19.6.2007 | 17:45
Evrestfjall er ekki í Kína.
Hvernig er þetta, er tindurinn á Evrsestfjalli ekki í Nepal? Er þetta fjall ekki að öllu leyti í Nepal og Tíbet? Með öðrum orðum er þetta fjall nokkuð í Kína? Hluti fjallsins er reyndar innan yfirráðasvæðis Kínverja á ólöglegur hernámssvæði þeirra í Tíbet. Hefur einhver heyrt um einhvern, sem hefur klifið á tindinn frá þess hluta fjallsins, sem er í Tíbet?
Vegur við Everest endurbyggður vegna Ólympíuleikanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjöldi fjallamanna fer á Everest tíbetsku leiðina, margir á norðurhrygginn og á þessari hlið fannst fyrir ekki löngu líkið af Mallory. þarna liggur bílvegur mun nær grunnbúðum auk þess sem manni skilst að leyfin séu ódýrari þarna megin. Bæði hafa kínverjarnir aðrar hugmyndir um hvernig kvótakerfi virka (það er fjöldatakmörkun á fjallið) og eins hefur maður heyrt um að með réttum upphæðum til réttra aðila sé hægt að komast framfyrir í röðina.
Vegurinn þessi var byggður fyrir fyrsta kínverska leiðangurinn á fjallið (1960) og má kannski segja að alþýðuherinn hafi valtað leiðina að fjallinu. Enn má víst sjá trukka, rafstöðvar, rafmagnskapla og fleira góðgæti liggja þarna sem skraut í vegkantinum.
http://classic.mountainzone.com/everest/99/north/disp3-16simo.html
Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:02
Það stendur líka hvergi í fréttinni að þessi vegur sé í Kína.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 06:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.