Að launa fyrir framlögin í kosningasjóðinn

Nú er Bush að launa tóbaksrisunum fyrir framlögin sín í kosningasjóð hans.

 

Eitt að því fyrsta, sem Bush gerði þegar hann tók við embætti sínu var að stöðva málssóknir ríkisins gegn tóbaksrisunum þar, sem farið var fram á að tóbaksrisarnir endurgreiddu ríkinu kostnað heilbrigðiskerfisins vegna tóbakrsreykinga. Þá kom það fram í fréttum að Bush hefði fengið mjög stór framlög frá tóbakrsisunum í kosningasjóð sinn.

 

Rök Bush fyrir því að beita neitunarvaldi sínu eru því aðeins tilliástæða. Ástæðan er sú að hann á tóbaksrisunum skuld að gjalda og vinnur því að hagsmunum þeirra gegn almannahagsmunum.

 

Þarna sínir Bush sitt rétta andlit.


mbl.is Bush beitir neitunarvaldi gegn lögum um tóbaksskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já.... hann er að vinna fyrir fólkið hann George! Þetta er líka hans tegund af lýðræði. Þvílíkur brandari..... Maðurinn talar um mikilvægi lýðræðis, en er slíkur korpúratisti = fasisti (upprunalega það sem einkenndi fasismann á Ítalíu) að allt sem útúr manninum kemur er hægt að túlka á hinn veginn. Ef hann segist ætla að gera eitthvað, þá má bóka að hann ætlar ekki að gera það og öfugt.

Louis Cyphre (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 19:21

2 identicon

Heldur þú að það gagnist fátækum að þurfa að borga mörg þúsund krónur mánaðarlega fyrir það eitt að vera fíklar?

Ég veit ekki betur en offita sé stærra vandamál í Bna heldur en öll fíkniefni til samans, á að setja aukaskatt á mat?

Bara sorrý ég get ekki verið fylgjandi svona öfgaforræðishyggju. 

Geiri (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 19:35

3 identicon

Nei, það á ekki að setja aukaskatt á matvæli, enda er það síst það sem er að fara með vaxtarlag bandaríkjamanna.

Það myndi hjálpa þeim að lækka skatta á hollustufæði og hækka skatta á gos og gums. Það er eitthvað sem íslenskir pólitíkusar mættu sannarlega íhuga.

Varðandi það að þykja það óeðlilegt að leggja ekki skatta á iðnað sem veldur gríðarlegu heilsutjóni líkt og tóbaksiðnaðinn, skatta sem nota á til þess að veita börnum þessara fátæku fíkla eins og þú kallar þá heilbrigðistrygginu..... tja ég get bara alls ekki tekið undir það á nokkurn hátt að það sé forræðishyggja og því síður öfgaforræðishyggja.

Það sem ég vil kalla öfgaforræðishyggju er Homeland Security sem komið var á fót fyrir tilstuðlan George Bush og er í raun ekkert annað en bandaríks Gestapo fasistalögregla. Enda var stofnun hennar réttlætt á nákvæmlega sama hátt og þýsku Gestapo á sínum tíma.

Louis Cyphre (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 19:49

4 identicon

Furðulegt að þú ert á móti fasisma á sumum sviðum en fylgjandi því á öðrum. Þú ert nákvæmlega eins og Bush, bara skiptist öðruvísi eftir málefnum. 

Geiri (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 00:53

5 identicon

Er það núna orðinn fasismi að leggja skatt á tóbak? Þá hljótum við aldeilis að lifa í fasistalandi þar sem skattur er lagður á tekjur fólksins. Svo ég tala nú ekki um skatt á matvælum!

Á Ítalíu fyrirstríðsáranna kom fasistahugtakið fyrst fram í starfandi ríkisstjórn. Þá voru orðin "fascism" og "corporatism" gjarnan notuð sitt á hvað yfir sama hugtakið. Ég geri ráð fyrir því að þú (Geiri) leggir skilning í hvað orðið corporatismi þýðir.

Það er í grunninn stefna sem byggir á því að stjórnvöld beygji sig undir stórfyrirtæki og sótsvartur pöpullinn beygji sig síðan undir stjórnvöld. Peningar eru alvaldið og lýðræði er sýndarleikur stjórnvalda til þess að halda fólkinu góðu.

Þetta eru stjórnunarhættir Georges Bush. Nákvæmlega þetta útspil hans að gera tóbaksrisunum þennann stórgreiða að leggja ekki á þá skatt, þegar hann hefur eytt síðustu árum í að lækka skatta á þá (til að borga til baka það sem fór í kosningasjóðina með gríðarvöxtum). Þetta Geiri minn er corporatismi = fasismi á hæsta stigi.

Það er ekki að ástæðulausu að þegar Bush var að úthrópa hin og þessi lönd sem öxulveldi hin illa, þá líkti hann þeim við kommúnista og nasista, en hafði það ekki í sér að líkja neinum við fasistastjórnina á Ítalíu, því að hann veit vel sjálfur að hann er fasisti og hefur því ekki efni á að kalla aðra það. Reyndar verð ég að kalla það ótrúlega bíræfni í honum að líka einræðisherrum annara landa við nasista, því það var jú afi hans Presscott Bush sem á nú einn stærsta heiðurinn í því að fjármagna þýska nasistaflokkinn ásamt Averell Harriman í gegnum Union Bank og Brown Brothers Harriman í New York, bæði á fyrirstríðsárunum, sem og stríðsárunum.  

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband