Fullyrðingin um að þessari breytingu sé beint af þeim tekjulægstu er HAUGALYGI.

Málið er einfalt. Skattabreyting sem felst í lækkun skattprosentu lækkar skatta meira hjá þeim sem hafa hára tekjur en lágar.Það er óháð því hvort sú prósentulækkun er á lágt eða hátt skattþrep. Þær breytingar sem ríkisstjórnin boðar eru þannig að þeir sem eru með 325.000 kr. á mán. eða meira njóta  hennar að fullu með tæplega 6.800 kr. skattalækkun á mán. en þeir sem hafa tekjur undir því fá minni skattalækkun en þeir sem eru með tekjur þar fyrir ofan.  Ef í stað þess að fara þessa leið væri persónuafslátturinn einfaldlega hækkaður um þessar tæplega 6.800 kr. á mán. þá myndu þeir sem hafa tekjur undir 325.000 kr. líka njóta skattalækknuarninar að fullu svo fremi að þeir greiði 6.800 kr. á mán. eða meira í tekjuskatt.

Það er því einfaldlega haugalygi að þessar skattbreytingar hygli lágtekjufólki meira en  hátekjufólki. Hún er þvert á móti hönnuð með þeim hætti að þeir sem hafa lægstu tekjurnar fá minnstu skattalækkunina.  Stjórnvöld hafa hins vegar sett upp blekkingarleik til að láta líta svo út að þessu sé öfugt farið. Það gera þau með því að sýna línurit þar sem sýnd er skattalækkun þar sem tekjur eru á x X ásnum en í stað þess að hafa skattalækkun í krónum á Y ásnum eins og eðlilegt væri þá sýnir  hann skattalækkunina sem hlutfall af tekjum. Þar sem 6.800 kr. eru hærra hlutfall af 325.000 kr. en 900.000 kr. þá sýnir línurit sem sett er fram með þeim hætti meiri skattalækkun hjá lágtekjuhópum þó svo sé ekki raunin. Vissulega má segja að aðili sem er með 325.000 kr. í laun á mán. munar meira um 6.800 kr. skattalækkun en aðili sem er með 900.000 kr. á mán. í laun en það breytir ekki þeirri staðreynd að lágtekjumaðurinn fær ekki meira fyrir þann pening en hátekjumaðurinn.

Það er vissulega pólitískt viðhorf að rétt sé að lækka skattprósentuna frekar en að hækka persónuafsláttinn þó það gagnist hátekjufólki meira og er full ástæða til að virða þá skoðun þó menn séu ósammála henni. En það er vægast sagt lélegt að stjórnvöld séu ekki tilbúin að standa með þeirri ákvörðun sinni sem byggir á þeim viðhorfum heldur skuli í staðinn standa að blekkiingum til að láta fólk  halda að aðgerðin feli annað í sér en hún gerir í raun eins og þau væru popúlistaflokkur. Að þau skuli ekki geta sagt satt um það að þau vilji lækka skatta meira á  hátekjufólk en lágtekjufólk og tillögur þeirra beri það með sér er aumkunarvert og segir ansi mikið um núverandi ríkisstjórn.


mbl.is Frekari breytingar ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband