Barátta gegn stríðsglæpum Ísraela er ekki gyðingahatur.

Það að vera Ísraeli og það að vera gyðingur er ekki það sama. Gagnrýni á Ísrael er því ekki gyðingahatur ekki frekar en að gagnrýni á glæpi Rússa í Úkraínu sé hatur gegn trúfélagi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.. Barátta gegn stríðglæpum Ísraela er ekki gyðingahatur. 

 

Meira að segja ósanngjörn og ómakleg gagnrýni á Ísrael er ekkert annað en ósanngjörn og ómakleg gagrnýni á Ísrael, ekkert meira og ekkert minna en það. Að kalla það gyðingahatur gerir menn ómarktæka í umræðunni um málefni Ísraels og Palestínu.

 

Izhar Cohen rökstyður ekki fullyrðingu sína um það að við Íslendingar virðum mannréttindi Ísraela eða gyðinga minna en annarra og nefnir ekkert dæmi þeim orðum sínum til stuðnings. Við studdum líka að Rússum væri vikið úr Eurovision og erum því samkvæmir sjálfum okkur öfugt við þá sem studdu útilokun Rússa en ekki Ísraela.


mbl.is Sakar íslensku þjóðina um gyðingahatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband