19.5.2011 | 21:12
1967 landamærin eru of mikil gjöf til Ísraela.
Það er allt of mikil gjöf til Ísraela að semja um landamærin frá 1967. Þannig fá þeir helming þess lands sam Palestínumönnum var úthlutað af Sameinuðu þjóðunum árið 1947. Meira að segja sú skiptingi var mjög ósanngjörn gagnvart Palestínumönnum. Það er því ekkert sem réttlætir að Ísraelar fái svo mikið sem fermillimeter utan þess sem þeim var úthlutað þá hvað þá helmign þess sem Palestínumönnum varúthlutað til viðbótar við það.
Það að heimta eitthvað meira en 1947 landamærin er því ekkert annað en yfigengileg frekja að hálfu Ísraela svo ekki sé talað um að ætlast til þess að fá eitthvað meira en nemur landamærunum fyrir sex daga stríðið.
Ef menn setjast að á landi sem stolið hefur verið frá annari þjóð þá verða menn einfaldlea að gera ráð fyrir því að þurfa að sæta því að þurfa annað hvort að flytast á brott eða gerast borgara í því ríki sem á landið. Borgurum þessara landránsbyggða sem Netanjahu er að tala um þarna er því einfaldlega engin vorfkun.
Þessar landsánsbyggðir eru allar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðasáttmálum. Þær eru einnig gróft brot á öllu sem flokkast getur undir siðaða framkomu þjóða. Að ætlast til þess að Ísraelar séu verðlaunaðir með þessi brot á alþjóðalögum, þessa frekju og gengdarlaust ofbeldi gagnvart Palestínumönnum með því að gefa þeim landið sem þeir hafa reist ólöglegar landránsbyggðir sínar á er út úr öllu korti. Alþjóðasamfélagið má einfaldlega ekki láta Ísralea komast upp með þetta. Það snýst ekki bara um sanngirni og réttlæti heldur líka virðingu fyrir alþjóðalögum. Hvernig er hægt að gera ráð fyrir að þjóðir virði alþjóðalög ef þeim er verðlaunð fyrir að brjóta þau.
Varðandi verjanleg landamæri þá hefur saga Miðausturlanda sýnt það að það eru ekki verjanleg landamæri fyrir Ísraela til að verjast árásum frá Aröbum heldur öfugt. Það eru Arabar sem þurfa á landamærum sem hægt er að verja gagnvart árásum frá Ísraelum.
Landamæri Palestínu miðuð við 1967 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hárrétt
Óskar Þorkelsson, 20.5.2011 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.