Gerum meira af þessu

Ég er sammála því að ótækt er að Hvalfjaraðrgöng séu eini vegurinn á landinu þar, sem greiða þarf veggjald. Ég er hins vegar ekki sammála mótmælendum varðandi það, sem þarf að gera.

 

Ég tel að við eigum ekki að aflétta veggjaldi í Hvalfjarðargöng fyrr en búið er að greiða þau upp með veggjaldi eins og samið var um í upphafi. Ég tel að við eigum að gera miklu meira af því en í dag að fjármagna dýrar vegaframkvæmdir að hluta eða öllu leyti með veggjöldum. Það eru reyndar uppi hugmyndir um Vaðlaheiðargöng fyrir norðan þar, sem hugmyndin er að göngin séu að hluta greidd með veggjöldum. Þetta myndi flýta fyrir uppbyggingu vegakerfisins án aukinnar skattlagningar á almenning heldur aðeins í staðin lögð gjöld á þá, sem nota þessi dýru mannvirki. Þetta hafa Norðmenn gert i marga áratugi og hefur þessi aðferð flýtt mjög fyrir samgöngubótum þar.

 

Við þá, sem eru í prinsippinu á móti veggjöldum segi ég þetta. Eruð þið þá líka á móti bílastæðagjöldum? Það er engin eðlismunur á veggjöldum og bílastæðagjöldum. Í báðum tilfellum er verið að nota gjöld á notendur mannvirkja fyrir bíla til að fjármagna kostnaðinn við byggingu og viðhald mannvirkjanna og/eða til að halda notkun á takmörkuðum fjölda bílastæða/akreina niðri svo ekki skapist vandamál vegna meiri eftirspurnar en framboðs á viðkomandi mannvirkjum.

 

Ég er einnig þeirrar skoðunar að til greina komi að taka veggjöld á annatíma á höfuðborgarsvæðinu til að minnka umferð eins og gert er víða í heiminu þar með í Ósló, Stokkhólmi, London og Singapoor. Með þessari aðferð er umferðahraði og þar með aðgengi að miðborgum bætt án þess að þurfa að leggja út í mjög svo kostnaðarsamar aðgerðir við að auka afkastegetu vegakerfisins auk þess að fórna dýrmætu svæði í vegi og bílastæði. Á öllum þessum stöðum, sem ég taldi þarna upp voru margir á móti veggjöldunum í upphafi en eftir reynsluna af þeim eru flestir á þeirri skoðun að þetta hafi verið til bóta og fæstir vilja leggja veggjöldin niður. Áframhald veggjalda í Stokkhólmi var samþykkt í almennri íbúakosningu eftir árs prufutíma en samkvæmt skoðanakönnunum voru flestir borgarbúar á móti þessu í upphafi. Hvað segir þetta okkur?


mbl.is Mótmæla gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband