Hann gleymir mjög svo þarfri þjónustuaukningu við strætófarþega.

Það er tvennt sem gerir þessi orð Eyþórs að ómerkilegri kosningabaráttu.

Annars vegar er það að þessi samningur ríkisins var ekki við Reykjavíkurborg heldur samtök sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu og því á ábyrgð allra sveitafélaganna en ekki bara Reykjavíkur og ef þetta hefði farið til vegamála þá hefði þetta farið til vegamála á öllu höfuðborgarsvæðinu en ekki bara Reykjavíkur. En það hentar Eyþóri illa að gagnrýna með þessum hætti hin sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinj því þar eru hanns flokksmenn bæjarstjórar í þeim öllum.

Hins vegar er það fáránlegr að segja að hérna hafi stætófarþegar á höfuðborgarsvæðinu (ekki Reykjavík eins og hann er að blekkja fólk itl að halda) fengið mjög svo þarfa bót á þeirri þjónustu sem þeir hafa vengið og það hefur án vafa leitt til þess að hlutur almenningssamgangna í samtöngum er mun meiri en hann hefði ella orðið. Það er vitað að í góðæri nota færri strætó heldur en í kreppu og það að almenningssamgöngur hafi haldið sínum hlut frá því í kreppunni er mjög góður árangur. Ef þessir 5 milljarðar hefðu verið settir í vegaframkfæmdir í stað uppbyggingar almenningssamgangna þá værum við með mun fleiri bílan á götunum og þar með enn meiri umferðatafir en við höfum í dag þrátt fyrir 5 milljarða vegaframkvæmdir.

Það að halda því fram að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi haft 5 milljarða af borgarbúum er svo komið og auðvirðilegt skítkast af hálfur Eyþórs að það vekur ugg hjá mér ef kosningabaráttann á að vea á þessum nótunum.


mbl.is Borgin hefur orðið af fimm milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þú gleymir lóla einu. Undanfarin ár hefur orðið mikil aukning á ferðamönnum.Þessir ferðamenn ferðast ekki með einkabílum heldur með strætó. Þar af leiðandi ætti það að vega vel á móti " velmeguninni". Ég held því fram eins og fleiri að borgarlínan komi ekki til með að borga sig. En það standa víst allir flokkar með þessari vitleysu á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Það eru engin efni til að mæta á kjörstað í vor .

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.1.2018 kl. 08:50

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Vissulega fer hluti ferðamannanna í strætó en flestir farðast þeir um í leigubílum, bílaleigubílum eða fara í ferðir með rútufyrirtækjunum. Í dag er tíundi hver bíll á Íslandi bílaleigubíll og akstur þeirra og leigubíla telja með í akstri. En reyndar eru þessar ferðavenjukannanir sem segja til um hlutfall hvers ferðamáta í umferðinni gerðar meðal Íslendinga en ekki ferðamana og teljast ferðamennirnir því ekki með í þeim könnunum.

Sigurður M Grétarsson, 15.1.2018 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband