Af hverju ekki fjöldamorðin í Sabra og Shattilla flóttamannabúðunum.

Þegar talið berst að stríðsglæpum í Líbanon koma fyrst upp í hugan fjöldamorðin í Sabra og Shattilla flóttamannabúðunum fyrir 25 árum. Þar voru um 3.000 manns myrt með köldu blóði, aðallega konur, börn og gamalmenni. Þarna er því um að ræða glæpaverk að svipaðri stærðargráðu og árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Það er hins vegar mjög ólíkt hvað hefur verið lagt mikil áhersla á að ná í þá, sem að þessum tveimur glæpum stóðu.

  

Það getur varla verið meiri hræsni í því að ætla að skipa sérstakan alþjóðlegan sakadómstól til að rannsaka morðið á Hariri þar, sem 32 menn voru myrtir en ekki til að rannsaka fjöldamorð, framin í sömu borg þar, sem um 3.000 manns voru myrtir.

 

Gæti verið að þarna skipti máli hverjir eru efstir á lista grunarðra gerenda eða skipuleggenda? Hvað morðið á Hariri varðar eru það Sýrlendingar, sem eru efstir á lista yfir skipuleggendur en hvað fjöldamoðrin í Sabra og Shattilla flóttamannabúðunum eru það Ísraelar, sem verma efsta sæti lista yfir grunaða skipuleggendur.

  

Líkt og Sýrlendingar í tilfelli morðsins á Hariri þá bera Ísraelar af sér allar sakir og benda á aðra. Þeir segja að það hafi verið kristnir Falangistar, sem hafi upp á sitt einsdæmi staðið fyrir þessum fjöldamorðum og þeir sjálfir hafi ekki vitað neitt fyrr en þeir stöðvuðu þessi fjöldamorð, sem höfðu farið fram fyrir framan nefið á þeim í þrjá daga og tvær nætur. Sönnunargögn fyrir þátt Ísraela í þessu illvirki hafa hins vegar hrannast upp en meðan ekki fer fram óháð rannsókn á málinu er aldrei hægt að meta þau til hlýtar og komast að niðurstöðu í málinu.

  

Eitt er þó kristaltært. Þegar þetta gerðist höfðu Ísraelar hernemið borgina og báru því ábyrgð á öryggi borgara samkvæmt alþjóðalögum. Þeim bar því að stöðva öll glæpaverk í borginni eins og hvert annað yfirvald. Þeir hleyptu vopnuðum öfgafullum kristnum Falangistum inn í flóttamannabúðirnar undir því yfirskini að ætla að ná í “hryðjuverkamenn”. Þegar þetta gerðist voru flestallir vopnfærir Palestínumenn í Líbanon komnir til Túnis samkvæmt samkomulagi, sem hafði verið gert efir langvinnt borgarastíð í landinu. Það voru því aðallega konur, börn og gamalmenni í flóttamannabúðunum.

  

Það er ekki nóg með að þarna hafi vopnuðum öfgafullum bardagamönnum verið hleypt inn á vopnlaust fólkið í flóttamannabúðunum heldur voru þeir einnig fullir heiftrar og reiði vegna þess að foringi samtakanna hafði nýlega verið myrtur með bílasperngju og beindist grunurinn að Palestínumönnum. Þessir villimenn voru því með mikla heift gagnvart Palestínumönnum þegar þeim var hleyft vopnuðum inn í flóttamannabúðirnar.

  

Þó þessi fjöldamoðr hafi ekki verið rannsökuð af óháðum aðila eru þó nokkur atriði ljós.

  

Í fyrsta lagi hleyptu Ísraelar vopnuðum mjög reiðum öfgamönnum inn í flóttamannabúðirnar til að hafa hendur í hári meintra hyrðjuverkamanna. Það hefur ekki komið neitt fram um það hvert hafi átt að flytja þessa meintu hryðjuverkamenn né hvar átti að rétta yfir þeim. Með öðrum orðum bendir flest til að Falangistarnir hafi átt að ákveða sjálfir hverjir væru hryðjuverkamenn og taka þá af lífi á staðnum.

  

Í öðru lagi umkringi ísraelski herinn flóttamannabúðirnar á meðan á fjölamoðrðunum stóð og sá til þess að engin gæti flúið út. Þeir skutu á konur, börn og gamalmenni, sem reyndu að forða sér og hröktu fólkið þannig aftur inn í flóttamannabúðirnar.

  

Í þriðja lagi lýstu þeir flóttamannabúðirnar upp á nóttunni með blysum þær tvær nætur, sem fjöldamorðin áttu sér stað.

  

Í fjóðra lagi fór strax í upphafi að koma sært fólk inn í sjúkrahús Rauða krossins í flóttamannabúðunum og sagði frá því að verið væri að fremja fjöldamorð í flóttamannabúðunum. Rauði krossin kom þessu strax til skila til ísraelskra stjórnvalda. Ísraelar gerðu samt ekkert í þrjá daga og tvær nætur.

  

Í fimmta lagi voru Ísraelar með stöðvar á stöðum þar, sem gott útsýni var yfir flóttamannabúðirnar þar með talið í sendiráði Kuweit þar, sem aðalstöðvar þeirra voru.

  

Í sjötta lagi er ljóst að þegar Ísraelar fóru loksins inn í flóttamannabúðirnar og stöðvuðu fjöldamorðin þá handtóku þeir ekki morðingjana þó líkin lægju um att til vitnis um hvað hefði gerst, heldur söðgu þeim aðeins að fara í burtu. Ísraelar höfðu öll völd í borginni í talsverðan tíma eftir þetta og vissu alveg hverjir þessir menn voru enda höfðu þeir hleypt þeim inn, en samt gerðu þeir aldrei tilraun til að handtaka þá. Slíkt bendir sterklega til þess að um samvinnu hafi verið að ræða eða í það minnsta að þetta hafi ekki verið Ísraelum á móti skapi.

  

Til viðbótar við þetta hafa ýmis vitni sagt sögur, sem benda sterklega til sektar Ísraela. Þar má meðal annars nefna norskan hjálparstarfsmann, sem segir að það hafi verið búið að stilla sér upp til aftöku þegar ísraaelsku herforingi kom hlaupandi og sagði við Falangistana að þeir mættu ekki taka vesturlandabúa af lífi. Þá var Norðmaðurinn fjarlægður og aftökur á Palestínumönnum hélt áfram. Einnig hafa sumir þeirra, sem lifðu af fjöldamorðin sagt að meðal fjöldamorðingjanna í búningum Falandista hafi verið menn, sem töluðu sín á milli á öðru tungumáli en arabísku og sumir hafa staðhæft að um hebresku hafi verið að ræða. Það getur því jafnvel verið að sumir fjökdamorðingjanna hafi í raun verið ísraelskir hermenn í búningum Falangista.

  

Hér er linkur inn á síðu á netinu þar, sem fjallað er um þessi fjöldamorð.

  

http://www.inminds.co.uk/from-beirut-to-jerusalem.html

  Er ekki kominn tími til að alþjóðasamfélagið reki af sér slyðruorðið og láti fara fram alþjóðlega glæparannsókn á þessum fjöldamorðum? Er ekki tími komin til þess að sekt eða sýkna Ísraela í málinu verði staðfest af óháðum rannsóknaraðilum?
mbl.is Amnesty vill að SÞ rannsaki stríðsglæpi í Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband