Bann við vinstri beygju á gatmanótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á annatíma.

Þegar ég fer um Miklubraut á annatíma hef ég séð að það eru fyrst og fremst gatnamótin við Lönguhlíð sem eru flöskuhálsinn bæði á morgnanna og síðdegis. Þegar framhjá þeim er komið gengur umferðin greiðar fyrir sig. Astæðan sýnkst mér vera allavega á morgnanna að það eru það margir að taka vinstri beygju af Miglubraut inn á Lönguhlíð að röðin þar nær langt út fyrir afreinina og stíflar því vinstri akreinina á Miklubrautinni. Það er því spurning hvort það myndi ekki bæta afkastagetu gatnamótanna varðandi umferð til vesturs um Miklubraut að banna þessa vinstri beygju á annatíma rétt eins og gert er með gatnamót Reykjanesbraurar og Bústaðavegar.Vissulega mun þetta leiða til þess að þeir sem þurfa að komast austan að og inn í Hlíðahverfi sunnan Miklubrautar þurfa þá að taka vinstri beygjauna annars staðar og það væntanlega auka umferð um Hamrahlíð sem skólabörn þurfa að ganga yfir og því þyrfti að gera ráðsafanir þar eða að bæta fleiði inn í hverfið eftir öðrum leiðum til dæmis af Bústaðarvegi eða auðvelda U beytju á gatnamótum Lönguhlíðar og Skaptehlíðar jafnvel með hringtorgi þannig að það væri hægt að taka hægri beygju inn í Lönguhlíð og síðan taka U beygjuna og fara beint yfir Miklubrautina.


mbl.is Vill einstefnu á Miklubraut og Sæbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband