Hvað með hagsmuni neytenda?

Eiga samningsmarkmið í landabúnaðarmnálum bara að taka tillit til hagsmuna bænda? Þetta er svo gamaldags og steinrunin hugsunarháttur að það hálfa væri nóg. Hagsmunir neyteindar eru fólngnir í frjálsum markaði. Það eru reyndar líka hagmsunir bænda ef menn hugsa málið til enda. Ef samið verður um tollvernd þá mun hún virka í báðar áttir. Þá þarf líka að greiða tolla af útfluttum íslenskum landbúnaðararfurðum á markað ESB. Þar með missa bændur af miklum tækifærum til útflutnings og þar með til að bæta stöðu sína.

Það er löngu orðið ljóst að á endanum tapa allir á höftum á viðskiptum milli landa. Hvenær ætli Jón Bjarnason átti sig á því?


mbl.is Verður að falla frá kröfunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hagsmunir bænda og hagsmunir neytenda fara saman í þessu máli.

Tollverndin er til að halda hér uppi íslenskum landbúnaði. Reyndar eru þessir tollamúrar mun minni en af er látið og hafa minnkað verulega undan farna áratugi. Það merkilega er þó, þegar skoðuð eru verð á matvörum úr verslunum og þróun þess, að þær vörur sem bundnar eru tollvernd hafa hækkað mun minna en óvernduðu vörurnar.

Um vernd gegn innflutningi á hráu kjöti og lifandi dýrum, þá er þar um grafalvarlegt mál að ræða. Hér eru stofnar af búfé sem ekki hafa neina vörn gegn öllum þeim sjúkdómum sem þekkjast erlendis, sjúkdómum sem haldið er niðri þar með gengdarlausum lyfjagjöfum. Það liggur alveg klárt fyrir að ef opnað verður fyrir slíkann innflutning, munu þessir sjúkdómar flæða yfir landið með skelfilegum afleiðingum. Við sjáum bara hversu mikið tjón hefur á stundum hér orðið þegar farið hefur verið á svig við þessar varnir. Stunddum vísvitandi en oftar af vangá.

Það má svo aftur segja að það sé í sjálfu sér sjónarmið að hér skuli ekki stundaður neinn landbúnaður. Þá eiga menn bara að segja svo. Ekki fela sig bakvið einhver ímynduð rök sem ekki standast.

En þeir sem slíkum sjónarmiðum aðhyllast, ættu að skoða afleiðangar þess fyrir neytendur. Nú er það svo að Ísland er ekki eina landið í heiminum sem styrkir landbúnað. Ef teknir eru greiddir styrkir og deilt niður á fjölda íbúa kemur í ljós að Ísland og ESB eru að greiða nánast jafn mikið til landbúnaðar, en Bandaríkin u.þ.b. helmingi meira. Ef aftur er tekin sem viðmiðun hlutfalla af gjöldum, kemur í ljós að ESB ber höfuð og herðar yfir allar þjóðir heims í landbúnaðarstyrkjum. Það versta er þó að stæðsti hluti þeirra styrkja skila sér ekki til bænda, heldur  glatast í hýt spillingar.

Það þarf varla nokkur maður að ímynda sér að aðrar þjóðir væri tilbúnar til að greiða niður landbúnaðarvörur fyrir Ísland, ef hér leggðist landbúnaður af. Þá er hætt við að við yrðum að kaupa okkar matvöru erlendis á fullu verði!

Því fara hagsmunir bænda og neytenda saman í þessu máli, þær ráðstafanir sem þarf að gera til að halda hér uppi landbúnaði, treysta stöðu neytenda og tryggja verð og vörur til þeirra.

Hitt er rétt hjá þér, að allir tapa á höftum í viðskiptum, til lengri tíma. En það er ekki hægt að taka slík höft af nema allir sitji við sama borð. Meðan landbúnaður á nánast öllu norðurhveli jarðar er ríkisstyrktur og bundin ýmsum höftum, verðum við einfaldlega að dansa sama dans.

Aðstaða okkar sem eyþjóð með eins heilbrigðan búfjárstofn sem hér er og hvergi þekkist annarstaðar í heiminum, eru svo varnir gegn smitsjúkdómum nauðsynlegar.

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2012 kl. 19:53

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

Gunnar segir "Hagsmunir bænda og hagsmunir neytenda fara saman í þessu máli" - þetta er bara bull

Rafn Guðmundsson, 30.11.2012 kl. 20:55

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég verð víst að taka tillit til ummæla Rafns, hér fyrir ofan, enda rökstuðningur hanns efnislegur og pottþéttur!!

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2012 kl. 22:17

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sammála að "að allir tapa á höftum í viðskiptum" og svo spyr ég bara - er ekki búfjárstofninn jafn heilbrigður í t.d. Grænlandi og hjá okkur. samt má ekki flytja hann inn. hvaða hagsmuni eru verið að vernda?

Rafn Guðmundsson, 30.11.2012 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband