Hvar hefur Bjarni verið?

Annað hvort hefur Bjarni verið út á túni þegar nýju bankarnir voru stofnaðir á síðasta ári eða að upphlaup hans vegna þeirra 76 milljarða sem á að greiða inn í þrotabú gömlu bankanna er lýðskrum til heimabrúks. Að hann skuli ekki vita hvernig þetta er til komið eins skýrt og þetta hefur komið fram í fjölmiðlum þrátt fyrir að vera formaður eins stærsta stjórnmálaflokks landsins er með eindæmum.

Til að útkýra þetta þarf að fara aftur til hrunsins. Inni í þrotabúum gömlu bankanna voru skuldir íslenskra heimila og fyrirtækja en verðmæti þeirra bréfa voru mjög óviss því hér hafði orðið svo slæmt hrun að ljóst var að stór hluti skuldara gæti aldrei greitt skuldir sínar að fullu og verðmæti veða hafði hrunið. Það voru tveir möguleikar í stöðunni fyrir stjórnvöld. Annar var að láta þessi skuldabréf vera inni í þrotabúum gömlu bankanna og láta þeim um að innheimta þessar skuldir eða að láta nýju bankana kaupa þessi skuldabréf með afföllum. Ef fyrri kosturinn hefði verði tekinn þá hefðu íslensk heimili og fyrirtæki í greiðsluvanda þurft að vera upp á náð og miskunn þeirra erlendu fjárfesta sem eiga kröfur í þrotabú gömlu bankana og hafa engan hag af því eð heimin eða fyrirtækin hafi greiðslugetu til framtíðar heldur aðeins að kreista eins mikið út úr þeim og kostur er. Með því að velja seinni kostinn væru það þó bankar sem ætluðu að starfa hér til framtíðar sem voru kröfuhafar og því meiri líkur á að þeir vildu halda lífi fyrirtækjum og halda heimilunum í viðskiptum til framtíðar. Þess vegna var valið að fara þá leið.

Í þessu efni þurfum við að hafa í huga að þegar samið var um verð fyrir lánasöfnin þá höfðu kröfuhafarnir líka þann valkost að selja þau ekki tin nýju bankanna heldur að eiga þau árfam sjálfir og sjá sjálfir um innheimmtu lánanna. Einnig gátu þeir selt einhverjum hrægömmum þessi skuldabréfasöfn. Þetta verður að hafa í huga þegar horft er til þess á hvaða verði samið var um að kaupa þessi lánasöfn. Það voru einfaldlega takmörk fyrir því hversu langt niður nýju bankarnir gátu prúttað verðið í skjóli þess að ekki væri um aðra kaupendur að ræða sem væru tilbúnir til þess að kaupa lánasöfnin á verði sem ekki var líklegt til að gefa skyndigróða.

Þar sem mikil óvissa ríkti um raunverulegt verðmæti þessara lánasafna þá fólst í því mikil áhætta að kaupa þau á föstu verði. Það var áhætta sem sneri að ríkissjóði því hann þurfti að reisa nýju bankana með eiginfjárframlagi sem gæti orðið verðlítið ef bankarnir töðuðu stórum upphæðum á kaupum lánasafnanna. Ríkissjóður stofnsetti bankana með því að leggja til það sem þyrfti til að þeir gætu farið af stað með lágmarks 16% eiginfjárhlutfall. Ef bankarnir töpuðu stórum upphæðum færi eiginfjárhlutfallið niður fyrir þetta og þá þyrfti að leggja til meira fé í bankana og þar væri engum öðrum til að dreifa en ríkinu.

Sú óvissa sem þetta skapaði væri slæm fyrir lánstraust íslenska ríkisins og hefði því slám áhrif á lanskjör þess. Því var mikilvægt að halda áhættunni af verðmæti lánasafnanna hjá þrotabúum gömlu gankanna eins og kostur var án þess þó að þeir ættu skuldabréfasöfnin áfram þannig að skuldarar í greiðsluvanda væru upp á þá komnir með úrlausn sinna mála.

Lausnin á þessu fólst í því að semja um verð fyrir lánasöfnin sem væri háð því hvernig hér rættist úr efnahagsástandinu og þar með verðmæti lánasafnanna. Því var samið um að í upphafi væri greitt fyrir lánasfönin sú upphæð sem reikað var með að væri lágmarksverðmæti þeirra en hafa inn í samningunum endurskoðunarákvæði í árslok 2012 þar sem verðmætið væri endurskoðað og ef verðmat þess væri þá hærra ættu nýju bankarnir að greiða til viðbótar 70-80% af hækkuðu verðmati. Með þessum samningi var stærsti hluti óvissunnar settur á þrotabú gömlu bankanna og þar með kröfuhafa þeirra og áhætta nýju bankanna og ríkisins þanni lágmörkuð.

Þær upphæðir sem nú er verið að tala um að þurfi að greiða í þrotabú gömlu bankanna er því einfaldlega mismunurinn á því lágmarksverðmæti lánasafna gömlu bankanna sem eins og það var metið þegar um lánasfönin var samið og því verðmæti sem menn telja nú að sé í þessum skuldabréfasöfnum.

Gleymum því ekki að kröfuhafarnir í þrotabú gömlu bankanna höfðu alltaf þannkostg að selja ekki lánasöfnin eins og ég hef áður sagt. Þetta var því hluti af samningi við þá um greiðslur fyrir lánasöfnin eftir miklar og langar samningaviðræður þar sem íslensk stjórnvöld og forsversmenn nýju bankanna reydu eins og hægt var að ná verðinu niður.

Það er því út í hött að halda því fram að þessar viðbótagreiðslur sé eitthvað sem hægt hefði verið fyrir íslensk stjórnvöld að vela um að greiða ekki til þrotabúana. Þetta var einfaldlega hluti af þeim ákvæðum samninganna sem héldu áhættunni af verðmætum lánasafnanna áfram hjá þrotabúunum. Það er ekkert víst að upphaflega greiðslan og viðbótargreiðslan fyrir lánasfönin verði meiri en sú greiðsla sem hefði þurft að greiða í upphafi ef samið hefði verið um fast verð. Það getur hins vegar alveg farið svo að greiða þurfi meira fyrir lánasöfnin heldur en hefði þurft að greiða ef nýju bankarnir hefðu tikið áhættuna yfir á sig en niðurstaðan getur líka orðið öfug. Það er alltaf hægt að vera vitur eftirá og jafnvel þó síðar komi í ljós að það hefði komið betur út að taka áhættuna þá er ekki þar með sagt að það hafi verið röng eða heimskuleg ákvörðun að taka ekki áhættuna. Það telst til dæmis ekki heimskulegt að tryggja sig gegn tjóni jafnvel þó ekkert tjón verði.

Það er því mákvæmlega ekkert óeðlilegt við þessar viðbótagreiðslur og þaðan af síður er hægt að túlka þær þannig að stjórnvöld hafi tekið hag fjármagnseigenda fam yfir hag heimilanna í landinu. Það var einfaldlea verið að reyna að lágmarka áhættu íslenska hagkerfisins með þessum samningum.

Það er því út úr öllu korti að tala um þetta sem eitthverja peninga sem verið sé að taka frá íslenskum heimilum eða að stórnvöld séu að velja það að láta einhverja vogunarsjóði fá peninga sem þau hefðú getað valið að láta ganga til skuldsettra heimila. Þaðan af síður er heil brú í þeim málflutningi að taka um svik við þjóðina og nefna jafnvel Landsóm yfir forystumönnum ríkisstjórnarinnar eins og Ólafur Arnarson gerir í þessari vægast sagt rætna pistli sínum sem hægt er að sjá hér.

 http://eyjan.is/2011/11/15/erlendir-vogunarsjodir-hafa-flutt-76-milljarda-af-106-milljarda-auknu-virdi-bankanna-ur-landi/

Hér snýr Ólafur öllu á hvolf og kemst að vægast sagt fáránlegri niðurstöðu.

Sama má segja um þessa grein Marinós G Njálssonar.

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1205420/#comments

Þarna fer maður sem hefur skrifað mjög mikið um þessi mál og meira og minna farið með bull og staðlausa stafi varðandi afskriftir til nýju bankanna og hvaða svigrúm þær gefa til flatrar niðurfellingar lána. Ég gerði talsvert af því á sínum tíma að koma með athugasemdir og leiðrétta bullið í honum á bloggsíðu hans á sínum tíma og benti honum þá meðal annars á þetta endurskoðunarákvæði árið 2012 og þá staðreynd að það verð sem bankarnir greiddu fyrir skuldabréfasöfnin í upphafi væru ekki endanleg verð. Því væri ekki hægt að álykta út frá þeim upphæðum hvert væri svigrúm bankanna til flatra afskrfta lána. Þessar athugasemdir mínar fóru mjög í pirrurnar á Marinó enda erfitt að halda úti blekkingum á blogginu þegar alltaf kemur einhver inn og leiðréttir þær. Á endanum lokaði Marinó fyrir að ég gæti gert athugasemdir á bloggsíðu hans og því getur hann nú bullað áfram án leiðréttinga frá mér.

Af þessu sögðu sést að það er út í hött að halda því fram að stjórnvöld hafi gengið erinda fjármagnseigenda á kostnað íslensks almennings þegar þau neituðu að færa áhættuna af verðmæti lánasafna gömlu bankanna yfir á íslenskt efnahagslíf og héldu þeim hjá gömlu bönkunum með ákvæði í kaupsamningum um að kröfuhafarnir fengju ekki nema lágmarksvermat á lánasöfnunum og yrðu að bíða til ársloka 2012 til að fá meira og þá í samræmi við verðmat sem þá væri gert og háð minni óvissu. Að flokak þær lokagreiðslur sem fé tekið frá íslenskum heimilum til að færa til vogunarsjóða er svo mikið bull að það hálfa væri nóg.


mbl.is Verðum að skapa ný verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nákvæmlega.

það sem haldið hefur verið fram af sumum varðandi þetta mál, misserum saman, er í besta falli hreinn barnaskapur og í versta falli vísvitandi blekkingar og áróður.

Og já - serstakt að Bjarni greyið skuli stökkva á þennan vagn. Er líklega vitnisburður um risið á þeim sjöllum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2011 kl. 12:55

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er væntanlega þó ekki upplýsingaskorti að kenna, eða hvað allt upp á borðum frasinn, sem áður var  hjá vinstri grænum kemur þeim í koll núna!!!!!!!!!!Eintóm leindarmál!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.11.2011 kl. 15:49

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þar sem mikil óvissa ríkti um raunverulegt verðmæti þessara lánasafna þá fólst í því mikil áhætta að kaupa þau á föstu verði.

Hvað olli þessari óvissu Sigurður? Hvers vegna varð hin íslenska alþýða allt í einu svona mikil áhætta og hverjum var það að kenna?

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.11.2011 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband