Þetta hjálpar ekki Palestínumönnum

Þessi yfirlýsing gerir ekkert annað en að skemma fyrir málstað Palestínumanna. al-Quaeda samtökin hafa aldrei gert neitt fyrir Palestínuman en notfæra sér þá kúgun, sem þeir verða fyrir af hendi Ísraela til að afla stuðning við sig með því að þykjast bera hag Palestínumanna fyrir brjósti. Með þessu eru þeir að skemma fyrir frelsisbaráttu Palestínumana.


mbl.is Leiðtogi al-Qaeda lýsir stuðningi við Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Varla má á milli sjá, hvorir eru meiri villimenn í aðgerðum sínum Hamas eða al-Quaeda. Afstaða þín er því meira en lítið undarleg. Finnst þér að framganga Hamas sé til framdráttar hagsmunum Palestínumanna ? Eða finnst þér að Fatah hafi skilað múslimum áleiðis til betra lífs ? Er hægt að kalla Arafat annað en þjóf og ræningja ?

Þótt Ingibjörg Sólrún sé einlægur aðdáandi hryðjuverkamanna og þá einkanlega þeirra sem kenna sig við Palestínu, er varla sjálfgefið að allir Samfylkingarmenn fylgi sömu stefnu. Hvernig væri að þú Sigurður reyndir, að hugsa sjálfstætt um deilu Ísraela og múslimanna sem umkringja þetta litla land Ísrael.

Er til of mikils ætlast, að einn Samfylkingamaður (þú) móti sér sjálfstæða skoðun ? Ég skora á þig að beita því viti sem þú vissulega hefur og brjótast undan klafa þess umhverfis sem þú hrærist í pólitískt. Stuðningur við múslima getur varla skoðast annað en sjálfseyðingarhvöt. Framganga þeirra frá dögum Múhameðs hefur einkennst af glórulausu ofstæki. Varla getur þú verið þeirrar skoðunar að Ísraelsmenn eigi engan tilverurétt, eða hvað ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.7.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband