25.1.2011 | 09:44
Hver trúir því að skýrsla meints sakamanns um réttmæti athafna sinna sé óhlutdræg?
Bandaríkjamenn gera lítið úr sér með þessum ummælum sínum. Ísralar neituðu að heimila alþjóðlega rannsókna á þessu máli og ákváðu í staðinn að gera sína eigin "rannsókn". Hvað höfðu Ísralar að óttast varðandi alþjóðlega rannsókn ef allt hefði verið í lagi með aðgerðir þeirra og þær staðist alþjóðalög? Þessi skýrsla Ísraela er ekkert annað en hvítþvottur en ekki rannsókn fyrir fimm aura.
Þetta er enn ein sönnun þess að Bandaríkjamenn eru handbendi Ísrala. Þeir taka alltaf upp hanskann fyrir þá í tilfellum eins og þessu. Það breytir engu hversu alvarlega glæpi Ísralar fremja alltaf skulu Bandaríkjamenn réttlæta það og kasta sökinni yfir á fórnarlömbin.
Í þessari árás skutu Ísraelar meðal annars mann fyrir það eitt að reyna að senda út myndir af aðgerðum þeirra. Hann ógnaði ekki hermönnum þeirra á nokkurn hátt heldur var hann að reyna að senda myndur úr tölvu í gegnum gerfihnött. Svona gera ekki menn, sem hafa ekkert að fela. Ef Ísraelar hefðu ekki haft neitt að fela þá hefðu þeir heldur ekki tekið allar myndir og myndavélar af fólkinu, sem þeir handtóku. Það að þeir gerðu það segir allt, sem segja þarf um það hversu löglegar og eðlilegar þessar aðgerðir Ísraela voru. Á þessum myndum hafa klárlega verið myndir af alverlegum glæpaverkum Ísraela auk mynda, sem sýna hverjir það voru, sem hófu ofbeldið í þessari atburðarrás.
Segja rannsókn Ísraelsmanna trúverðuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ekki spurning um það hvort Ísraelar hafi gert eitthvað af sér, og verður aldrei. Menn gerðu val fyrir 60 árum síðan, sem gekk út á það að bölsóta þjóðverjum (og Evrópu), og hampa Gyðingum. Menn tóku þetta val út frá hagsmunarsjónarmiðum og það er of seint, að breita þessu vali nú. Ef menn færu að "rannsaka" Ísrael, myndi það leiða af sér stórfellda hringiðu atburða, sem yrðu til þess að allir atburðir Evrópu yrðu skoðaðir í öðru ljósi ... því er notast við "láttu þá sjálfa um að refsa sínum eigin".
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.