Mjög vafasöm fullyrðing

Ekki það að ég ætli að tala fyrir þessari stefnu Reykjavíkurborgar né tala niður þetta góða veerkefni þá er það mjög slæmt þegar verið er að mála þessa heilsusamlegu og umhverfisvænu iðju sem hjólreiðar eru sem hættulegri en hún raunverulega er. 

En fullyrpingin "það hefur mörgum sinnum verið staðfest að þessir tilteknu hjálmar hafi bjargað mannslífum" er í besta falli vafasöm ef ekki hreint kjæftæði. Vissulega hafa nokkrum sinnum komið yfirlýsingar um slíkt en slíkum yfirlýsingum hafa aldrei fylgt fullnægjandi rök fyrir því að lítill vafi sé um að viðkomandi hefði látist ef hann hefði ekki verið með hjálm. Það eru jafnvel dæmi um slíka yfirlýsingu þegar hjálmurinn brotnaði ekki einu sinni. Við eum að tala um hjálma úr frauðplasti sem brotna auðveldlega við högg sem valda ekki einu sinni heilahristingi þó ekki sé notaður hjálmur. Þó vissulega geti menn látist af vægu höfuðhöggi lendi það á slæmum stað þá eru höfuð okkar og barnanna okkar sterkari en við höldum og allavega margfalt sterkari en hjálmur úr frauðplasti, sem er hannaður til að verja höfuð fyrir höggi á 15 km. hraða og gerir lítið gagn sé um mikið meira högg að ræða.

Staðreyndin er sú að hjólreiðar eru hættulítil iðja og er það aðal ástæða þess að ekkert barn hefur látist í hjólreiðaslysi á þessari öld. Það er til dæmis 4 sinnum hærri tíðni alvarlegra meiðsla á hvern iðkaðan klukkutíma við knattspyrnuiðkun heldur en hjólreiðar of 5 sinnum meiri tíðni í frjálsum íþróttum. Það fylgir því minni slysahætta fyrir barn að hjóla í skólann þó hjálmlaust sé heldur en að spila fótbolta í frímínútunum.

Þrátt fyrir að stór hluti barna ef ekki meirihluti hafi hjólað án hjálms þau ár sem þessar gjafir hafa verið gefnar af Kiwanis og Eimskip þá hefur ekkert þeirra látist. Það eru meira en tveir áratugir síðan síðast varð banaslys á reiðhjóli hjá barni á þeim aldri sem njóta þessara gjafar Kiwanis og Eimskips. Hafi hjálmar bjargað mögrum banaslysum barna á þessum aldri þá ættu börn sem nota hjáma að vera að lenda í svo margfalt fleiri og alvarlegri slysum en þau hjálmlausu. Það er ekkert sem bendir til þess að svo sé. 

Það er því að minnsta kosti verulegur vafi um það að hjálmar hafi bjargað einhverju mannslífi síðustu 13 árinn þó vissulega sé ekki hægt að útiloka það og hvert mannslíf er mikilvægt. En hins vegar er mjög líklegt að þessar hjálmagjafir hafi komið í veg fyrir alvarleg höfuðmeiðsl sem í sumum tilfellum hefðu getað valdið varanlegum heilaskaða.

En við skulum ekki vera að mála þessa heilbrigðu yðju sem hjólreiðar eru sem hættulegri en þær eru og alls ekki útmála það sem áhættuhegðum að hjóla án hjálms því með tilliti til slysatíðni getur það ekki á nokkurn hátt talist til slíks.

En borgin mætti alveg vera samvinnuþýðari við Kiwanis og Eimskip í þessu máli Þar er ég sammála Ólafi.


mbl.is Ólafur Hand gagnrýnir Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Það á samt ekki að láta börn sem geta ekki borið hönd fyrir höfðuð sér, þurfa skipulega að ganga/hjóla með lúmskar auglýsingar, (óvitandi t.d. um feril háttvirtra Eimskipa), um allar trissur. - KIWANIS gengur örugglega gott eitt til, en einhver, ef ekki báðir, græða, og græða óbeint á börnum sem eru klárlega misnotuð í þessu tilviki.

Már Elíson, 17.4.2016 kl. 15:14

2 identicon

Nú væri tilvalinn tími fyrir hótfyndni, en læt það vera. Það er of auðvelt..;-)

Alfred Þr. (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband