Það er lygi að fundarmönnum hafi verið varnað inngöngu.

Valdimar lýgur því að gestir samstöðufundarins utan við Grand Hotal hafi vernað fundargestum inngöngu. Þeir stóðu vissulega nálægt þeim stað sem þurfti að fara til að komast inn en engum var varnað inngöngu og það þurfti því aldrei að aðstoða neinn í því enfi. Margir gengu þvert í gegnum samstöðuhópinn og var fikið kurseislega fyrir þeim. Í þeim tilfellum sem til orðaskipta kom þá voru það fundargestir sem áttu upptökin að því.

Valdimar talar um að það þurfi að hafa varan á gegn öfga Isalmistum. Það er rétt hjá honum, það þarf að hafa varan á gegn öllum öfgastefnum þar með talið öfga Islam. Þeir öfgamenn sem þó þarf einna mesta að hafa varan á vegna þess að þeir eru ein mesta öryggisógnin eru öfga þjóðernissinnar og útelndingahatarar og þá sérstaklega mönnum eins og Robert Spencer og Valdimari sjálfum.

Það er alveg ljóst að með vali á frummælendum að það sem vakti fyrri Vaki var ekki upplýst umræða um Islam heldur að dreifa ragngygmundum um Islam og breiða út fordóma og hatur í garð Múslima. Það er því alveg ljóst hvers konar félagsskapur þetta félag Vakur er og það eru þannig öfgamenn sem þörf er að hafa gætur á því með máflutningi sínum er alið á hatri sem mun leiða af sér hatursglæpi. Höfum í huga að Andreas Breivik vitnaði 50 sinnum í Robert Spencer í sínum skrifum fyrir morðin í Ósló og Útey og þó hann hafi vissulega vitnað í marga aðra þá vitnaði henn ekki jafn oft í neinn annan. Það er því alveg ljóst hvaðan Breivik fékk sínar ranghugmyndir um Múslima sem voru orsök þess að hann framkvæmdi voðaverk sín. Vissulega er ljóst að hann gengur ekki heill til skógar en það er einmitt hættan sem er af svona skrifum eins og skrifum Robert Spencers. Það er alltaf hætta á að það séu fólk sem ekki gengur heilt til skógar sem trúir hatursvoðskapnum og telur hættu vera á ferðinni sem þurfi að bregðast við. Það er þannig sem slík skrif leiða til hatursglæpa og því bera höfungar þeirra skrifa ábyrgð þó þeir fremji voðaverkin ekki sjálfir.


mbl.is Um 500 mættu á fund um íslam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband