Aðför að þeim sem gagnrýna Ísrael.

Hér er um að ræða enn eina aðförina að þeim sem gagnrýna hið grimma hernámsveldi Ísrael sem felst í því að væna þá að ósekju um gyðingahatur. Ég hef séð margar greinar þar sem Corbyn hefur verið sakaður um gyðingahatur og í fæstum þeirra hafa verið nefnd dæmi ásökununum til stuðnings og í þeim fáu tilfellum sem það hefur verið gert hefur verið um að ræða gagnrýni á Ísrael eða að hann hafi staðið við gröf einhvers sem grunaður var um að hafa skipulegt hryðjuverk sem ekkert hefur með gyðingahatur að gera. Hann er einnig ásakaður um að hafa tekið seint við sér við að taka á gyðingahatri í flokki sínum meðan hann var þar formaður en það var síst verra en hvað varðar isalmafobiu sem er síst skárri en gyðingahatur og síst verra en í öðrum breskum flokkum.

 

Þessar persónuárásir og persónuníð sem felst í því að væna menn að ósekju um gyðingahatur fyrir það að gagnrýna Ísrael er með verstu árásum á tjáningarfrelsi sem viðgengst á Vesturlöndum í dag. Með þessu er verið að beita þöggun gegn gagnrýni sem þó er nauðsynleg til að fækka stríðglæpum Ísraela því þeir munu bara auka þá ef gagnrýnin á þá minnkar.

 

Það hafa ýmis samtök komið fram með alls konar skilgreiningar gagnrýni á Ísrael sem gyðingahatri og þær sem mestri útbreiðslu hafa náð hafa komið frá IHRA og eru þær orðnar hluti af löggjöf rúmlega 30 ríkja þar á meðal Bretlands. Því er það þannig að þó um sé að ræða svo vægt sé til orða tekið fáránlegar skilgreiningar þar sem það er alls ekki það sama að vera Ísraeli og að vera gyðingur þá breytir það því ekki að þetta er hluti af breskri löggjög gegn hatursorðræðu og þar með getur bresk þingnefnd eins og jafnréttis og mannréttindanefnd breska þingsins ekki gert annað en að miða við hana í sínum úrskurðum og Corbyn hefur örugglega gert sumt af því sem þar er ranglega skilgreint sem gyðingahatur. Þessi úrskurður er því engin sönnun þess að Corbyn hafi gerst sekur um raunverulegt gyðingahatur meðan ekki hafa verið nefnd nein dæmi sem getur með einhverjum vitrænum hætti flokkast undir slíkt.

 

En það versta er að það að flokka gagnrýni á Ísrael sem gyðingahatur gengifellir það orð og gerir baráttuna gegn raunverulegu gyðingahatri erfiðari en ella væri. Það er því löngu komin tími til að berjast með hörku gegn þessu fáránlegu skilgreiningum á gyðinghatri með mannréttindi og tjáningarfrelsi að leiðarljósi. Og að sjálfsögðu þarf að bera blak af Corbyn sem hefur ranglega verið ásakaður um gyðingahatur og vikið úr breska Verkamannaflokknum á grundvelli þess.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=VMc_0gaeoBU&feature=youtu.be&fbclid=IwAR1YQSDx7_sR-obp0dv6pehKZG_J0u9-McOe6pot7sfSHtLhZzcawwVyCsc

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er eitt sterkasta vopn peningaaflanna í heiminum, að forheimska lýðinn með því að halda honum í eilífu samvitzkubiti yfir því sem ein þjóð gerði, Þjóðverjar, fyrir löngu, Soros og Bill Gates einna oftast nefndir. Þeir ríku verða sífellt ríkari og þeir fátæku sífellt fátækari, ritskoðunin vopn til að fela þetta. Friður á milli Palestínu og Ísraels kemst frekar á ef við hér á vesturlöndum hættum að skipta okkur í pólitískar fylkingar og reyndum að nota kærleikann og skynsemina meira. 

Það er nauðsynlegt að losna út úr allskonar skotgröfum sem voru grafnar fyrir löngu. Það er áhyggjuefni hvernig andstæður hafa skerpzt nú í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum og með farsóttinni. Það eru allskonar orð sem fólk þorir varla lengur að nefna upphátt af ótta við stimpla. Mér finnst gott að mín fjölskylda geymir fjölbreytilega pólitíska flóru, það hefur gert mig víðsýnni. 

Ég tel að margt furðulegt geti gerzt á næstu árum og kannski eitthvað miður geðslegt. Spennustigið er of hátt víða. Ég er hræddur um að þessir forríku billjarðamæringar muni nota einhver undarleg ráð til að blekkja almenning og halda stöðu sinni. Hver veit hvort þessi kreppa er afrakstur þeirra áætlana einsog sú síðasta, 2008?

Ingólfur Sigurðsson, 1.11.2020 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband