Að hengja bakara fyrir smið.

Hér er Ásmundur að lepja upp bullið úr Sigmundi Davíð sem oft hefur sagt það í fjölmiðlum að verðtryggingin dragi úr áhrifum stýrivaxtabreytinga vegna þess að hún dreifi vaxtahækkunum út lánstíman. Þetta er bull. Ef nafnvextir afborgunarláns eru hækkaðir um 1% þá hækkar árleg greiðslubyrði strax um 1% af höfuðstól lánsins. Það er óháð því hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán er að ræða.

Ef hins vegar er um að ræða jafngreiðslulán þá dreifist þessi vaxtahækkun að stórum hluta yfir lánstíman með þeim hætti að afborgunarhluti lánsins lækkar á móti hækkuðum vöxtum. Það á jafnt við um verðtryggð og óverðtryggð lán.

Það er því jafngreiðslufyrirkomilag lánanna sem veldur þessu en ekki verðtryggingin.

Ofan á þetta er Ásmundur í afneitun yfir þeim vanda sem krónan veldur. Hann talar um að háir vextir sé vandanálið en ekki krónan. Það er alveg rétt hjá Ásmundi að háir vextir eru vandamálið en málið er að krónan er ein af helstu orsökum hárra vaxta hér á landi. Meðan við höfum þessa sveiflukenndu örmynt þá verður alltaf lirið á það sem sérstakan áhættuþátt að fjárfesta í skuldabréfum í íslenskum krónum og því verður ávöxtunarkrafan há fyrir vikið.

 

 


mbl.is Vandinn er verðtryggingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband