28.12.2020 | 19:03
Aumt yfirklór forráðamanna Ásmundasalar.
Þetta er aumt yfirklór hjá stjórnendum Ásmundarsals sem ekki þarf nema lágmarksþekkingu á sóttvarnarreglum og reglum um leyfisveitingar fyrir fyrirtækjarekstur til að sjá að standast enga skoðun. Þeir senda þetta út núna vitandi að þetta verður ekki borið til baka af yfirvöldum fyrr en lögreglurannsókn er lokið og kæra gefin út og þá verður búið að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar og búið að slaka verulega á sóttvarnarreglum og reiðin í garð þeirra sem hafa brotið þær orðin minni en hún er í dag.
Þarna ver verið að bera fram veitingar og því er það leyfið fyrir veitingastaðinn sem gildir og það er fyrir 15 manns samkvæmt yfirlýsingu forráðamanna Ásmundasalar. Það að fara með veisluna yfir í stærri sal en veitingasalinn breytir því ekki og fjöldatakmarkanir í honum gilda aðeins fyrir það starfsleyfi sem á við um hann sem er verslun og gallerí en ekki þegar verið er að bera fram veitingar þar. Það eina sem getur breytt því er tækifærisleyfi fyrir fleiri og fyrir að fá að hafa opið lengur en til 21.00. Meðan forráðamenn Ásmundasalar geta ekki bent á slíkt tækifærisleyfi er ljóst að hér voru sóttvarnarreglur þverbrotnar.
Þetta er því aumt yfirklór sem ekki stenst neina skoðun ætlað til þess að draga fjöður yfir brot stjórnenda Ásmundasalar og Bjarna Benediktssonar á sóttvarnarreglum gert til að lægja öldurnar meðan mesta reiðin er út af þessu atviki í þeirri vissu að mjög ólíklegt er að þetta verði leiðrétt af yfirvöldum fyrr en lögreglurannsókn er lokið.
Ekki hafi verið of margir í Ásmundarsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ákaflega illa fór,
almenningur kærði,
lævís kom svo löggukór,
úr lagi allt þar færði.
Þorsteinn Briem, 29.12.2020 kl. 08:35
Manni hlýnar um hjartarætur af þeim áhyggjum sem hafa verið viðraðar af Pírötum og Samfylkingarfólki yfir heilsufari fólks í Ásmundarsal sérstaklega þar sem sjálfsagt voru allir innandyra Sjálfstæðisfólk sem að öllu jöfnu er óalandi í þeirra augum
Við stöndum öll saman hefur náð nýjum hæðum hjá íslendingum
Grímur Kjartansson, 29.12.2020 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.