Hvenær verður hjólandi og akandi umferð alskilin á helstu þjóðvegum við höfuðborgarsvæðið?

Þetta slys sýnir að eitt helsta baráttumál hagsmunasamtaka hjólreiðamanna um að við Íslendingar förum að aðskilja hjólandi og akandi umferð eins og nágrannalönd okkar gera verði að veruleika. Þetta er búið að vera eitt helsta baráttujál Landamtaka hjólreiðamanna frá stofnun þeirra. Þar á undan var það Íslenski fjallahjólaklúbburinn, sem stóð fremst í þeirri baráttu. Þetta er orðið hátt í tuttugu ára barátta.

 

Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur í nokkur ár haft frumkvæði að þingsályktunartillögu um að skipuð verði nefnd, sem eigi að gera tillögu um hönnun reiðhjólavega ásamt tillögu um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitafélaga í gerð þeirra. Enn, sem komið er hefur þessi tillaga alltaf verið svæfð í nefnd. Hvernig væri að menn færu að klára þetta mál þannig að hægt sé að bæta öryggi reiðhjólamanna í umferðinni?

 

Bæði þessi atriði eru mikilvæg. Meðan bæði sveitarstjórnarmenn og samgönguráðherra telja hinn aðilan eiga að borga þá gerist nákvæmlega ekkert. Á meðan málefni reiðhjólamanna verða ekki meðal skilgreindra verkefna Vegagerðar ríkisins eins og til dæmis reiðvegir þá getur vegagerðin ekki sett nema smáupphæðir í þjónustu við hjólreiðamenn. Jafnvel þó sveitafélög vilji gera vel varðandi þessa stíga þá er það þeim umtalsverður fjötur um fót að ekki er búið að skilgreina hjólavegi í vegalögum og þar með vantar allar skilgreiningar og hönnunarforsendur. Einnig þarf að taka ákvarðanir um umferðarrétt þar, sem hjólavegir og akvegir skarast.

 

Hjólavegir eins og þessir þurfa ekki endilega að vera aðeins fyrir reiðhjól. Þeir gætu líka verið fyrir minnstu gerðir bifhjóla. Svo við tökum sama stað og þetta slys var þá er óöryggi manns á bifhjóli, sem aðeins nær 40 til 50 km. hraða einnig mikið á annasömum vegi eins og Vesturlandsvegi með allt að 90 km. hámarkshraða og stóran hluta bílstjóra á yfir100 km. hraða. Það þarf einnig að aðskilja slík tæki frá akandi umferð á öllum þeim þjóðvegum, sem nú er talað um að þurfi að tvöfalda vegna umferðaþunga. Sum staðar erlendis eru ákveðin viðmið í vegalögum um það hvenær á að aðskilja akandi og hjólandi umferð á þjóvegum og er þá algengt viðmið að slíkt skuli gera ef sólahringsumferð á þjóveginum fari yfir 3.000 bíla.


mbl.is Alvarlega slasaður eftir reiðhjólaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus

Alskilin segir þú? Er umferðin þá hálf-skilin núna? Eða er hún í hjónabandsráðgjöf?

En burtséð frá því, heyr, heyr! Þetta þarf að gera!

Janus, 23.7.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Morten Lange

Heyr, heyr.  Flott efni í blaðagrein / lesendabréf ?

Morten Lange, 23.7.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband