18.9.2011 | 11:46
Það er tilgangslaust að vera í samningaviðræðum við þjóð sem aldrei ljáir máls á sanngjörnum samningdrögum.
Palestínumenn eru búnir að reyna að semja við Ísraela um sanngjarnar lausnir en slíkir samningar hafa alltaf strandað á ósanngirni Ísraela og mjög svo mikilli óbilgirni þeirra þar sem þeir hafa alla tíð sagt þvert nei við öllum sanngjörnum og eðlilegum kröfum Palestínumanna í slíkum samingaviðræðum.
Ísralar hafa aldrei ljáð máls á því að skila öllu hernumdum svæðum aftur. Þeir neita meira að segja því kostaboði Palestínumanna að taka upp landamærin frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Þar með eru palextínumenn að bjóða þeim að skila aðeins helmingi af ólöglegum hernámssvæðum sínum því hernámssvæði þeirra úr stríðinu 1948 til 1949 verða þar með hluti Ísraels. Þau hernámsvæði eru hins vegar alveg jafn ólögleg og hernámssvæðin úr sex daga stríðinu.
Ísraelar hafa aldrei ljáð máls á því að annað hvort verði Jerúsalem undir alþjóðlegri stjórn eins og samþykkt var af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 þegar skipting landsins milli Gyðinga og Araba var samþykkt á sínum tíma eða að skipta borginni milli þeirra og Palestínumanna eins og skiptingin var fyrir sex daga stríðið. Ísraelar krefjast þess að þeir fái að halda borginni allri eða að minnsta kosti öllum vestur hlutanum og þeim hluta Austur Jerúsalem þar sem þeir hafa sett upp ólöglegar landránsbyggðir sínar. Þetta er krafa sem er útillokað að réttlæta og þar með útilolað að semja um.
Ísraelar hafa aldrei ljáð máls á því að palestínskir flóttamenn erlendis fái að snú aftur heim til þeirra héraða sem þeir voru hraktir frá eða foreldrar þeirra, afar og ömmur flúðu frá. Ísraelar hafa komist upp með það í rúm 60 ár að hunda þennan rétt þessara flóttamanna samkvæmt alþjóðalögum þrátt fyrir skýrar samþykktir Sameinuðu þjóðanna um að þeim beri að gera þetta.
Það er því fyrst og fremst við Ísraela að sakast að ekki hafa tekist samningar. Þetta gera þeir í trausti þess að Bandaríkjamenn komi í veg fyrir allar samþykktir í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að þvinga þá til að virða alþjóðalög. Þannig hafa Bandaríkjamenn hjálpað þeim við að kúga Palestínumenn í áratugi og að ræna sífellt meiru af landi þeirra. Nú treysta þeir á stuðning Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái sjálfstætt ríki auk aðildar að Sameinuðu þjóðunum án þess að semja fyrst við Ísrael. Þeir eru með öðrum orðum að beita Bamdaríkjumun fyrir sig til að þvinga Palestínumenn til að samþykkja þá afarkosti sem þeir bjóða þeim í samningaviðræðum.
Í þessu efni má ekki gleymna því að jafn ósanngjarnir samningar eins og samningstilboð Ísraela eru geta aldrei verið grundvöllur friðar. Það munu alltaf koma upp öfl sem ekki geta sætt sig við slíkan samning og eru tilbúin til að berjast fyrir betri og sanngjarnari niðurstöðu fyrir sína þjóð með vopnavaldi.
Að lokum vil ég hvetja alla að styðja við frelsisbaráttu Palestínumanna með því að skrifa undir alþóðlega undirskriftasöfnun þar sem þjóðir heims eru hvattar til að samþykkja aðild Palestínumanna að Sameinuðu þjóðunum og hvetja vini sína þar með talið Facebook vini til að gera slíkt hið sama. Vefslóð undirskriftarsöfnunarinnar er hér.
http://www.avaaz.org/en/independence_for_palestine_9/?rc=fb&pv=7
Dæmd til að mistakast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.