Mýtan um að "Ísrael sé eina lýðræðisríkið í miðausturlöndum".

Það er að koma betur og betur í ljós sem öllum sem til þekkja hefur verið ljóst að fullyrðingin um að "Ísrael sé eina lýðræðisríkið í miðausturlöndum" er mýta. Ísrael er ekki og hefur aldrei verið alvöru lýðræðisríki.

Ísrael er aðskilnaðarríki og hefur því lýðræði aldrei verið betra í Ísrael heldur en í Suður Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar þar. Stór hluti íbúa í Ísrael er ríkisfangslaus og hefur því ekki kosningarétt. Þetta eru Íbúar þeirra svæða sem Ísraelar hafa hermumið og stjórna. Einnig er það svo að aðeins gyðingar sem flytjast til Ísraels geta fengið ríkisborgararétt þar. Þeir fá hann strax en aðrir innflytjendur fá hann aldrei. Og þar sem ríkisborgararéttur er forsemda fyrir kosningarétti þá er hér um það grófa mismunun að ræða hvað kosningarétt varðar að ekki er hægt að telja land með slíka mismunun til lýðræðisríkja. Og þó vissulega geti arabískir þingmann fengið ráðherraembætti í Ísrael þá eru mikivægustu ráðherraembættin frátekin fyrir gyðinga. Það á til dæmis við um forsætisráðherraembættið, varnarmálaráðherraembættið og utanríkisráðherraembættið.

Fyrir utan þetta er tjáningarfrelsi ekki upp á marga fiska í Ísrael þó vissulega séu til mörg verri ríki hvað það varðar. Það er til dæmis bannað að tala opinberlega um "naktbar" sem er orð Araba um "katastrófuna" eða hörmungarnar sem þeir meta stofnun Ísraels vera. 


mbl.is Ísraelar samþykktu umdeild lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband