Mikið væri það gott ef hægt væri að ferðast til Palestínu án þess að fara fyrst til Íslrael.

Væntanlega er þó nokkur hluti þeirra ferðamanna, sem kemur til Ísrael einfaldlega að heimsækja Palestínu en langar ekkert til Ísrael. Það er hins vegar ekki hægt að ferðast til Palestínu öðruvísi en að fara fyrst til Ísrael nema hvað stundun er hægt að fara í gegnum Egyptaland á eigin vegum en ekki með ferðaþjónustuaðila að því er ég best veit.

 

Fyrir okkur, sem styðjum frelsisbaráttu Palestínumanna og viljum ekki versla við hið grimma hernámsríki Ísrael vegna grimmilegrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum er það hins vegar mikill galli að geta ekki heimsótt Palestínu öðruvísi en að fara í gegnum Ísrael og eiga þannig þó nokkur viðskipti við Ísraela. Þannig er mjög erfitt að komast hjá því að styrkja ríkissjóð Ísraels og þar með efla hinn grimma Ísraelsher þegar maður heimsækir Palestínu.

 

Ekki það að ég hafi nokkurn tímann heimstótt Palestínu en ég hef áhuga á að gera það. Mér er hins vegar meinilla við að versla við Ísrael og kaupi þess vegna til dæmis ekki tölvu með Intel örgjörfa og fæ mér heldur ekki Soda Streem tæki þó mig langi í það. Hef reyndar séð svipað þýskt tæki á markaðnum og má vera að ég kaupi það.


mbl.is Aldrei fleiri ferðamenn heimsótt Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú þarft ekkert að fara til Ísraels ef þú ert á móti því. Fljúgðu bara til Amman, Jórdaníu og farðu yfir Allenby bridge og beint til Jericho, þá ertu kominn inn á palenstínsku svæðin.

Guðjón Ólafsson (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 02:05

2 identicon

Er virkilega svona erfitt að heimsækja Palestínu frá öðrum löndum sem liggja að svæðinu ?

Eru Ísraelar eina þjóðin sem auðveldar ferðamönnum aðgang að Palestínu ?

runar (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband