Eru önnur sveitafélög sveigjanlegri hvað þetta varðar?

Reglan um  hámarksfjölda barna hjá hverju dagforeldri eru öryggisregla og ég efast um að nokkuð sveitafélag veiti sveigjanleika hvað það varðar eða horfi í gegnum fingur sér fái menn þar upplýsingar um að reglan sé brotin. Ég var í leikskólanefnd Kópavogs á síðasta kjörtímabili og þar var ekki gefin neinn afsláttur af þessari reglu og gerð skýr krafa um endurbætur þegar slík mál komu upp. 

Það sem sveitafélögin þurfa að gera til að laga það ástand sem skapast seinni hluta vetrar hjá foreldrum sem þá koma úr fæðingarorlofu er að innrita stóra hópa inn í leiksólana oftar en einu sinni á ári til að það losni pláss hjá dagforeldrum. En til þess þurfa þau að útskrifa oftar en einu sinni á ári úr leikskólunum og til þess þurfa þau að innrita oftar en einu sinni á ári inn í grunnskólana. Þetta er ein aðal ástæða þess að Samfylkingin í Kópavogi var með það á stefnfuskrá sinni fyrir síðustu kosningar að innrita börn tvisvar á ári inn í grunnskólana. 


mbl.is Borgin ósveigjanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband