fordóm[um] hjá þér í garð múslima?"

Svarið er: Nei, ekki svo að ég viti. Mínir vitsmunadómar um ýmsa þeirra eru eftirádómar, ekki fordómar.

Jón Valur Jensson, 15.5.2017 kl. 00:16

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Jón Valur. Í raun vil ég geta ráðið sjálfur hvort ég hef fordóma eða ekki. Ef við tökum sem dæmi skemmdarverkamann og aðra afbrotamenn sem væru á fullu að rústa þjóðfélögum er ekki orðið ansi skrítinn ef fólk mætti ekki hafa fordóma gegn svoleiðis óvinum. 

Valdimar Samúelsson, 15.5.2017 kl. 13:41

14 identicon

Hér er ágæt grein um bóksölufund Roberts Spencer:
https://stundin.is/blogg/maurildi/skylmingamenn-sannleikans/

Jón Valur reynir sem fyrr að þvo hendur sínar af skítnum sem hann er á kafi í en áttar sig ekki á því að hann er sá eini sem finnur ekki lyktina og blekkir því ekki nokkurn mann aðra en félaga sína í nasistaflokknum og að sjálfsögðu sjálfan sig. Valdimar félagi hans Samúelsson er eins og sést á hans eigin bloggsíðu á svipuð þroskaskeiði og fimm ára barn nema að því leyti að Valdimar kann ekki frekar en Jón Valur að greina á milli sannleikans og lyginnar, rétts og rangs, því miður.

Karen (IP-tala skráð) 15.5.2017 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband