Goðsögnin um það hversu mikil áhæta er fólgin í Icesave samningum.

Áberandi andstæðingar þess að við klárum Icesave málið með samningum hafa farið mikinn þar sem þeir mála skrattann á vegginn varðandi þá áhættu sem af samningum leiðir. Þar horfa þeir reyndar alveg framhjá því að öll sama áhættan bara mun hærri í krónutölum leiðir áf dómstólaleiðinni. Þar tala menn um gengisáhættu og áhættu varðandi heimtur úr þrotabúinu. Menn tala jafnvel þannig að raunhæfur möguleiki sé á að það komi nánast ekkert úr þrotabúinu. Skoðum þetta nánar.

 

Þrotabú Gamla Landsabankans er metið á um 1.200 milljarða kr. Náist sú upphæð fyrir eignirnar þá dugar hún fyrir 90% af forgangskröfum.

 

Um þriðjungur þessara eigna er í beinhörðum peningum að mestu í gjaldeyri. Það er því ákaflega lítil óvissa um þennan þátt bæði hvað varðar heimtur og gengisáhætta á móti skuld í erlendum gjaldmiðlum.

 

Hátt í annan þriðjungur í viðbót er í formi skuldabréfs frá Nýja Landsbankanum vegna kaupa hans á skuldabréfasafni Gamla Landsbankans. Þetta bréf er án efa með veði í þessu sama skudlabréfasafni. Þetta er íslenski hluti safnsins og var hann verulega mikið færður niður við kaupin. Þetta skudlabréf dekkar upphafsgreiðsluna af skuldabréfasafninu miðað við verðmat sem gerir ráð fyrir að allt fari hér á versta veg varðandi innheimtur úr þessu safni. Það er inni endurskoðunarákvæði á næsta ári og þá getur farið svo að Nýi Landsbankinn þurfi að greiða meira fyrir skuldabréfasafnið. Þetta skuldabréf er án efa með verðtryggingu enda væri annað óásættanleg áhætta bæði fyrir Nýja Landsbankann og kröfuhafa í þrotabú bankans. Nýi Landsbankinn var stofnaður með lágmarks eigin fé og því hefur það verið útilokað að taka þá áhættu að skuldabréfið væri með annars konar kjörum en skuldabréfsafnið sem ver verið að kaupa en það er að mestu í formi verðtryggðra lána.

 

Eins og margir hafa sagt í umræðunni um verðtryggð lán þá er verðtryggð íslensk króna einn sterkasti gjaldmiðillinn á byggðu bóli. Slíkt bréf rýrnar ekki að verðgildi í erlendum gjaldmiðlum nema raungengi íslensku krónunar lækkii. Það er ekki nóg að gengið sjálf lækki því ef það kemur verðbólga á móti þá hækkar verðtryggt skuldabréf sem henni nemur. Það þarf að fara allt aftur til ársins 1914 til að finna lægra raungengi en er á íslensku krónunni í dag. Það eru því hverfandi líkur á að raungildi krónunnar læki svo einhverju nemi og gerist það ekki nema hér verði annað og enn alvarlegra hrun en þegar er orðið.

 

Síðan er rúmur þriðjungur á metnu verðmæti þrotabúsins í formi hlutabréfa sem eru að mestu í erlendum fyrirtækjum. Þau eru verðmetin á þriðjung af nafnverði. Nýlega voru söluaðilar þessara hlutabréfa að hafna tilboði í Iceandic fóod sem var einum milljarði punda hærra en verðmat skilanefndar. Því var hafnað af því það þótti ekki nógu hátt. Hlutabréf þrotabúsins í þessu fyrirtæki eru til sölumeðferðar núna og miðað við þetta tilboð er flest sem bendir til að sú sala ein og sér fari langt upp í verðmat á öllu hlutabréfasafni þrotabúsins. Sú sala er í pundum. Það er því fátt sem bendir til þess að um ofmat á eignum þrotabúsins sé að ræða.

 

Svo er þess vert að geta að nú ganga skuldbréf frá Gamla Landsbankanum kaupum og sölum á 9% af nafnverði. Það er því klárt að aðilar á markaði gera ráð fyrir að söluverð eigna þrotabúsins dugi fyrir öllum forgangkröfum og talsvet upp í almennar kröfur. Það eru reynar einhverjir sem vilja túlka þetta þannig að þeir séu að treysta á að þeim þætti neyðarlaganna að setja innistæður í forgang verði hafnað af íslenskum dómstólum en það er frekar langsótt þegar haft er í huga að ESA hefur úrskurðað að þetta brjóti ekki í bága við EES reglur því þetta hafi verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir neyðarástand. Það er því heldur langsótt að aðilar á markaði setji mikið traust á að Hæstiréttu Íslands komist að annrri niðurstöðu. Þetta verðmat er því að öllum líkindum fyrst og fremst vegna þess að fjárfestar hafa trú á að eignasafn þrotabúsins sé stórlega vanmetið af skilanefnd bankans.

 

Það má því vera ljost að því fer víðs fjarri að hætta sé á að þessir þættir valdi því að Icesve samningurinn kosti okkur eihverjar hundurðir milljarða. Þessir óvissuþættir snúast í mesta lagi um einhverja tugi milljarða svo fremi að ekki verði hér annað hrun.

 

Það eina sem gæti leitt til þess að samningurinn gæti kostað okkur einhverja tugi milljarða er ef þeim þætti neyðarlaganna að setja innistæður í forgang verði hnekkt. Ef svo fer þá verður að teljast öruggt að þeim þætti neyðarlaganna að mismna innistæðueigendum verði líka hnekkt því sá þátttur stendur á mun veikari grunni. Það leiðiir þá til þess að við verðum gerð ábyrg fyrir öllum innistæðum en ekki bara lágmarkstryggingunni og þar af leiðandi mun slík niðurstaða leggja tvöfalt hærri byrgðar á okkur án samnings en með honum.

 

Staðreyndin er því klárlega sú að það er fyrst og fremst höfnun Icesave samningsins sem setur okkur í áhættu á að lenda í óbærilegri stöðu fari allt á versta veg fyrir dómstólum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Sigurður, JÁ-menn við ICESAVE skilja ekki að málið var um kúgun, ranglæti, valdníðslu.  Málið snérist ekki fyrst og fremst um peninga.  Lagaprófessorar hafa fært rök fyrir lagalegu hliðinni og ýmsir menn færðu góð rök fyrir fjárhagslegu hættunni í þokkabót. 

Elle_, 30.4.2011 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband