Meira af þessu

Nú er ég stoltur af formanni flokks míns og utanríkisráðherra Íslands. Vonandi notar hún þessi sömu orð á alþjóðavettvangi og í skilaboðum sínum til ísraelskra stjórnvalda.

 

Meira af þessu. Við Íslendingar þurfum að gera miklu meira en hingað til í aðstoð okkar við kúgaðar hernumdar þjóðir. Við þurfum einnig að gera meira af því að tala skýrum orðum til kúgara heimsins.


mbl.is Utanríkisráðherra sendir kveðju á baráttufund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meiri öfgamennskan.. að styðja hryðjuverkasamtök.. jahérna!

Ættir frekar að mótmæla daglegum flugskeytaárásum hamasliða.. sem hlaupa síðan inn í hóp kvenna og barna (human shields)

Meiru hetjurnar sem þú ert að tala með og styðja. Akkúrat svona menn eins og þú sem kjósið þessa vitleysinga á þing.

Eigið ekki að fá að kjósa!

Jakob (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:43

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jakom. Talandi um stuðning við hryðjuverkasamtök þá er ekki nokkur spurning að verstu hryðjuverkasamtök Miðausturlanda eru ísraelski herinn. Mér sýnist þú styðja þau.

Það er engin að tala um stuðning við nein hryðjuverkasamtök. Það er verið að tala um mótmæli vegna slátrunar Ísraela á saklausu fólki og kúgun þeirra á saklausu fólki vegna þess, sem einhverjir aðrir eru að gera Ísraelum. Þetta kallast hóprefsingar og teljast til stríðsglæpa.

Sigurður M Grétarsson, 6.3.2008 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband