14.3.2017 | 08:32
Stríð gegn mannúð til að þóknast fjármálaöflum.
Þessi aðgerð er gegn allri mannúð og allri skynsemi. Þetta er einungis gert til að auka gróða þeirra sem reka sjúkratryggingafélög í Bandaríkjunum og til að hægt sé að lækka skatta á ríkasta hluta landsmanna. Þetta er gert á sama tíma og útgjöld eru aukin til hersins en minnkuð til þróunaraðstoðar.
Það sorglega við þetta er að sennilega hefur stór hluti þessara 14 milljóna manna kosið Trump án þess að átta sig á því hvað þeir voru að kjósa yfir sig með því. Og það er einnig sorglegt að þessi forkastanlega aðgerð er framkvæms af manni sem fékk ekki flest atkvæðið í kostningu um heldur vann út á sérstakt kjördæmakerfi í Bandaríkjunum.
14 milljón manns missa sjúkratryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.