Höfum við Íslendingar ekki sjálfstæða utanríkisstefnu?

Hvað voru okkar fulltrúar að gera með því að fylgjast með því hvað norðmenn gerðu? Höfum við ekki sjálfstæða utanríkisstefnu? Af hverju var ekki einfaldlega ákveðið í íslenska utanríkisráðuneytinu að ef Ahmadinejad færi yfir ákveðin strik þá færu íslensku fulltrúarnir út eða þá bara að þeir færu alfarið ekkert út sama hvað kallinn segði? Það er ekki eins og það sé að lýsa yfir stuðningi við málflutning ræðumanns á alþjóðlegri ráðstefnu að sitja áfram í salnum meðan hann talar. Til þess eru alþjóðlegar ráðstefnur að menn skiptist á skoðunum og hlusti á hvern annan. Það segir ekkert um það hvort menn séu sammála ræðumönnum.

 

Ég hef nú ekki heyrt þessa ræðu en kom eitthvað gyðingahatur fram í henni?


mbl.is Íslendingar gengu ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta  er maðurinn  sem  lætur hengja  konur fyrir hórdóm, drepa  homma og lesbíur  og  kaghýðir  fólk  á  almannafæri sem  er að  skemmta  sér úti á  kvöldin.

Svo þykist þessi  apaköttur hafa efni á því  að senda öðrum tóninn  og  er algjör  rasisti heimafyrir  og  lætur ofsækja og hundelta  fólk  af öðrum trúarhópum..  Auk þess  sem hann hótar gereyðingu á Ísrael og kallar  Bandaríkin Satan hinn mikla.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: ThoR-E

Þeir hefðu ekki farið ... nema ef norðmenn hefðu farið.

Hverskonar trúða vorum við að senda út ??

ThoR-E, 20.4.2009 kl. 14:44

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Seðlabankinn á bak við þetta allt!!

Þorsteinn Siglaugsson, 20.4.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Íslenska þjóðin á ekki að taka þátt í ráðstefnum sem ganga út á að lítillækka gyðinga og Ísraelsríki. Ég tel óeðlilegt að alþjóðaráðstefnur séu misnotaðar til þess.

Hilmar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 14:52

5 identicon

Er ekki gott mál að þessi maður komi á þessa ráðstefnu svo hægt sé að leiða hann í ljós villu síns vegar? Mér hefur aldrei þótt það góð samskiptaleið að skella skollaeyrum við viðmælenda, en konunni minni finnst það vera þjóðráð og ég veit því af eigin reynslu hversu léleg stjórnsýsla það er. Hvernig væru samkundur SÞ ef allir gengju út ef mælandi væri með aðrar skoðanir en þeir sjálfir? Það getur verið að Ahmadinejad sé mikill apaköttur með skrýtnar skoðanir, já jafnvel kynþáttahatari, en er það ekki kjörið til þess að gera að umtalsefni á þessari ráðstefnu? Er það þannig að ekki er hægt að halda ráðstefnu án þess að allir séu sama sinnis?

Jón (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 15:09

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Var nokkur þörf á að senda fulltrúa Íslands á þessa ráðstefnu? Nóg að gera samning við eitt af hinum norðurlandaþjóðunum um að kjósa fyrir okkur. Með þessu móti má spara háar upphæðir víða í utanríkisþjónustunni.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.4.2009 kl. 15:25

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Við hefðum ekki átt að gera samning við aðrar norðurlandaþjóðir heldur hefði Ísland átt að neita þáttöku í þessari dulbúnu gyðingahatursráðstefnu og styðja þar við bakið á þeim fjölmörgu lýðræðisþjóðum sem fordæmdu ofstækið í ályktun ráðstefnunar.

Hilmar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 15:49

8 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Sammála, íslendingar hefðu átt að sniðganga þessa ráðstefnu. Allavega nýta sjálfstæðan vilja til að taka ákvarðanir, ekki bara horfa til aðra hvað þeir gera. Fyrir mér hljómar þetta bara eins og ákvörðunarfælni og eins og sagt er í ensku mælandi löndunum "gutless"!

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 20.4.2009 kl. 16:01

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gæti ekki verið meira sammála Sigurður. Ef ekkert heyrist frá utanríkisráðherra um málið er verið að samþykkja gyðingahatur.

Guðmundur St Ragnarsson, 20.4.2009 kl. 16:22

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er mikill misskilningur að þessi ráðstefna gangi á einhvern hátt út á gyðingahatur. Þessi ráðstefna gengur út á baráttu gegn kynþáttahatri og þar með er sjálfsagt og eðlilegt að ræða þá aðskilnaðarstefnu, sem er í gangi í Ísrael. Þar er í gangi aðskilnaðarstefna, sem gefur ekkert eftir aðskilnaðarstefni Suður Afríku á hennar verstu dögum. Eini munurinn er að í Suður Afríku snerist þetta um það hvort menn væri hvítir eða ekki hvítir en í Ísrael snýst þetta um það hvort menn eru gyðingar eða ekki gyðingar.

Í Ísrel búa gyðingar í sérstökum hverfum og þar mega aðrir ekki búa. Gyðingar mega heldur ekki búa annars staðar. Þar með geta elskendur þar, sem annar er gyðingur en ekki hinn ekki búið saman.

Bæði heilbrigðis og menntakerfi er betra í gyðingahverfum en annar starar.

Hjónabönd gyðinga og fólks af öðrum trúarbrögðum eru bönnuð í Ísrael. Reyndar njóta önnur hjónabönd en hjónabönd tveggja gyðinga ekki fullrar viðurkenningar í Ísrael.

Alþjóðleg ráðstefna um kynþáttahatur myndi setja mikið niður við að ræða ekki þessa aðskilnaðarstefnu Ísraela. Það breytir þó ekki því að trúarbragðakúgun er mun verri á ýmsum stöðum en í Ísrael og eru þau tilfelli væntanlega líka rædd á þessari ráðstefnu.

Sigurður M Grétarsson, 20.4.2009 kl. 18:30

11 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú mátt vera kristinn í Ísrael. Hvernig heldur þú Sigurður að það gangi t.d. í Íran? Hvernig stendur á því að Samfylkingarfólki er svona uppsigað við Ísrael eingöngu en minnist t.d. ekkert á voðaverk Hamas og/eða Hizbollah á eigin fólki. Vissulega er ekki allt fullkomið í Ísrael, reyndar langt í frá en það er þó lýðræðisríki. Hamas menn hika ekki við að myrða eigið fólk ef það sýnir vott af hegðun sem kenna má við hinn Vestræna heim. Aldrei heyrir maður rætt um þetta.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.4.2009 kl. 01:22

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eigi skal böl bæta með því að benda á annað verra. Það er alveg rétt hjá þér að trúfrelsi er minna í sumum nágrannaríkjum Ísraels en það er í Ísrael. Það er hins vegar mikill misskilningur að það sé reglan. Þetta er slæmt í Íran, Saudi Arabíu og Kuweit. Til dæmis eru um 10% Egypta kristnir.

Þetta breytir ekki því að þegar ríki, sem kallar sig "lýðræðisríki" mismunar þegnum sínum jafn mikið og Ísraelar gera þá er ástæða til þess að fordæma slíkt. Reyndar er þessi aðskilnaðarstefna Ísraela slík að Ísrel getur vart talist til lýðræðisríkja. Ísrael er álíka mikið lýðræðisríki og Suður Afríka var á dögum Apartheit.

Magir Arabar, sem eru fæddir í Ísrael og geta sumri rakið ættir sínar margar aldir aftur í tíman hafa ekki enn fengið ríkisborgararétt í Ísrael rúmum 60 árum eftir stofnun þess. Þeir hafa því ekki kosningarétt. Innflytjendur í Ísrael, sem ekki eru gyðingar geta ekki fengið ríksborgararétt þar og þar með ekki fengið kosningarétt. Innflytjendur, sem eru gyðingar fá hins vegar fljótt ríkisboragarétt og þar með kosningarétt.

Það hlýtur að vera eðlileg krafa að ríki, sem vill láta kalla sig "lýðræðisríki" gefi íbúum landsins jafnan rétt til að hafa eða geta öðlast kosningarétt. Slíku er ekki fyrir að fara í Ísrael.

Sigurður M Grétarsson, 21.4.2009 kl. 14:05

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

var eitthvað ósatt í því sem íransforseti sagði ? 

Óskar Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband