Mótmælum við bandarsíska sendiráðið hér á landi.

Ég vil hvetja þau mannréttindasamtök sem láta sig þjáningar Palestínumanna undir ísraelsku hernámi verða til að efna til mótmæla við bandaríska sendiráðið hér á landi. Það verður að sýna Bandaríkjamönnum að það er ekki bara fólk í Arabaheiminum sem fordæmir þessa svívirðilegu samþykkt TRumps heldur líka fólk á Vesturlöndum. Ég mun allavega mæta af boðað verður til slíkra mótmæla.


mbl.is Mótmælt þriðja daginn í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eitthvað, sem þið eigið að yfirvega aðeins betur. Að skilja þjáningar Palestínumanna, er bara gott mál ... en það hjálpar engum, að vera með ofbeldi eða mótmæli sem geti leitt af sér ofbeldi eða annað í þá átt.

Það eru margar hliðar á þessu máli, og engin þeirra leiðir að "frelsun" Palestínu. Með auknum mótmælum og áflogum, eykur þú aðeins þjáningar Palestínumanna og dregur á langinn það sem óneytanlega verður að lokum, og það er að Ísrael leggi niður "gyðingatrú" sem þjóðartrúnna, og verði land allra íbúa þess.  Kristinna, múslima og gyðinga.

Þetta er ekki hægt, á meðan mótmæli og hótanir eru gegn gyðingum. En afturför, þar sem gyðingar verði að fara á braut ... kemur ekki til greina.

Allar svona aðgerðir, spilar upp í hendurnar á zionistum. Og er engum í hag.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 10:33

2 identicon

Þarf ekki Borgaráð Reykjavíkur bara að samþykkja viðskiptabann á USA líkt og þau gerðu gagnvart Ísrael?

Það mundi vekja athygli

Grímur (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 10:44

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verður ekki Bill Clinton eitt aðalnúmerið á mótmælaspjöldunum? Hann staðfesti lögin 1995 um að Bandaríkin eigi að flytja sendiráð sitt til Jerúsalem. En hvar voru Rúvarar þá? Ásökuðu þeir HANN um eitthvað "svívirðilegt"?

Svo ætti SMG frekar að skrifa um alvöru-þjáningar Jemenbúa og barnanna þar.

Jón Valur Jensson, 10.12.2017 kl. 13:01

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég var ekki með ofbeldisfull mótmæli í huga? Hafi Clinton staðfest lögin þá var það líks svívirðilegt rétt eins og samþykkt laganna á þinginu voru. En þau mótmæli sem ég hef í huga eru mótmlli gegn þessari ákvörðun bandarískra stjórnvalda. Það að mótmæla ekki framferði Ísraela og Bandaríkjamannan er það sama og að horfa þegjandi á mann verða fyrir ofbeldi og reyna ekkert til hjálpar honum. Þess vegna er nauðsynlegt að mótmæla þessum svívirðilega verkanði Bandaríkjanna við banaríska sendiráðið. Því miður höfum við ekki ísraelskt sendiráð hér til að mótmæla við þegar á þarf að halda.

Sigurður M Grétarsson, 10.12.2017 kl. 13:56

5 identicon

Ég skil ekki hvað það hefur með mannréttindi Palestínumanna að gera þó að Bandaríkin opni sendiráð í Jerúsalem.

Reyndar efast ég um mannréttindi séu meira í heiðri höfð í Sýrlandi, handan landamæranna.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 14:49

6 identicon

 Ég mun allavega mæta af boðað verður til slíkra mótmæla.

Af hverju mótmælir þú ekki sjálfur? Það er einfaldast.
Þú færð ábyggilega helling af skrítnu fólki með þér, með málningardósir, egg og jafnvel sýru.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 17:46

7 identicon

https://samnytt.se/antisemitisk-demonstration-i-malmo-mohammeds-arme-ska-atervanda/

Sigurður M. Hafðu samband við þessa og þú færð örugglega fín arabísk ráð.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 17:51

8 identicon

Ísrael - landið - getur ákveðið hvar þau hefur höfuðborg sína. Bandaríkin hafa ákveðið að flytja sendiráð sitt til höfuðborgar Ísraels.

Palestína er ekki Ísrael. Jerusalem hefur ekkert með Palestine að gera.

Ísrael vill ekki breyta trúarlegum skoðunum fólks á stöðum í Jerúsalem, þetta er bara USA sendiráð. 

Merry (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 20:46

9 Smámynd: FORNLEIFUR

"Ég vil hvetja þau mannréttindasamtök sem láta sig þjáningar Palestínumanna undir ísraelsku hernámi verða." 

Hvað ertu að reyna að segja? Að þú hafir hlutverki að gegna? Samfó er dautt vegna fólks eins og þín.

Farðu bara einn og stattu fyrir utan sendiráðið, berðu fána Hamas og seldu happadrættismiða fyrir Fatah.

Akstur inn í mannþröng er líka tilvalin aðferð sem stuðningsþegar þínir nota ekki sjaldan. Þú getur líka hjólað á einhvern.

FORNLEIFUR, 10.12.2017 kl. 22:23

10 identicon

Þessi "krítik" á við alla aðila að málinu, fornleif sem SMG.  Palestínumenn hafa ekki valið að fara þá braut sem hefur leitt til friðar.  Þeir byggja "kröfu" sína á landinu, á nafninu "Palestínu" sem er nafn á grískri nýlendu á þessu svæði fyrir tíma krists. Það eru ekki "nútíma" palestínumenn.  Gyðingar byggja sína "kröfu" á því að Jólasveinning hafi gefið þeim það, af því þeir séu "álfar" jólasveinsins.

Hvorug krafan, á neina stoð í raunveruleikanum... báðar kröfurnar, eiga sér vafasama sögulega stoð. En öll þrjú trúarbrögðin líta á svæðið sem heilagt, og því ekki hægt að dæma annað en að það eiga að tilheira öllum þessum trúarbrögðum.

Eins og ég sagði áður, SMG, Ísrael er ekkert eina landið sem hefur farið svona að.  Það er heldur ekkert rangt af Ísrael að gera það, því fólkinu og landinu þarf að stjórna með lögum. Ekki tilfinningum og ofstæki.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 23:05

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Þú getur líka hjólað á einhvern." Góður dr. Vilhjálmur!

Það virðist mega skilja Sigurð Magnús svo, að hann sýti það mjög, að hingað hafi ekki fengizt ísraelskt sendiráð, líklega til þess að hann geti þá krafizt þess, að því verði lokað!

Jú, Merry, Ísrael hefur mikið með Palestínu að gera. Í franskri þjóðfánabók (Larousse-útgáfunnar, minnir mig) frá því fyrir miðja 20. old er einmitt fáni Palestínu, og það er ísraelski fáninn, ekki arabafáni. Þetta kom fram hér í umræðu fyrir ca. áratug, og ég á þetta einhvers staðar hjá mér. Það hefur aldrei verið neitt formlegt ríki í Palestínu nema Ísrael og Júda.

En ég þarf að leiðrétta mig. Clinton undirritaði víst ekki lögin 1995, en hann beitti heldur ekki neitunarvaldi gegn þeim (enda hafði hann sjálfur gefið í skyn fyrir kosningar, að hann styddi þetta), þannig að þau eru gild. Þetta kom fram í forystugrein Mbl. nýlega, já, "Predikarinn" á Moggabloggi vitnar í þetta á vefsíðu Páls Vilhjálmssonar,* þannnig:

"Nú ræða þau aftur saman vegna ákvörðunar Trumps forseta um að Bandaríkin skuli viðurkenna í verki að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraels. Ákvörðunin snýr eingöngu að Bandaríkjunum. Þetta var reyndar líka eitt af kosningaloforðum Trumps. Hann virðist vera ein af þessum fágætu furðuverum stjórnmálanna sem telja að það fari ekki endilega illa á því að efna eitthvað af kosningaloforðum sínum. En þannig vill að auki til að þrír fyrirrennarar Trumps í embætti, þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama höfðu allir, hvað eftir annað, gefið opinbert loforð um þetta sama. Öldungadeild Bandaríkjanna hafði samþykkt þetta sama sem stefnu með 93 atkvæðum af 100 og gert að lögum. Bill Clinton undirritaði ekki lögin en beitti ekki heldur neitunarvaldi sínu svo lögin tóku gildi. Aðeins þarf 61 atkvæði af 100 til að hafa neitunarvald forsetans að engu svo að Clinton var ljóst að gagnslaust var að beita því og kannski dálítið óþægilegt líka þar sem hann hafði lofað þessu sjálfur."

https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2207835/

Jón Valur Jensson, 10.12.2017 kl. 23:17

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður M. mikið óskaplegt barn getur þú verið maður gæti haldið að þú værir barnabarn.  Og svo er vitið ekki mikið að þvælast fyrir þér frekar en öðrum LANDRÁÐAFYLKINGARMÖNNUM en þér er svo sem vorkunn því þú hefur verið ansi aftarlega í röðinni þegar Guð úthlutaði vitsmunum og enn aftar þegar hann úthlutaði skynsemi.  En að vissu leiti hefur maður samúð með þér.  Amma mín sagði alltaf að maður ætti að hafa samúð með þeim sem ættu bágt.  Hvort sem þeir vissu af því að þeir ættu bágt eða ekki...........

Jóhann Elíasson, 10.12.2017 kl. 23:57

13 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image may contain: text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 11.12.2017 kl. 22:11

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SMG

Hér sérðu tískufatnað þeirra sem þú styður, gætir skoðað í Smáralindinni hvort þú fáir ekki eitthvað líkt. Borgar sig samt ekki að nota vinsælasta beltið þeirra samt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.12.2017 kl. 23:07

15 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Related image

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 11.12.2017 kl. 23:36

16 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Related image

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 11.12.2017 kl. 23:42

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Skelfilega frek "landtaka". Þrengir verulega að aumingja aröbunum. Unrar vafalaust engan að þeir skuli kveinka sér, svona landlausir og aðþrengdir þeir eru þarna eins og sést á kortinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.12.2017 kl. 23:48

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Það að Bandaríkjaþing hafi samþykkt þetta gerir þetta ekkert minna svívirðileg samþykkt. Það gerir bara fleiri seka um þessa svívirðu en bara Trump.

Kreppuannáll. Rettur til þessa lands hefur ekkert með trúarskoðanir að gera. Það eru þeir sem bjuggu í þessu landi áður en gyðingar fóru að streyma þangað og síðan ræna landinu af þeim sem eru réttmætir eigendur þess og þá skiptir engu máli hvort þeir hafi verið í sérsöku viðurkenndu þjóðríki eða ekki.

Jóhann Elíasson. Ef þú hefur ekkert annað til málanna að leggja en skítkast og persónuníð þá vinsamlegast vertu úti al eika þér á meða fullorðna fólkið rökræðir málin.

Predikarinn. Það að styðja frelsisbaráttu Palestínumanna og fordæma stríðsglæpi Ísraela felur ekki á nokkurn hátt í sér stuðning við hryðjuverkamenn. Ekki gleynma þvi að grimmustu, hrottafengnustu og blóði drifnustu hryðjuverkasamtökin á þessu svæði eru ísraelski herinn.

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2017 kl. 08:58

19 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er næstum því 100% öruggur um að starfsmenn sendiráðs USA á Íslandi hafi ekkert með ákvörðun þings USA og núverandi forseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael og að flytja sendiráð USA til Jerúsalem.

En gefur það ekki auga leið að ef að þing, Ríkistjórn, ráðuneyti og aðrar opinberar skrifstofur eru í Jerúsalem að þá er það höfuðborg Ísrael, hvort sem að Sigurði M. Grétarssyni líkar betur eða verr.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.12.2017 kl. 00:17

20 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki jókst nú álit mitt á Sigurði M Grétarssyni, við síðustu færslu hans og var nú álitið ekki mikið fyrir hana.  En vitið og skynsemin er örugglega ekki mikið að íþyngja honum..

Jóhann Elíasson, 13.12.2017 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband