21.10.2017 | 11:26
Hér sleppir ráðhreran raunlækkun skattleysismarka auk lækkunar barnabóta og vaxtabóta.
Hér horfir ráðherran bara á skattaupphæðirnar og gerir það meira að segja mðr hæpnum forsendum. Hún ber saman milliþreðið eins og það var áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins tók við og stöðuna eins og hún er núna en sleppir því alveg að taka tillit til raunlækkunar skattleysismarka sem gerir þennan samanburð hæpin. Því til viðbótar slkeppir hún alveg að taka tillit til mikillar lækkunar barnabóta, vaxtabóta og húsaleigubóta.
Allt þetta hefur gert það að verkum að staða millitekjuhópa er í flestum tilfellum verri en hún var áður en Sjálfstæðisflokkurinn komst í ríkisstjórn þrátt fyrir að þá hafi verið inni miklar skattahækkanir sem voru nauðsynlegar til að ná Íslandi upp úr þeirri kreppu sem við lendum í sem leiddi til gríðerlegs hallareksturs ríkissjóðs. Sjálftæðisflokkurinn tók við því búi eftir að búið var að ná Íslandi upp úr kreppunni og hægt að lækka álpgur aftur og kaus að láta þá tekjuhjæstu njóta þess svigrúms en auka byrðir á lágtekkjufólk og flest millitekjufólk.
Skattbyrði millistéttar lækkað verulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.