Umferðastýrð umferðaljós skynja ekki hjólreiðamenn.

Það er sjálfsagt mál að setja reglur um hjólreiðamenn og að sjálfsgðuf eiga hjólreiðamenn að virða umferðaljós. En gallinn er hins vegar sá að mjög víða um allt land eru umferðastýrð unferðaljós það eru ljós þar sem stöðugt logar grænt ljós á aðra götuna en ef ökutæki kemur að ljósunum af hinni götunni þá er skynjari sem nemur það ökutæki og kallar fram grænt ljós fyrir það ökutæki. Gallinn við þetta fyrirkomulega er það að fæst þessara ljósa skynja hjólreiðamenn og því kallast ekki fram grænt ljós þó hjólreiðamaður komi að þessum gatnamótum. Hjólreiðamaðurinn þarf því að velja milli þess að bíða þangað til næsti bíll eða annað ökutæki sem þessi ljós skynja kemur að gatnamótunum og kallar fram grænt ljós eða að fara yfir á rauðu ljósi. Oft getur biðin eftir næsta ökutæki sem ljósin skynja orðið ansi löng.

Landsamtök hjólreiðamanna hafa ítrekað bent löggjafanum á þetta þannig að það er ekki óviljaverk að þessi lög eru sett svona án þess að taka á þessu vandamáli og getur slíkt ekki talist annað en forkastanleg vinnubrög löggjafans.


mbl.is Nýtt sektarákvæði fyrir hjólreiðafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband