14.7.2010 | 13:33
Ég er sammála Assange.
Ég tek undir það, sem Assange segir. Manning er hetja en ekki skúrkur fyrir að hafa komið þessum upplýsingum til heimsbyggðarinnar. Nú þarf að hefja baráttu fyrir því að fá Manning lausn úr fangelsi enda á hann ekki neitt erindi þangað. Þeir hermenn, sem stóðu fyrir þeim morðum á óbreyttum borgurum, sem Manning upplýsti um eiga hins vegar hvergi heima annars staðar en í fangelsi og það sama á við um þá forráðamenn í bandaríska hernum og bandaríksu stjórnkerfi, sem reyndu að hilma yfir glæpi þeirra.
Ekkert hefur neins staðar komið fram, sem bendir til þess að Manning hafi komið út upplýsingum, sem skaðað geta öryggishagsmuni Bandaríkjanna. Það að leka upplýsingum, sem geta verið óþægileg fyrir sitjandi stjórnvöld flokkast ekki undir slíkt og geta heldur ekki flokkast undir neitt, sem glæpsamlegt má teljast að koma á framfæri.
Hafði aðgang í Írak að skjölum um Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyllilega sammála.
Hans Miniar Jónsson., 14.7.2010 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.