Að taka upp stjórnmálasamband er ekki friðarsamningur.

Hvernig getur það flokkast sem "friðarsamningur" þegar þjóðir sem aldrei hafa átt í stríði við hverja aðra og aldrei hefur staðið til að færu í stríð við hverja aðra taka upp stjórnmálasamband? Hvar hafa friðarhorfur aukist við þessa samninga um að taka upp stjórnmálasamband? 

 

Staðreyndin er sú að friðarhorfur hafa ekki aukist á nokkurn hátt við þetta heldur þvert á mólti minnkað. Það er vegna þess að þessi Arabaríki höfðu áður sett það sem skilyrði fyrir því að taka upp stjórnmálsamband við Ísrael að þeir gerðu friðarsamninga við Palestínumenn. Núna hafa þessi ríki fallið frá þessu skilyri og það er augljóst að það minnkar þrýstingin á Ísraela að gera friðarsamninga við Ísraela og þar með minnka líkurnar á að þeir geri friðarsamninga við Palestínumenn og láti af hernámi sínu á landi Palestínumanna. Þar með minnka líkurnar á að hernáminu verði hætt og þar með á að friður komnist á milli Ísraela og Palestínumnanna. 

 

Ísraelar hafa aldrei boðið Palestínumönnum neitt annað en afarkosti sem eru algerlega óásættanlegir fyrir þá og ekki hægt að ætlast til að þeir sætti sig við. Ísraelar hafa meðal annars alltaf gert kröfu um að fá að innlima það er stela hluta af landi Palestínumanna, hafa alfarið hafnað að virða rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur heim, hafa gert kröfu um að fá að stjórna ytri landamærum ríkis Palestínumanna sem væri fyrir vikið ekki fullvalda ríki og hafa gert kröfu um að Palestínumenn megi ekki koma sér upp her meðan þeir sjálfir hafa áskilið sér rétt til að vígbúast eins og þeim lystir. Þetta hafa ekki verið friðartilboð heldur í besta falli niðurlægjandi uppgjafarskilmálar.

 

Þessu er ekki að fara að linna ef þrýstingur á Ísraela um að gera friðarsamninga við Palestínumenn er minnkaður heldur þarf þvert á móti að auka þann þrýsting til að mögulegt eigi að vera að ná friðarsamningum á þessum slóðum.


mbl.is Kushner tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband