10.4.2015 | 19:53
Hvernig ætlaði Sigmundur að fjármagna kaupin á kröfunum?
Enn bullar Sigmundur Davíð og fréttamenn spyra hann ekki réttu spurninganna ail að tala fyrir máli sínu. Hann kemur ýtrekað fram með þá fullyrðingu að ríkissjóður hefði getað fengið kröfur á föllnu bankanna á hrakviriði á sínum tíma. En engin fréttamaður hefur spurt hann hvernig hann ætlaði að fjármagna þau kaup. Þau kaup hefðu þurft að fara fram í erlendum gjaldeyri og hefði kaupvreð krafnanna allra varla orðið undir tvö þúsund milljörðum eða allavega ekki mikið undur því. Þetta hefði þá þurft að gerast rétt eftir að við vorum í þeirri stöðu að vera í vafa hvort við gætum fengið gjaldeyri fyrir nauðsynju og lánstraust ríkissjóðs var ekki neitt. Við þurftum að leita á náður Alþjóða gjaldeyissjóðsins og hina norðurlandanna um lánsfé til að geta byggt upp gjaldeyrisvarasjóð og átt í eðlilegum milliríkjaviðskiptum Engir aðrir vildu lána okkur svo einhverju næmi.
Það hefði því verið þrautinni þyngra að fjármagna þessi kaup. Þegar við það bætist að ef ekkert hefði náðst upp í almennar kröfur úr þrotabúunum sem hefði hæglega getað orðið raunin þá hefðu þær upphæðir sem settar hefðu verið í þessi kaup verið tapað fé.
Við skulum heldur ekki gleyma því að ef ríkissjóður hefði farið í samkeppni við vogunarsj´ðina um kaup á þessum kröfum þá hefði verðið orðið talsvert hærra en vogunarsjóðirnir þurftu að greiða fyrir kröfurnar. Þeir hefðu haldið á fram að bjóða í þær á móti ríkissjóði þangað til verðið hefði verið komið í upphæðir sem vogunarjóðirnir hefðu talið hæpið að græða á.
Sigmundur vill sem sagt meina að það hefði verið skyndanlegt og framkvæmanlegt á þessum tíma að fjármagna kaup á þessum bréfum. Hvar hefði ríkissjóður átt a ná í lánsfé til að fjármagna þessi kaup án þess að geta lagt til neinar tryggingar á móti aðrar en almennar kröfur í þrotabú sem óvíst væri að neitt fengist úr upp í almennar kröfur.
Það er ekki heil brú í þessum málflutningi Sigmundar Davíðs frekar en í öðrum hans málflutningi varðandi þá kreppu sem við höfum þurft að vinna okkur úr. Ekkert af því sem vel hefur verið gert í því að vinna þjóðina upp úr þeirri kreppu hefur verið gert fyrir tilstuðlan Sigmundar eða Framsóknarflokksins.
Kröfuhafarnir njósna og sálgreina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í staðinn tók SJS lán til að setja á bankabók í New York
það var "glæsileg" niðurstaða
Grímur (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.